Vankantar á utankjörfundaratkvæðagreiðslu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 11. október 2016 14:38 Í kjörklefa gat kjósandinn valið á milli stimpla sem höfðu að geyma alla bókstafi stafrófsins, en ekki eingöngu þá stafi sem stjórnmálaflokkum hefur verið úthlutað. vísir/valli Píratar fengu ábendingu um vankanta á utankjörfundaratkvæðagreiðslu í sendiráði erlendis frá kjósanda sem búsettur er erlendis. Í kjörklefa gat kjósandinn valið á milli stimpla sem höfðu að geyma alla bókstafi stafrófsins, en ekki eingöngu þá stafi sem stjórnmálaflokkum hefur verið úthlutað. Utanríkisráðuneytið hefur brugðist við ábendingu flokksins. Innanríkisráðuneytið hefur gefið þau tilmæli til allra sem annast utankjörfundaratkvæðagreiðslur að stimplar fari ekki í notkun fyrr en framboðsfrestur er útrunninn og öll framboðin komin fram. Framboðsfrestur rennur út þann 14. október. „Við framkvæmd kosninga er nauðsynlegt að rétt kjörgögn séu til staðar og að farið sé eftir leiðbeiningum Innanríkisráðuneytisins í hvívetna til þess að tryggja það að kjósendur geti komið atkvæði sínu til skila og að skýrt sé hvaða listabókstafur tilheyri hvaða flokki,” segir í tilkynningu frá Pírötum. Haft var samband við viðkomandi sendiráð, Innanríkisráðuneytið og Utanríkisráðuneytið. “Það virðist hafa verið einhver skortur á upplýsingaflæði þarna á milli,” segir Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Pírata, í samtali við Vísi. “Staðan núna hjá Utanríkisráðuneytinu er að láta öll sendiráð vita að því hvernig þetta á að vera alveg hundrað prósent.”Tilkynningu Pírata má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.Pírötum barst ábending frá áhyggjufullum kjósanda sem búsettur er erlendis um að utankjörfundaratkvæðagreiðslu væri ábótavant í einu sendiráða Íslands þar sem viðkomandi hafði farið til að kjósa.Þegar í kjörklefann var komið gat kjósandinn valið á milli stimpla sem höfðu að geyma alla bókstafi stafrófsins. Samkvæmt kosningalögum segir í 47.gr XI. Kafla um kjörgögn að: “Kjörgögn til atkvæðagreiðslu utan kjörfundar eru: kjörseðill, kjörseðilsumslag, fylgibréf og sendiumslag, svo og stimplar með listabókstöfum.”Ljóst þykir að skv. kosningalögum ekki er leyfilegt að hafa alla bókstafi stafrófsins frammi, heldur eingöngu stimpla með listabókstöfum þeirra flokka sem bjóða fram í Alþingiskosningum. Auk þess sendir Innanríkisráðuneytið þau tilmæli til þeirra er annast utankjörfundaratkvæðagreiðslur að stimplar fari ekki í notkun fyrr en öll framboð eru komin fram þ.e. þegar framboðsfrestur er útrunninn.Við framkvæmd kosninga er nauðsynlegt að rétt kjörgögn séu til staðar og að farið sé eftir leiðbeiningum Innanríkisráðuneytisins í hvívetna til þess að tryggja það að kjósendur geti komið atkvæði sínu til skila og að skýrt sé hvaða listabókstafur tilheyri hvaða flokki.Píratar rannsökuðu málið nánar og höfðu samband við viðkomandi sendiráð, Innanríkisráðuneytið og Utanríkisráðuneytið. Eftir að Píratar komu þessum athugasemdum á framfæri við ráðuneytin og sendiráðið er nú búið að setja ferli af stað til þess að lagfæra þessa vankanta og samræma utankjörfundaratkvæðagreiðslur og fagna Píratar því.Mikilvægt er að rétt sé staðið að utankjörfundaratkvæðagreiðslum og munu Píratar hafa vakandi auga með framkvæmd þeirra fram að kosningum. Kosningar 2016 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Píratar fengu ábendingu um vankanta á utankjörfundaratkvæðagreiðslu í sendiráði erlendis frá kjósanda sem búsettur er erlendis. Í kjörklefa gat kjósandinn valið á milli stimpla sem höfðu að geyma alla bókstafi stafrófsins, en ekki eingöngu þá stafi sem stjórnmálaflokkum hefur verið úthlutað. Utanríkisráðuneytið hefur brugðist við ábendingu flokksins. Innanríkisráðuneytið hefur gefið þau tilmæli til allra sem annast utankjörfundaratkvæðagreiðslur að stimplar fari ekki í notkun fyrr en framboðsfrestur er útrunninn og öll framboðin komin fram. Framboðsfrestur rennur út þann 14. október. „Við framkvæmd kosninga er nauðsynlegt að rétt kjörgögn séu til staðar og að farið sé eftir leiðbeiningum Innanríkisráðuneytisins í hvívetna til þess að tryggja það að kjósendur geti komið atkvæði sínu til skila og að skýrt sé hvaða listabókstafur tilheyri hvaða flokki,” segir í tilkynningu frá Pírötum. Haft var samband við viðkomandi sendiráð, Innanríkisráðuneytið og Utanríkisráðuneytið. “Það virðist hafa verið einhver skortur á upplýsingaflæði þarna á milli,” segir Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Pírata, í samtali við Vísi. “Staðan núna hjá Utanríkisráðuneytinu er að láta öll sendiráð vita að því hvernig þetta á að vera alveg hundrað prósent.”Tilkynningu Pírata má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.Pírötum barst ábending frá áhyggjufullum kjósanda sem búsettur er erlendis um að utankjörfundaratkvæðagreiðslu væri ábótavant í einu sendiráða Íslands þar sem viðkomandi hafði farið til að kjósa.Þegar í kjörklefann var komið gat kjósandinn valið á milli stimpla sem höfðu að geyma alla bókstafi stafrófsins. Samkvæmt kosningalögum segir í 47.gr XI. Kafla um kjörgögn að: “Kjörgögn til atkvæðagreiðslu utan kjörfundar eru: kjörseðill, kjörseðilsumslag, fylgibréf og sendiumslag, svo og stimplar með listabókstöfum.”Ljóst þykir að skv. kosningalögum ekki er leyfilegt að hafa alla bókstafi stafrófsins frammi, heldur eingöngu stimpla með listabókstöfum þeirra flokka sem bjóða fram í Alþingiskosningum. Auk þess sendir Innanríkisráðuneytið þau tilmæli til þeirra er annast utankjörfundaratkvæðagreiðslur að stimplar fari ekki í notkun fyrr en öll framboð eru komin fram þ.e. þegar framboðsfrestur er útrunninn.Við framkvæmd kosninga er nauðsynlegt að rétt kjörgögn séu til staðar og að farið sé eftir leiðbeiningum Innanríkisráðuneytisins í hvívetna til þess að tryggja það að kjósendur geti komið atkvæði sínu til skila og að skýrt sé hvaða listabókstafur tilheyri hvaða flokki.Píratar rannsökuðu málið nánar og höfðu samband við viðkomandi sendiráð, Innanríkisráðuneytið og Utanríkisráðuneytið. Eftir að Píratar komu þessum athugasemdum á framfæri við ráðuneytin og sendiráðið er nú búið að setja ferli af stað til þess að lagfæra þessa vankanta og samræma utankjörfundaratkvæðagreiðslur og fagna Píratar því.Mikilvægt er að rétt sé staðið að utankjörfundaratkvæðagreiðslum og munu Píratar hafa vakandi auga með framkvæmd þeirra fram að kosningum.
Kosningar 2016 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira