Eiður ánægður með strákana en skýtur létt á Alfreð fyrir brasilíska hornfánadansinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. október 2016 09:45 Eiður Smári Guðjohnsen og Alfreð Finnbogason eru markaskorar. Og dansarar? vísir/getty Ísland vann Tyrkland, 2-0, í þriðja leik liðsins í undankeppni HM 2018 í fótbolta á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Liðið er ósigrað með sjö stig eftir þrjá leiki, jafnmörg stig og Króatía sem Ísland mætir næst í Zagreb. Fyrra mark Íslands í gær var sjálfsmark miðvarðarins Omers Toprak en það síðara falleg afgreiðsla Alfreðs Finnbogasonar eftir aðra stoðsendingu Kára Árnasonar í undankeppninni.Sjá einnig:Lars sendi Heimi sms strax eftir leik Alfreð er heldur betur að nýta tækifærið í fjarveru Kolbeins Sigþórssonar, en Alfreð er búinn að skora í öllum þremur leikjum Íslands í undankeppninni til þessa og í heildina þrjú mörk. Hann er næstmarkahæstur á eftir Thomas Müller og Mario Mandzukic en sá síðarnefndi setti þrennu í leik gegn Kósóvó.Strákarnir okkar réðu lögum og lofum í leiknum gegn Tyrklandi í gærkvöldi. Fyrri hálfleikurinn var sérstaklega góður en Ísland hefði getað skorað enn fleiri mörk. Strákarnir okkar stýrðu leiknum algjörlega. Eiður Smári Guðjohnsen hefur ekkert verið með íslenska landsliðinu í þessari undankeppni en hann spilaði síðast í 5-2 tapinu gegn Frakklandi í átta liða úrslitum EM í sumar. Hann var að horfa á leikinn í gær og var sáttur með sína stráka.Sjá einnig:„Hefðum ekki unnið Ísland þó við hefðum spilað til morguns“ Hann hrósaði íslenska liðinu fyrir frábæra spilamennsku og frábær mörk en skaut létt á Alfreð Finnbogason fyrir hornfánadansinn sem fylgdi fagninu eftir að hann skoraði annað mark Íslands. Eiður setti emoji af apanum fræga að halda fyrir augun þegar hann talaði um fagnið hjá Alfreð og merkti svo tístið með kassamerkinu #BrazilianAlfred. Alfreð, sem er nú búinn að skora tíu mörk í 39 landsleikjum, svaraði þeim markahæsta eftir leikinn og sagðist hafa lært af þeim besta. Líklega var Alfreð að tala um afgreiðsluna í markinu en ekki þennan annars skemmtilega dans. En hver veit? Frabaer fyrri halfleikur, frabaer mörk og eitt fagn....#ISLTUR #brazilianAlfred— Eidur Gudjohnsen (@Eidur22Official) October 9, 2016 Lærði af þeim besta https://t.co/mdanCTRgpk — Alfreð Finnbogason (@A_Finnbogason) October 9, 2016 HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Tyrkir fengu „mikilvæga kennslustund í fótbolta“ frá Íslandi Tyrkneskir fjölmiðlar heillast af íslenska landsliðinu sem er búið að pakka Tyrkjum saman tvisvar sinnum á tveimur árum. 10. október 2016 09:00 „Hefðum ekki unnið Ísland þó við hefðum spilað til morguns“ Fyrrverandi landsliðsmaður Tyrklands var hrifinn af spilamennsku Íslands en langt frá því að vera sáttur með sína menn. 10. október 2016 08:00 Tyrkir tættir í sundur í Dalnum Öflugt tyrkneskt lið reyndist engin fyrirstaða fyrir það íslenska í frábærum landsleik á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Ísland hélt hreinu í fyrsta sinn í mótsleik í ár og spilaði frábærlega, frá aftasta manni til þess fremsta. 10. október 2016 06:00 Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Í beinni: Manchester City - Tottenham | Alvöru próf fyrir gestina Enski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester City - Tottenham | Alvöru próf fyrir gestina Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Sjá meira
Ísland vann Tyrkland, 2-0, í þriðja leik liðsins í undankeppni HM 2018 í fótbolta á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Liðið er ósigrað með sjö stig eftir þrjá leiki, jafnmörg stig og Króatía sem Ísland mætir næst í Zagreb. Fyrra mark Íslands í gær var sjálfsmark miðvarðarins Omers Toprak en það síðara falleg afgreiðsla Alfreðs Finnbogasonar eftir aðra stoðsendingu Kára Árnasonar í undankeppninni.Sjá einnig:Lars sendi Heimi sms strax eftir leik Alfreð er heldur betur að nýta tækifærið í fjarveru Kolbeins Sigþórssonar, en Alfreð er búinn að skora í öllum þremur leikjum Íslands í undankeppninni til þessa og í heildina þrjú mörk. Hann er næstmarkahæstur á eftir Thomas Müller og Mario Mandzukic en sá síðarnefndi setti þrennu í leik gegn Kósóvó.Strákarnir okkar réðu lögum og lofum í leiknum gegn Tyrklandi í gærkvöldi. Fyrri hálfleikurinn var sérstaklega góður en Ísland hefði getað skorað enn fleiri mörk. Strákarnir okkar stýrðu leiknum algjörlega. Eiður Smári Guðjohnsen hefur ekkert verið með íslenska landsliðinu í þessari undankeppni en hann spilaði síðast í 5-2 tapinu gegn Frakklandi í átta liða úrslitum EM í sumar. Hann var að horfa á leikinn í gær og var sáttur með sína stráka.Sjá einnig:„Hefðum ekki unnið Ísland þó við hefðum spilað til morguns“ Hann hrósaði íslenska liðinu fyrir frábæra spilamennsku og frábær mörk en skaut létt á Alfreð Finnbogason fyrir hornfánadansinn sem fylgdi fagninu eftir að hann skoraði annað mark Íslands. Eiður setti emoji af apanum fræga að halda fyrir augun þegar hann talaði um fagnið hjá Alfreð og merkti svo tístið með kassamerkinu #BrazilianAlfred. Alfreð, sem er nú búinn að skora tíu mörk í 39 landsleikjum, svaraði þeim markahæsta eftir leikinn og sagðist hafa lært af þeim besta. Líklega var Alfreð að tala um afgreiðsluna í markinu en ekki þennan annars skemmtilega dans. En hver veit? Frabaer fyrri halfleikur, frabaer mörk og eitt fagn....#ISLTUR #brazilianAlfred— Eidur Gudjohnsen (@Eidur22Official) October 9, 2016 Lærði af þeim besta https://t.co/mdanCTRgpk — Alfreð Finnbogason (@A_Finnbogason) October 9, 2016
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Tyrkir fengu „mikilvæga kennslustund í fótbolta“ frá Íslandi Tyrkneskir fjölmiðlar heillast af íslenska landsliðinu sem er búið að pakka Tyrkjum saman tvisvar sinnum á tveimur árum. 10. október 2016 09:00 „Hefðum ekki unnið Ísland þó við hefðum spilað til morguns“ Fyrrverandi landsliðsmaður Tyrklands var hrifinn af spilamennsku Íslands en langt frá því að vera sáttur með sína menn. 10. október 2016 08:00 Tyrkir tættir í sundur í Dalnum Öflugt tyrkneskt lið reyndist engin fyrirstaða fyrir það íslenska í frábærum landsleik á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Ísland hélt hreinu í fyrsta sinn í mótsleik í ár og spilaði frábærlega, frá aftasta manni til þess fremsta. 10. október 2016 06:00 Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Í beinni: Manchester City - Tottenham | Alvöru próf fyrir gestina Enski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester City - Tottenham | Alvöru próf fyrir gestina Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Sjá meira
Tyrkir fengu „mikilvæga kennslustund í fótbolta“ frá Íslandi Tyrkneskir fjölmiðlar heillast af íslenska landsliðinu sem er búið að pakka Tyrkjum saman tvisvar sinnum á tveimur árum. 10. október 2016 09:00
„Hefðum ekki unnið Ísland þó við hefðum spilað til morguns“ Fyrrverandi landsliðsmaður Tyrklands var hrifinn af spilamennsku Íslands en langt frá því að vera sáttur með sína menn. 10. október 2016 08:00
Tyrkir tættir í sundur í Dalnum Öflugt tyrkneskt lið reyndist engin fyrirstaða fyrir það íslenska í frábærum landsleik á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Ísland hélt hreinu í fyrsta sinn í mótsleik í ár og spilaði frábærlega, frá aftasta manni til þess fremsta. 10. október 2016 06:00