Frambjóðendur orðnir stressaðir Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 28. október 2016 21:30 Kjósendur er margir óákveðnir nú þegar skammur tími er til Alþingiskosninganna. Frambjóðendur flokkanna hafa verið á fullu í allan dag við að reyna að koma sínum stefnumálum á framfæri. Frambjóðendur Samfylkingarinnar heimsóttu Hárakademíuna í morgun ræddu við nemendur í skólanum. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir frambjóðandi Samfylkingarinnar segist óneitanlega vera orðin pínu stressuð yfir kosningunum. „Við erum náttúrulega með afskaplega lélegt fylgi og við erum auðvitað stressuð en það er bara hvati til þess að leggja enn harðar að sér. Við verðum að fram til tíu á kjördag þegar kjörstaðir loka og það þýðir ekkert að gefast upp fyrir fram,“ segir Sigríður Ingibjörg. Lilja Alfreðsdóttir frambjóðandi Framsóknarflokksins fór yfir málin með kjósendum í Múlakaffi í hádeginu. „Við erum bara búin að gera okkar allra besta í þessari kosningabaráttu og svo eru það kjósendur sem ákveða í raun og veru hver næstu skref eru. Ég er mjög sátt við okkar kosningabaráttu og ég mun vera alveg á fullu þar til að kjörstaðir opna og svo bara sjáum við hvað setur,“ segir Lilja. Á göngum Smáralindar spjölluðu frambjóðendur Pírata við vegfarendur. „Bæklingarnir ganga hratt út og fólk er almennt séð bara mjög jákvætt,“ segir Björn Leví Gunnarsson frambjóðandi Pírata. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir frambjóðandi Viðreisnar ræddi komandi kosningar við kjósendur í Strandgötunni í Hafnarfirði í dag og verslunarmiðstöðinni Firðinum. „Á morgun er ég að fara kjósa nýjan frjálslynda flokk. Þá er ég að merkja x við c en ekki annan bókstaf sem ég hef merkt allt mitt líf þannig að það er skrýtið,“ segir Þorgerður Katrín. Kosningar 2016 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Kjósendur er margir óákveðnir nú þegar skammur tími er til Alþingiskosninganna. Frambjóðendur flokkanna hafa verið á fullu í allan dag við að reyna að koma sínum stefnumálum á framfæri. Frambjóðendur Samfylkingarinnar heimsóttu Hárakademíuna í morgun ræddu við nemendur í skólanum. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir frambjóðandi Samfylkingarinnar segist óneitanlega vera orðin pínu stressuð yfir kosningunum. „Við erum náttúrulega með afskaplega lélegt fylgi og við erum auðvitað stressuð en það er bara hvati til þess að leggja enn harðar að sér. Við verðum að fram til tíu á kjördag þegar kjörstaðir loka og það þýðir ekkert að gefast upp fyrir fram,“ segir Sigríður Ingibjörg. Lilja Alfreðsdóttir frambjóðandi Framsóknarflokksins fór yfir málin með kjósendum í Múlakaffi í hádeginu. „Við erum bara búin að gera okkar allra besta í þessari kosningabaráttu og svo eru það kjósendur sem ákveða í raun og veru hver næstu skref eru. Ég er mjög sátt við okkar kosningabaráttu og ég mun vera alveg á fullu þar til að kjörstaðir opna og svo bara sjáum við hvað setur,“ segir Lilja. Á göngum Smáralindar spjölluðu frambjóðendur Pírata við vegfarendur. „Bæklingarnir ganga hratt út og fólk er almennt séð bara mjög jákvætt,“ segir Björn Leví Gunnarsson frambjóðandi Pírata. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir frambjóðandi Viðreisnar ræddi komandi kosningar við kjósendur í Strandgötunni í Hafnarfirði í dag og verslunarmiðstöðinni Firðinum. „Á morgun er ég að fara kjósa nýjan frjálslynda flokk. Þá er ég að merkja x við c en ekki annan bókstaf sem ég hef merkt allt mitt líf þannig að það er skrýtið,“ segir Þorgerður Katrín.
Kosningar 2016 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira