Kosningaspjall Vísis: „Ég er kommúnisti en þetta er ekki kommúnistaflokkur“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. október 2016 15:20 Vésteinn Valgarðsson mætti í Kosningaspjall Vísis. vísir/stefán Vésteinn Valgarðsson, oddviti Alþýðufylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, segir að ekki sé hægt að tala um flokkinn sem kommúnistaflokk, en um er að ræða vinstri sinnaðasta framboðið að þessu sinni. Vésteinn segir markmið flokksins ekki endilega að koma manni á þing heldur að koma málstað hans á framfæri. „Við erum ekki kommúnistaflokkur. Ég er kommúnisti og Þorvaldur Þorvaldsson, formaður flokksins, er líka kommúnisti, en flokkurinn er ekki kommúnistaflokkur. Það er vegna þess að ef við tölum um merkingarbæra merkingu þess orðs þá er kommúnistaflokkur miklu strangara fyrirbæri sem gerir meiri kröfur um sömu lífsskoðunina, sömu lífssýnina og mun djúpstæðari hugmyndafræðilega samheldni en Alþýðufylkingin er með,“ sagði Vésteinn í beinni útsendingu í Kosningaspjalli Vísis í morgun.Alþýðufylkingin er í framboði í þriðja sinn. Flokkurinn bauð fyrst fram í alþingiskosningum árið 2013 og fékk innan við eitt prósent atkvæða, og sömuleiðis þegar hann bauð fram í borgarstjórnarkosningum 2014. Alþýðufylkingin mældist með 2,2 prósenta fylgi í síðustu skoðanakönnun Fréttablaðsins og 0,3 prósent í könnun Morgunblaðsins. Vésteinn segir það vel raunhæft að flokkurinn nái manni inn á þing. „Við skerum okkur úr frá öðrum flokkum því tilvera okkar hangir ekki á því hvort við erum inni á þingi eða ekki. Við höfum starfað frá 2013, fyrir utan þings allan þann tíma, en samt starfað ótrauð. Við höfum bara byggt okkur upp og sótt í okkur veðrið og ef við fáum ekki fólk kjörið inn á þing þá fáum við það bara næst. Við stefnum allavega að því og að ná fólki kjörnu inn á þing er auk þess ekki nema hluti af takmarki okkar. Það er líka að koma málstað okkar fyrir augu og eyru kjósenda.“ Viðtalið við Véstein má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en hér fyrir neðan má einnig sjá færsluna af Facebook-síðu Vísis þar sem lesendur gátu spurt spurninga.Kosningaspjall Vísis er hluti af ítarlegri umfjöllun fréttastofu 365 fyrir komandi alþingiskosningar, 29. október næstkomandi. Áhorfendum gefst kostur á að spyrja frambjóðendur spurninga í gegnum Facebook-síðu Vísis á meðan útsendingu stendur. Íslenska þjóðfylkingin verður til viðtals klukkan 13.30 á morgun.Kosningaspjall Vísis: AlþýðufylkinginVésteinn Valgarðsson oddviti Alþýðufylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður mætti í beina útsendingu í fyrsta þætti Kosningaspjalls Vísis. Útsending hefst þegar um 16:30 mínútur eru liðnar af myndskeiðinu hér að neðan.Posted by Vísir.is on Monday, October 10, 2016 Kosningar 2016 X16 Reykjavík Norður Tengdar fréttir Kosningaspjall Vísis: Lesendur spyrja frambjóðendur í beinni útsendingu Kosningaspjall Vísis hefst næstkomandi mánudag, 10. október, en í þættinum koma fulltrúar þeirra flokka sem bjóða fram til Alþingis í kosningunum þann 29. október og svara spurningum lesenda og áhorfenda Vísis. 7. október 2016 10:00 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Sjá meira
Vésteinn Valgarðsson, oddviti Alþýðufylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, segir að ekki sé hægt að tala um flokkinn sem kommúnistaflokk, en um er að ræða vinstri sinnaðasta framboðið að þessu sinni. Vésteinn segir markmið flokksins ekki endilega að koma manni á þing heldur að koma málstað hans á framfæri. „Við erum ekki kommúnistaflokkur. Ég er kommúnisti og Þorvaldur Þorvaldsson, formaður flokksins, er líka kommúnisti, en flokkurinn er ekki kommúnistaflokkur. Það er vegna þess að ef við tölum um merkingarbæra merkingu þess orðs þá er kommúnistaflokkur miklu strangara fyrirbæri sem gerir meiri kröfur um sömu lífsskoðunina, sömu lífssýnina og mun djúpstæðari hugmyndafræðilega samheldni en Alþýðufylkingin er með,“ sagði Vésteinn í beinni útsendingu í Kosningaspjalli Vísis í morgun.Alþýðufylkingin er í framboði í þriðja sinn. Flokkurinn bauð fyrst fram í alþingiskosningum árið 2013 og fékk innan við eitt prósent atkvæða, og sömuleiðis þegar hann bauð fram í borgarstjórnarkosningum 2014. Alþýðufylkingin mældist með 2,2 prósenta fylgi í síðustu skoðanakönnun Fréttablaðsins og 0,3 prósent í könnun Morgunblaðsins. Vésteinn segir það vel raunhæft að flokkurinn nái manni inn á þing. „Við skerum okkur úr frá öðrum flokkum því tilvera okkar hangir ekki á því hvort við erum inni á þingi eða ekki. Við höfum starfað frá 2013, fyrir utan þings allan þann tíma, en samt starfað ótrauð. Við höfum bara byggt okkur upp og sótt í okkur veðrið og ef við fáum ekki fólk kjörið inn á þing þá fáum við það bara næst. Við stefnum allavega að því og að ná fólki kjörnu inn á þing er auk þess ekki nema hluti af takmarki okkar. Það er líka að koma málstað okkar fyrir augu og eyru kjósenda.“ Viðtalið við Véstein má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en hér fyrir neðan má einnig sjá færsluna af Facebook-síðu Vísis þar sem lesendur gátu spurt spurninga.Kosningaspjall Vísis er hluti af ítarlegri umfjöllun fréttastofu 365 fyrir komandi alþingiskosningar, 29. október næstkomandi. Áhorfendum gefst kostur á að spyrja frambjóðendur spurninga í gegnum Facebook-síðu Vísis á meðan útsendingu stendur. Íslenska þjóðfylkingin verður til viðtals klukkan 13.30 á morgun.Kosningaspjall Vísis: AlþýðufylkinginVésteinn Valgarðsson oddviti Alþýðufylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður mætti í beina útsendingu í fyrsta þætti Kosningaspjalls Vísis. Útsending hefst þegar um 16:30 mínútur eru liðnar af myndskeiðinu hér að neðan.Posted by Vísir.is on Monday, October 10, 2016
Kosningar 2016 X16 Reykjavík Norður Tengdar fréttir Kosningaspjall Vísis: Lesendur spyrja frambjóðendur í beinni útsendingu Kosningaspjall Vísis hefst næstkomandi mánudag, 10. október, en í þættinum koma fulltrúar þeirra flokka sem bjóða fram til Alþingis í kosningunum þann 29. október og svara spurningum lesenda og áhorfenda Vísis. 7. október 2016 10:00 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Sjá meira
Kosningaspjall Vísis: Lesendur spyrja frambjóðendur í beinni útsendingu Kosningaspjall Vísis hefst næstkomandi mánudag, 10. október, en í þættinum koma fulltrúar þeirra flokka sem bjóða fram til Alþingis í kosningunum þann 29. október og svara spurningum lesenda og áhorfenda Vísis. 7. október 2016 10:00