Uppfært: 14:30
Upptöku af beinu útsendingunni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Gunnlaugur Ingvarsson oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður mætir í annan þáttinn af Kosningaspjalli Vísis sem hefst klukkan 13:30 í dag.
Þátturinn verður í beinni útsendingu hér á vefnum sem og á Facebook-síðu Vísis en fylgjast má með útsendingunni í spilaranum hér að ofan.
Áhorfendur geta sent inn spurningar til Gunnlaugs í gegnum útsendinguna á Facebook-síðu Vísis og hvetjum við alla til þess að taka þátt.
Með því að smella hér er hægt að senda inn spurningar.

