Sjálfstæðisflokkur fer fram úr Pírötum í nýrri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir Morgunblaðið og mælist með 22,5 prósenta fylgi, en Píratar 21,2 prósent.
Vinstri græn eru í þriðja sæti með 16,8 prósent, Viðreisn með 11,4, Framsóknarflokkurinn með 10,2 prósent, Björt Framtíð með 6,7 og Samfylkingin með 5,7 prósent.
Stjórnarandstöðuflokkarnir fjórir, sem hafa átt í viðræðum um samstarf eftir kosningar, tapa fylgi frá síðustu könnun en gætu þó myndað nauma meirihlutastjórn með 33 þingsætum.
Töluverður munur er á niðurstöðum þessarar könnunar og nýrrar könnunar Stöðvar tvö, Vísis og Fréttablaðsins þar sem Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mun meira fylgi, eða 27,3 prósent og Píratar með mun minna fylgi, eða 18,4 prósent. Aðrir flokkar eru með ámóta fylgi í báðum könnunum. Samkvæmt þessari könnun næðu stjórnarandstöðuflokkarnir fjórir ekki að mynda meirihlutastjórn.
Sjálfstæðisflokkurinn kominn fram úr Pírötum

Tengdar fréttir

Vinstristjórnin virðist ekki í kortunum
Komandi stjórnarmyndunarviðræður gætu orðið þær flóknustu í lýðveldissögunni. Könnun fréttastofu 365 bendir til þess að þeir fjórir flokkar sem lýstu yfir vilja til samstarfs í gær verði að taka annan flokk til viðbótar með í