Yfir fimmtán hundruð bjóða sig fram til Alþingis og setja nýtt met Þorgeir Helgason skrifar 10. október 2016 07:00 Frambjóðendur til alþingiskosninga eru 1.534 talsins. Vísir/Stefán Alþingiskosningarnar 29. október verða þær fjórðu á rúmum níu árum. Frestur til að skila framboðslistum til kosninga til Alþingis rennur út klukkan 12 á hádegi þann 14. október. Stjórnmálahreyfingar sem hafa ekki fengið skráðan listabókstaf þurfa að tilkynna framboð sitt eigi síðar en klukkan 12 á hádegi þann 11. október. Þrettán stjórnmálaflokkar hafa boðað framboð til alþingiskosninganna, tólf í öllum kjördæmum. Aðeins einu sinni hafa fleiri stjórnmálaflokkar boðið fram en það var árið 2013 þegar fimmtán hreyfingar voru í framboði. Alls eru 1.534 í framboði í komandi kosningum sem er mestur fjöldi frambjóðenda í sögu kosninga hérlendis en árið 2013 buðu 1.512 fram krafta sína til setu á Alþingi. Til þess að framboð teljist gilt þarf tilskilinn fjölda meðmælenda. Í hverju kjördæmi þarf hver listi 30 til 40 yfirlýsta stuðningsmenn fyrir hvert þingsæti. Björt framtíð, Framsóknarflokkurinn, Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn, Íslenska þjóðfylkingin, Flokkur fólksins, Lýðræðisflokkurinn, Framfaraflokkurinn, Píratar, Alþýðufylkingin, Samfylkingin, Dögun og Vinstrihreyfingin – grænt framboð stefna á að bjóða fram í öllum kjördæmum meðan Húmanistaflokkurinn býður fram í Reykjavíkurkjördæmi suður. Framfaraflokkurinn sem auglýsti framboð í síðustu viku og hélt stofnfund um síðustu helgi er hættur við. „Ég er búinn að slá þetta af, tíminn hljóp frá okkur. Það var ekki raunhæft að þetta næðist í tæka tíð,“ segir Þormar Jónsson, forsvarsmaður Framfaraflokksins. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá eru 246.515 kjósendur á kjörskrá. Takist öllum framboðum að afla tilskilins fjölda stuðningsmanna verða þeir á bilinu 23.010 til 30.680, sem er á bilinu níu til tólf prósent kjósenda.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Kosningar 2016 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira
Alþingiskosningarnar 29. október verða þær fjórðu á rúmum níu árum. Frestur til að skila framboðslistum til kosninga til Alþingis rennur út klukkan 12 á hádegi þann 14. október. Stjórnmálahreyfingar sem hafa ekki fengið skráðan listabókstaf þurfa að tilkynna framboð sitt eigi síðar en klukkan 12 á hádegi þann 11. október. Þrettán stjórnmálaflokkar hafa boðað framboð til alþingiskosninganna, tólf í öllum kjördæmum. Aðeins einu sinni hafa fleiri stjórnmálaflokkar boðið fram en það var árið 2013 þegar fimmtán hreyfingar voru í framboði. Alls eru 1.534 í framboði í komandi kosningum sem er mestur fjöldi frambjóðenda í sögu kosninga hérlendis en árið 2013 buðu 1.512 fram krafta sína til setu á Alþingi. Til þess að framboð teljist gilt þarf tilskilinn fjölda meðmælenda. Í hverju kjördæmi þarf hver listi 30 til 40 yfirlýsta stuðningsmenn fyrir hvert þingsæti. Björt framtíð, Framsóknarflokkurinn, Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn, Íslenska þjóðfylkingin, Flokkur fólksins, Lýðræðisflokkurinn, Framfaraflokkurinn, Píratar, Alþýðufylkingin, Samfylkingin, Dögun og Vinstrihreyfingin – grænt framboð stefna á að bjóða fram í öllum kjördæmum meðan Húmanistaflokkurinn býður fram í Reykjavíkurkjördæmi suður. Framfaraflokkurinn sem auglýsti framboð í síðustu viku og hélt stofnfund um síðustu helgi er hættur við. „Ég er búinn að slá þetta af, tíminn hljóp frá okkur. Það var ekki raunhæft að þetta næðist í tæka tíð,“ segir Þormar Jónsson, forsvarsmaður Framfaraflokksins. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá eru 246.515 kjósendur á kjörskrá. Takist öllum framboðum að afla tilskilins fjölda stuðningsmanna verða þeir á bilinu 23.010 til 30.680, sem er á bilinu níu til tólf prósent kjósenda.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Kosningar 2016 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira