Svartfellingar gerðu sér lítið fyrir og unnu Dani, 1-0, á Parken í kvöld en leikurinn var í undankeppni HM sem fram fer í Rússlandi árið 2018.
Það var Fatos Beciraj sem kom gestunum yfir eftir rúmlega hálftíma leik. Danir reyndu hvað þeir gátu að jafna metin en allt kom fyrir ekki og tryggðu gestirnir sér þrjú gríðarlega mikilvæg stig.
Svartfellingar eru í efsta sæti riðilsins með sjö stig eftir sigurinn en Danir í því fjórða, aðeins með þrjú stig.
Í sama riðli sigruðu Pólverjar Armena 2-1 í kvöld og Kasakar gerðu markalaust jafntefli við Rúmena á heimavelli sínum.
Danir töpuðu fyrir Svartfellingum á heimavelli | Sjáðu mörkin
Stefán Árni Pálsson skrifar
Mest lesið


„Komum Gylfa Þór meira í boltann“
Fótbolti



Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja
Enski boltinn



„Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“
Íslenski boltinn

