„Stefán er að jafna sig ótrúlega hratt“ Birgir Olgeirsson skrifar 11. október 2016 21:12 Stefán Karl Stefánsson og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir. Vísir/Valli „Nú er slétt vika síðan hann fór í aðgerðina sem gekk mjög vel og Stefán er að jafna sig ótrúlega hratt,“ segir leikkonan og ritstjórinn Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir um baráttu eiginmanns síns og leikarans, Stefáns Karls Stefánssonar, við krabbamein. Steinunn segir frá líðan Stefáns á Facebook-síðu sinni en hún segir illkynja meinið í brishöfðinu eiga upptök sín í gallgöngunum, neðarlega í brishöfðinu. „Og heitir því sjúkdómurinn gallgangakrabbamein eða cholangioarcarcinoma,“ skrifar Steinunn Ólína. Hún segir lækna hafa náð meininu öllu og skurðbrúnir hreinar af krabbameinsfrumum. „Stefán mun þurfa að jafna sig í nokkrar vikur eftir aðgerðina þar sem meltingarvegurinn var endurpípaður en svo hefst svokölluð adjuvant eða fyrirbyggjandi lyfjameðferð í sex mánuði. Gallgangakrabbamein er systurkrabbi briskrabbameins en sjaldgæfari og þess vegna lítt rannsakaður. Á ári hverju greinast 3-5 einstaklingar með gallgangakrabbamein á Íslandi,“ skrifar Steinunn Ólína. Hún segir lækna, hjúkrunarfræðinga og starfsfólk Landspítalans hugsa afar vel um Stefán og þau séu staðráðin í að koma honum aftur til heilsu. „Við fjölskyldan erum staðráðin í því að vanda okkur á þeirri vegferð og glata ekki voninni, gleðinni og ástinni. Það verður ekki fullþakkað að finna þann hlýhug sem okkur er sýndur. Það er í alvöru talað – ómetanlegt.“ Tengdar fréttir Einlægt viðtal við Stefán Karl: "Maður brestur í grát, verður lítill og ósjálfbjarga“ Eftir tæpa viku undirgengst Stefán Karl Stefánsson leikari erfiða aðgerð sem tekur upp undir átta klukkustundir. 29. september 2016 09:52 Aðgerðin á Stefáni Karli gekk að óskum Ekkert óvænt kom upp í aðgerðinni og líður leikaranum eftir atvikum vel. 5. október 2016 09:02 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
„Nú er slétt vika síðan hann fór í aðgerðina sem gekk mjög vel og Stefán er að jafna sig ótrúlega hratt,“ segir leikkonan og ritstjórinn Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir um baráttu eiginmanns síns og leikarans, Stefáns Karls Stefánssonar, við krabbamein. Steinunn segir frá líðan Stefáns á Facebook-síðu sinni en hún segir illkynja meinið í brishöfðinu eiga upptök sín í gallgöngunum, neðarlega í brishöfðinu. „Og heitir því sjúkdómurinn gallgangakrabbamein eða cholangioarcarcinoma,“ skrifar Steinunn Ólína. Hún segir lækna hafa náð meininu öllu og skurðbrúnir hreinar af krabbameinsfrumum. „Stefán mun þurfa að jafna sig í nokkrar vikur eftir aðgerðina þar sem meltingarvegurinn var endurpípaður en svo hefst svokölluð adjuvant eða fyrirbyggjandi lyfjameðferð í sex mánuði. Gallgangakrabbamein er systurkrabbi briskrabbameins en sjaldgæfari og þess vegna lítt rannsakaður. Á ári hverju greinast 3-5 einstaklingar með gallgangakrabbamein á Íslandi,“ skrifar Steinunn Ólína. Hún segir lækna, hjúkrunarfræðinga og starfsfólk Landspítalans hugsa afar vel um Stefán og þau séu staðráðin í að koma honum aftur til heilsu. „Við fjölskyldan erum staðráðin í því að vanda okkur á þeirri vegferð og glata ekki voninni, gleðinni og ástinni. Það verður ekki fullþakkað að finna þann hlýhug sem okkur er sýndur. Það er í alvöru talað – ómetanlegt.“
Tengdar fréttir Einlægt viðtal við Stefán Karl: "Maður brestur í grát, verður lítill og ósjálfbjarga“ Eftir tæpa viku undirgengst Stefán Karl Stefánsson leikari erfiða aðgerð sem tekur upp undir átta klukkustundir. 29. september 2016 09:52 Aðgerðin á Stefáni Karli gekk að óskum Ekkert óvænt kom upp í aðgerðinni og líður leikaranum eftir atvikum vel. 5. október 2016 09:02 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Einlægt viðtal við Stefán Karl: "Maður brestur í grát, verður lítill og ósjálfbjarga“ Eftir tæpa viku undirgengst Stefán Karl Stefánsson leikari erfiða aðgerð sem tekur upp undir átta klukkustundir. 29. september 2016 09:52
Aðgerðin á Stefáni Karli gekk að óskum Ekkert óvænt kom upp í aðgerðinni og líður leikaranum eftir atvikum vel. 5. október 2016 09:02