Bjarni um Pírata: „Mér finnst þetta varla vera stjórnmálaflokkur“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. október 2016 22:14 Í sjónvarpssal í kvöld. Vísir/Anton „Ég skal vera alveg heiðarlegur með það. Mér finnst þetta varla vera stjórnmálaflokkur, meira hreyfing sem hefur hrist upp í hlutunum,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, um Pírata í Leiðtogaumræðum á Rúv í kvöld. Hann sagði það mjög langsótt að Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar myndu vinna saman að loknum kosningum. Við það lyfti Birgitta Jónsdóttir, fulltrúi Pírata upp spjaldi sem á stóð #Panama, og beindi að myndavélunum en skömmu áður höfðu hún og Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar skipst á brosi þegar Bjarni sagði Pírata varla vera stjórnmálaflokk. Leiðtogar Framsóknarflokksins, Bjartrar framtíðar, Sjálfstæðisflokksins, Pírata, Samfylkingar, Viðreisnar og Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs tókust á í sjónvarpsal Ríkissjónvarpsins Mikið var rætt um boðað samstarf Pírata, VG, Samfylkingar og Bjartrar framtíðar.Sjá einnig: Katrín segir enga málefnalega samleið milli VG og ríkisstjórnarflokkannaOddný sagðist vona að það boðaði nýja hefð í íslenskum stjórnmálum á meðan Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins gerði góðlátlegt grín að því. „Það var plásið til mikils partýs af hálfu Pírata. Það var blásið í blöðrur, fjallið tók joðsótt. Það fæddist lítil mús sem flutti okkur ekki skýrslu um stefnu um hvernig ætti að byggja upp. Það sem eftir stendur er að helsta krafa þeirra um stutt kjörtímabil er fallin frá,“ sagði Sigurður.Óttar Proppé, Sigurður Ingi og Benedikt í kvöld.Vísir/AntonBirgitta sagði hins vegar að með þessu væri væri að bjóða á skýra valmöguleika fyrir kjósendur. „Þetta er í fyrsta sinn á Íslandi sem flokkar bjóða upp á þetta með afgerandi hætti af flokkum sem eiga að möguleika á að komast í ríkisstjórn.“ Bjarni tók undir að það væri gott að nú stæðu kjósendur frammi fyrir skýrum valkostum en bætti við að lítið virðist hafa komist á hreint með það hvað þetta mögulega stjórnarsamstarf stjórnarandstöðuflokkanna stæði fyrir. „Við fáum ekkert, bara loft,“ sagði Bjarni. Óttar Proppé, formaður Bjartrar framtíðar sagði hins vegar að leiðtogar stjórnarflokkanna hefðu þjappað stjórnarandstöðuflokkunum saman. „Við höfum upplifað síðustu ár ótrúlegan óstöðugleika, uppákomur og vandræði. Við erum að kjósa núna að hausti vegna þess að ríkisstjórnarflokkarnir hafa gefist upp á sínu róli. Auðvitað er grunnur að þessu samtali stjórnarandstöðuflokkanna að reyna að koma á uppbyggilegri sjórnmálum. Þetta bjóðum við upp á.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, fagnaði því að hér væri kominn fram skýr valmöguleiki fyrir kjósendur. „Við fórum yfir stóiru línurnar og það sem kemur úr þessu er vilji þessarar fjögurra flokka til að vinna saman. Við viljum leggja áhersliu á uppbyggingu innviða og breytt vinnubrögð. Hér hefur ekki verið hefð fyrir kosningabandalögum en ég fagna því að við tökum opnar umræður fyrir kosningar.“ Benedikt Jóhannson, formaður Viðreisnar, sem þáði ekki boð Pírata um að taka þátt í viðræðum um mögulegt stjórnarsamstarf við Pírata, VG, Samfylkingu og Bjarta framtíð, sagði að allir þyrftu að geta unnið sem liðsheild, líkt og á knattspyrnuvellinum væri ekki bara hægt að sækja í eina átt. Því gæti Viðreisn ekki útilokað samstarf við neinn flokk. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Katrín segir enga málefnalega samleið milli VG og ríkisstjórnarflokkanna Katrín var spurð í leiðtogaumræðum á RÚV hvort möguleiki væri í hennar huga að efna til samstarfs með þeim flokkum, fari kosningarnar svo að ekki gangi saman á vinstrivængnum. 28. október 2016 21:45 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Sjá meira
„Ég skal vera alveg heiðarlegur með það. Mér finnst þetta varla vera stjórnmálaflokkur, meira hreyfing sem hefur hrist upp í hlutunum,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, um Pírata í Leiðtogaumræðum á Rúv í kvöld. Hann sagði það mjög langsótt að Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar myndu vinna saman að loknum kosningum. Við það lyfti Birgitta Jónsdóttir, fulltrúi Pírata upp spjaldi sem á stóð #Panama, og beindi að myndavélunum en skömmu áður höfðu hún og Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar skipst á brosi þegar Bjarni sagði Pírata varla vera stjórnmálaflokk. Leiðtogar Framsóknarflokksins, Bjartrar framtíðar, Sjálfstæðisflokksins, Pírata, Samfylkingar, Viðreisnar og Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs tókust á í sjónvarpsal Ríkissjónvarpsins Mikið var rætt um boðað samstarf Pírata, VG, Samfylkingar og Bjartrar framtíðar.Sjá einnig: Katrín segir enga málefnalega samleið milli VG og ríkisstjórnarflokkannaOddný sagðist vona að það boðaði nýja hefð í íslenskum stjórnmálum á meðan Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins gerði góðlátlegt grín að því. „Það var plásið til mikils partýs af hálfu Pírata. Það var blásið í blöðrur, fjallið tók joðsótt. Það fæddist lítil mús sem flutti okkur ekki skýrslu um stefnu um hvernig ætti að byggja upp. Það sem eftir stendur er að helsta krafa þeirra um stutt kjörtímabil er fallin frá,“ sagði Sigurður.Óttar Proppé, Sigurður Ingi og Benedikt í kvöld.Vísir/AntonBirgitta sagði hins vegar að með þessu væri væri að bjóða á skýra valmöguleika fyrir kjósendur. „Þetta er í fyrsta sinn á Íslandi sem flokkar bjóða upp á þetta með afgerandi hætti af flokkum sem eiga að möguleika á að komast í ríkisstjórn.“ Bjarni tók undir að það væri gott að nú stæðu kjósendur frammi fyrir skýrum valkostum en bætti við að lítið virðist hafa komist á hreint með það hvað þetta mögulega stjórnarsamstarf stjórnarandstöðuflokkanna stæði fyrir. „Við fáum ekkert, bara loft,“ sagði Bjarni. Óttar Proppé, formaður Bjartrar framtíðar sagði hins vegar að leiðtogar stjórnarflokkanna hefðu þjappað stjórnarandstöðuflokkunum saman. „Við höfum upplifað síðustu ár ótrúlegan óstöðugleika, uppákomur og vandræði. Við erum að kjósa núna að hausti vegna þess að ríkisstjórnarflokkarnir hafa gefist upp á sínu róli. Auðvitað er grunnur að þessu samtali stjórnarandstöðuflokkanna að reyna að koma á uppbyggilegri sjórnmálum. Þetta bjóðum við upp á.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, fagnaði því að hér væri kominn fram skýr valmöguleiki fyrir kjósendur. „Við fórum yfir stóiru línurnar og það sem kemur úr þessu er vilji þessarar fjögurra flokka til að vinna saman. Við viljum leggja áhersliu á uppbyggingu innviða og breytt vinnubrögð. Hér hefur ekki verið hefð fyrir kosningabandalögum en ég fagna því að við tökum opnar umræður fyrir kosningar.“ Benedikt Jóhannson, formaður Viðreisnar, sem þáði ekki boð Pírata um að taka þátt í viðræðum um mögulegt stjórnarsamstarf við Pírata, VG, Samfylkingu og Bjarta framtíð, sagði að allir þyrftu að geta unnið sem liðsheild, líkt og á knattspyrnuvellinum væri ekki bara hægt að sækja í eina átt. Því gæti Viðreisn ekki útilokað samstarf við neinn flokk.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Katrín segir enga málefnalega samleið milli VG og ríkisstjórnarflokkanna Katrín var spurð í leiðtogaumræðum á RÚV hvort möguleiki væri í hennar huga að efna til samstarfs með þeim flokkum, fari kosningarnar svo að ekki gangi saman á vinstrivængnum. 28. október 2016 21:45 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Sjá meira
Katrín segir enga málefnalega samleið milli VG og ríkisstjórnarflokkanna Katrín var spurð í leiðtogaumræðum á RÚV hvort möguleiki væri í hennar huga að efna til samstarfs með þeim flokkum, fari kosningarnar svo að ekki gangi saman á vinstrivængnum. 28. október 2016 21:45