Þjóðverjar halda áfram góðu gengi sínu í undankeppni HM 2018 en liðið vann þægilegan sigur á Norður-Írlandi á heimavelli í kvöld.
Julian Draxler kom þeim þýsku yfir strax eftir 13 mínútur með snyrtilegu skoti utan teigs og Sami Khedira kom heimamönnum í 2-0 með skalla eftir hornspyrnu á 17. mínútu.
Mörkin urðu ekki fleiri og Þjóðverjar eru með níu stig, fullt hús, eftir þrjá leiki í toppsæti riðilsins. Norður-Írar hafa fjögur stig í þriðja æsti riðilsins.
Aserbaídjan heldur áfram að koma á óvart en liðið er með sjö stig í öðru sæti eftir markalaust jafntefli í Tékklandi í kvöld.
Norðmenn unnu svo 4-1 sigur á San Marínó á heimavelli og hafa þrjú stig í fjórða sæti riðilsins. Tékkar hafa tvö stig og San Marínó stigalaust eins og svo oft áður.
Skyldusigur hjá Þjóðverjum sem hafa ekki fengið á sig mark | Sjáðu mörkin
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mest lesið

„Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“
Körfubolti

Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum
Íslenski boltinn

Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn
Körfubolti

Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð
Formúla 1


Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“
Íslenski boltinn



