Sigurður Ingi og Sigmundur Davíð hafa enn ekki rætt saman Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. október 2016 10:57 Sigurður Ingi og Sigmundur Davíð á flokksþingi Framsóknar í byrjun október. Vísir/Anton Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi formaður flokksins og oddviti hans í Norðausturkjördæmi hafa ekki enn talað saman eftir flokksþingið sem haldið var 1. og 2. október. Eins og kunnugt er bar Sigurður Ingi þar sigur úr býtum gegn Sigmundi Davíð sem var sitjandi formaður flokksins en það hefur andað vægast sagt köldu á milli þeirra tveggja bæði fyrir og nú eftir flokksþingið. Sigurður Ingi sat fyrir svörum í þættinum Forystusætið á RÚV í gærkvöldi. Þar var hann spurður út í samskipti sín við Sigmund Davíð og hvort þeir hefðu rætt saman eftir flokksþingið. „Nei, við höfum ekki gert það ekki enn en við munum án efa gera það við höfum ekki náð saman. Hann hefur verið fyrir austan annars á sambandsþingi sveitarfélaga á Austurlandi,“ sagði Sigurður Ingi. Jóhanna Vigdís Hjaltasdóttir greip þá orðið og sagði að allir væru með farsíma í dag. Sigurður Ingi brosti og sagðist vita það en aðspurður hvort það væri ekki slæmt að þeir hefðu ekki talað saman því þeir hljóti að þurfa að gera það sagði Sigurður Ingi: „Við munum gera það en við erum auðvitað bara að undirbúa kosningarnar og það hefur verið talsverð vinna í því og mun halda áfram og þar munu allir koma að.“ Hann sagði að þeir hefðu ekki náð saman en að hann hefði þó fengið skilaboð frá Sigmundi Davíð. Aðspurður hvað hefði staðið í þeim skilaboðum sagði hann: „Ja, við munum setjast yfir þetta á næstu dögum.“ Þá sagði Sigurður Ingi það liggja í augum uppi að traustið á milli hans og Sigmundar Davíðs gæti verið betra. „Ég hef ekki kosið að vera að tala um það mikið í fjölmiðlum mér fannst flokksþingið mæting fólks á flokksþingið og hvernig það fór fram sýna að lýðræði innan framsóknarflokksins er haft í hávegum og það kom niðurstaða og við bara vinnum eftir henni og mér finnst allflestir vera að vinna í því.“ Viðtalið við Sigurð Inga má sjá í heild sinni hér á vef RÚV. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigmundi brá þegar hann sá mörg ný andlit stíga úr rútum við Háskólabíó Sigmundur segir að sér hafi brugðið þegar fjöldinn allur af fólki mætti á flokksþingið skömmu fyrir formannskosningarnar um helgina. 5. október 2016 09:30 Sigmundur Davíð þvertekur fyrir að hann eða nokkur tengdur honum hafi gefið fyrirmæli um að rjúfa útsendingu frá flokksþingi Framsóknar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins segist hafa orðið fyrir sjokki að upplifa það að öll þau atriði sem hann óttaðist við pólitíkina áður en hann hóf þátttöku í stjórnmálum hafi komið upp í aðdraganda flokksþings Framsóknar og jafnvel á sjálfu flokksþinginu. 5. október 2016 17:30 „Það verða alltaf sár þegar menn takast á“ Nýkjörinn formaður Framsóknarflokksins segist ekki kvíða komandi verkefnum. 3. október 2016 08:08 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Laxagengd á niðurleið vegna of lítillar veiði Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi formaður flokksins og oddviti hans í Norðausturkjördæmi hafa ekki enn talað saman eftir flokksþingið sem haldið var 1. og 2. október. Eins og kunnugt er bar Sigurður Ingi þar sigur úr býtum gegn Sigmundi Davíð sem var sitjandi formaður flokksins en það hefur andað vægast sagt köldu á milli þeirra tveggja bæði fyrir og nú eftir flokksþingið. Sigurður Ingi sat fyrir svörum í þættinum Forystusætið á RÚV í gærkvöldi. Þar var hann spurður út í samskipti sín við Sigmund Davíð og hvort þeir hefðu rætt saman eftir flokksþingið. „Nei, við höfum ekki gert það ekki enn en við munum án efa gera það við höfum ekki náð saman. Hann hefur verið fyrir austan annars á sambandsþingi sveitarfélaga á Austurlandi,“ sagði Sigurður Ingi. Jóhanna Vigdís Hjaltasdóttir greip þá orðið og sagði að allir væru með farsíma í dag. Sigurður Ingi brosti og sagðist vita það en aðspurður hvort það væri ekki slæmt að þeir hefðu ekki talað saman því þeir hljóti að þurfa að gera það sagði Sigurður Ingi: „Við munum gera það en við erum auðvitað bara að undirbúa kosningarnar og það hefur verið talsverð vinna í því og mun halda áfram og þar munu allir koma að.“ Hann sagði að þeir hefðu ekki náð saman en að hann hefði þó fengið skilaboð frá Sigmundi Davíð. Aðspurður hvað hefði staðið í þeim skilaboðum sagði hann: „Ja, við munum setjast yfir þetta á næstu dögum.“ Þá sagði Sigurður Ingi það liggja í augum uppi að traustið á milli hans og Sigmundar Davíðs gæti verið betra. „Ég hef ekki kosið að vera að tala um það mikið í fjölmiðlum mér fannst flokksþingið mæting fólks á flokksþingið og hvernig það fór fram sýna að lýðræði innan framsóknarflokksins er haft í hávegum og það kom niðurstaða og við bara vinnum eftir henni og mér finnst allflestir vera að vinna í því.“ Viðtalið við Sigurð Inga má sjá í heild sinni hér á vef RÚV.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigmundi brá þegar hann sá mörg ný andlit stíga úr rútum við Háskólabíó Sigmundur segir að sér hafi brugðið þegar fjöldinn allur af fólki mætti á flokksþingið skömmu fyrir formannskosningarnar um helgina. 5. október 2016 09:30 Sigmundur Davíð þvertekur fyrir að hann eða nokkur tengdur honum hafi gefið fyrirmæli um að rjúfa útsendingu frá flokksþingi Framsóknar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins segist hafa orðið fyrir sjokki að upplifa það að öll þau atriði sem hann óttaðist við pólitíkina áður en hann hóf þátttöku í stjórnmálum hafi komið upp í aðdraganda flokksþings Framsóknar og jafnvel á sjálfu flokksþinginu. 5. október 2016 17:30 „Það verða alltaf sár þegar menn takast á“ Nýkjörinn formaður Framsóknarflokksins segist ekki kvíða komandi verkefnum. 3. október 2016 08:08 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Laxagengd á niðurleið vegna of lítillar veiði Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Sjá meira
Sigmundi brá þegar hann sá mörg ný andlit stíga úr rútum við Háskólabíó Sigmundur segir að sér hafi brugðið þegar fjöldinn allur af fólki mætti á flokksþingið skömmu fyrir formannskosningarnar um helgina. 5. október 2016 09:30
Sigmundur Davíð þvertekur fyrir að hann eða nokkur tengdur honum hafi gefið fyrirmæli um að rjúfa útsendingu frá flokksþingi Framsóknar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins segist hafa orðið fyrir sjokki að upplifa það að öll þau atriði sem hann óttaðist við pólitíkina áður en hann hóf þátttöku í stjórnmálum hafi komið upp í aðdraganda flokksþings Framsóknar og jafnvel á sjálfu flokksþinginu. 5. október 2016 17:30
„Það verða alltaf sár þegar menn takast á“ Nýkjörinn formaður Framsóknarflokksins segist ekki kvíða komandi verkefnum. 3. október 2016 08:08