Viðbrögð Oddnýjar við fyrstu tölum: Skulum ekki dæma út frá fyrstu tölum Atli Ísleifsson skrifar 29. október 2016 23:08 „Þetta er betra en kannanir sýndu framan af en svipað og nýjasta könnun Gallup,“ segir Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, aðspurð um sín viðbrögð við fyrstu tölum úr Suðurkjördæmi og Norðausturkjördæmi. Samkvæmt þeim tölum fær Samfylking 7,2 prósent atkvæða í Suðurkjördæmi, en 10,6 prósent í Norðausturkjördæmi. Samkvæmt þeim tölum er Oddný inni, en hún leiðir lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Norðausturkjördæmi er kjördæmi Loga Más Einarssonar, varaformanns flokksins. Ljóst er að Samfylking missir mikið fylgi frá fyrri kosningum. Oddný lagði áherslu á að þetta séu fyrstu tölur og að ekki skuli dæma út frá þeim. „Við sjáum hvað setur.“ Oddný viðurkenndi að kosningabaráttan hefði reynst flokknum erfið en að flokksmenn hafi staðið saman og ekki glatað baráttugleðinni. „Samfylkingin var búin til um fallega, stóra hugsjón og hún er ekki farin frá okkur.“ Hún segir þó stóru tíðindin vera að ríkisstjórnin er fallinn og stjórnarandstaðan með meirihluta. Samkvæmt fyrstu tölum úr Suðvesturkjördæmi fær flokkurinn 5,3 prósent sem þýðir að Árni Páll Árnason, oddviti flokksins í kjördæminu og fyrrverandi formaður, missir sæti sitt á þingi. Í Reykjavíkurkjördæmi suður fær flokkurinn 5,5 prósent atkvæða, sem þýðir að Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi formaður Samfylkingar og utanríkisráðherra, missir þingsæti sitt. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Bjarni Ben um fyrstu tölur: „Kemur gleðilega á óvart“ Það var létt yfir Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins þegar fréttastofa náði tali af honum á kosningavöku flokksins á Grand Hótel eftir að fyrstu tölur úr Suðurkjördæmi og Norðausturkjördæmi bárust. 29. október 2016 23:03 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Erlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira
„Þetta er betra en kannanir sýndu framan af en svipað og nýjasta könnun Gallup,“ segir Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, aðspurð um sín viðbrögð við fyrstu tölum úr Suðurkjördæmi og Norðausturkjördæmi. Samkvæmt þeim tölum fær Samfylking 7,2 prósent atkvæða í Suðurkjördæmi, en 10,6 prósent í Norðausturkjördæmi. Samkvæmt þeim tölum er Oddný inni, en hún leiðir lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Norðausturkjördæmi er kjördæmi Loga Más Einarssonar, varaformanns flokksins. Ljóst er að Samfylking missir mikið fylgi frá fyrri kosningum. Oddný lagði áherslu á að þetta séu fyrstu tölur og að ekki skuli dæma út frá þeim. „Við sjáum hvað setur.“ Oddný viðurkenndi að kosningabaráttan hefði reynst flokknum erfið en að flokksmenn hafi staðið saman og ekki glatað baráttugleðinni. „Samfylkingin var búin til um fallega, stóra hugsjón og hún er ekki farin frá okkur.“ Hún segir þó stóru tíðindin vera að ríkisstjórnin er fallinn og stjórnarandstaðan með meirihluta. Samkvæmt fyrstu tölum úr Suðvesturkjördæmi fær flokkurinn 5,3 prósent sem þýðir að Árni Páll Árnason, oddviti flokksins í kjördæminu og fyrrverandi formaður, missir sæti sitt á þingi. Í Reykjavíkurkjördæmi suður fær flokkurinn 5,5 prósent atkvæða, sem þýðir að Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi formaður Samfylkingar og utanríkisráðherra, missir þingsæti sitt.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Bjarni Ben um fyrstu tölur: „Kemur gleðilega á óvart“ Það var létt yfir Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins þegar fréttastofa náði tali af honum á kosningavöku flokksins á Grand Hótel eftir að fyrstu tölur úr Suðurkjördæmi og Norðausturkjördæmi bárust. 29. október 2016 23:03 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Erlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira
Bjarni Ben um fyrstu tölur: „Kemur gleðilega á óvart“ Það var létt yfir Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins þegar fréttastofa náði tali af honum á kosningavöku flokksins á Grand Hótel eftir að fyrstu tölur úr Suðurkjördæmi og Norðausturkjördæmi bárust. 29. október 2016 23:03