Bindiskylda á túrista gæti komið næst Sæunn Gísladóttir skrifar 12. október 2016 10:30 Capacent veltir þeirri hugmynd upp að hverjum ferðamanni verði skylt að dvelja í að minnsta kosti einn mánuð á Íslandi til að takmarka innstreymi erlends gjaldeyris og ofris krónunnar. Vísir/Ernir Velta má fyrir sér hvort Seðlabanki Íslands og fjármálastöðugleikaráð þurfi ekki að setja bindiskyldu á erlenda ferðamenn. Að hverjum ferðamanni verði skylt að dvelja hið minnsta í einn mánuð á Íslandi til að takmarka innstreymi erlends gjaldeyris og ofris krónunnar. Þessari hugmynd er varpað fram í Skuldabréfayfirliti Capacent. Í greiningunni kemur fram að umhverfið á gjaldeyrismarkaði sé farið að minna um margt á þá tíma þegar erlendir fjárfestar streymdu til landsins til að kaupa íslenska vexti. Seðlabankinn hafi komið í veg fyrir að slíkt komi fyrir aftur og sett bindiskyldu á erlenda fjárfesta sem fjárfesta á innlendum vaxtamarkaði. Hins vegar stafi hröð og mikil gengisstyrking nú af innstreymi ferðamanna til landsins. „Þetta er eins og vatn, ef þú stíflar vatn á einum stað finnur það sér farveg annars staðar. Þetta er ákveðin ádeila að velta þessu upp. Það er að sjálfsögðu ekki raunhæft að setja bindiskyldu á ferðamenn. Ég er að benda á hættuna af bindiskyldunni sem Seðlabankinn er með,“ segir Snorri Jakobsson, ráðgjafi hjá Capacent.Snorri Jakobsson, ráðgjafi hjá Capacent. Mynd/CapacentFram kemur í greiningunni að fjárfesting í fasteignum og fasteignafélögum komi að stórum hluta í staðinn fyrir fjárfestingu í verðtryggðum skuldabréfum. Leiga fasteignafélaganna sé verðtryggð og skapi stöðugt sjóðstreymi líkt og vaxtagreiðslur. Gengi fasteignafélaganna hafi hækkað mikið síðan í sumar. Það ætti ekki að koma á óvart í ljósi bindiskyldu á vaxtamarkaði sem beini fjárfestum inn á fasteignamarkað. „Það sem maður hefur heyrt er að erlendir fjárfestar séu að skoða það að fara inn á fasteignamarkaðinn eða til fasteignafélaganna. Því í eðli sínu er verðtryggður fasteignasamningur eins og verðtryggt skuldabréf, leigutekjur eru eins og vaxtatekjur. Leigusamningar eru í eðli sínu skuldabréf. Þannig að ef þú mátt ekki fjárfesta í skuldabréfum með vöxtum þá geturðu alveg eins farið á fasteignamarkaðinn og fjárfest þar. Stoppir þú flæðið á einum stað þá fer það á annan,“ segir Snorri. „Hvar ætla þeir að stoppa í bindiskyldunni, er æskilegt að fjármagnið streymi inn á fasteignamarkað sem grefur undan verðbólgumarkmiði Seðlabankans ef verður mikil þensla þar?“ spyr Snorri. Fram kemur í greiningunni að gengi krónunnar styrkist stöðugt og hafi krónan styrkst um 2,9 prósent frá ágústlokum. Gengi pundsins og norsku krónunnar gagnvart krónu hafi ekki verið lægra síðan í mars 2008. Ef gengisstyrking krónunnar heldur áfram er þess ekki langt að bíða að gengi flestra gjaldmiðla gagnvart krónu verði svipað og fyrir bankahrun. Jafnframt eru breytingar í stýrivöxtum taldar ólíklegar fram að áramótum. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Fleiri fréttir Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Sjá meira
Velta má fyrir sér hvort Seðlabanki Íslands og fjármálastöðugleikaráð þurfi ekki að setja bindiskyldu á erlenda ferðamenn. Að hverjum ferðamanni verði skylt að dvelja hið minnsta í einn mánuð á Íslandi til að takmarka innstreymi erlends gjaldeyris og ofris krónunnar. Þessari hugmynd er varpað fram í Skuldabréfayfirliti Capacent. Í greiningunni kemur fram að umhverfið á gjaldeyrismarkaði sé farið að minna um margt á þá tíma þegar erlendir fjárfestar streymdu til landsins til að kaupa íslenska vexti. Seðlabankinn hafi komið í veg fyrir að slíkt komi fyrir aftur og sett bindiskyldu á erlenda fjárfesta sem fjárfesta á innlendum vaxtamarkaði. Hins vegar stafi hröð og mikil gengisstyrking nú af innstreymi ferðamanna til landsins. „Þetta er eins og vatn, ef þú stíflar vatn á einum stað finnur það sér farveg annars staðar. Þetta er ákveðin ádeila að velta þessu upp. Það er að sjálfsögðu ekki raunhæft að setja bindiskyldu á ferðamenn. Ég er að benda á hættuna af bindiskyldunni sem Seðlabankinn er með,“ segir Snorri Jakobsson, ráðgjafi hjá Capacent.Snorri Jakobsson, ráðgjafi hjá Capacent. Mynd/CapacentFram kemur í greiningunni að fjárfesting í fasteignum og fasteignafélögum komi að stórum hluta í staðinn fyrir fjárfestingu í verðtryggðum skuldabréfum. Leiga fasteignafélaganna sé verðtryggð og skapi stöðugt sjóðstreymi líkt og vaxtagreiðslur. Gengi fasteignafélaganna hafi hækkað mikið síðan í sumar. Það ætti ekki að koma á óvart í ljósi bindiskyldu á vaxtamarkaði sem beini fjárfestum inn á fasteignamarkað. „Það sem maður hefur heyrt er að erlendir fjárfestar séu að skoða það að fara inn á fasteignamarkaðinn eða til fasteignafélaganna. Því í eðli sínu er verðtryggður fasteignasamningur eins og verðtryggt skuldabréf, leigutekjur eru eins og vaxtatekjur. Leigusamningar eru í eðli sínu skuldabréf. Þannig að ef þú mátt ekki fjárfesta í skuldabréfum með vöxtum þá geturðu alveg eins farið á fasteignamarkaðinn og fjárfest þar. Stoppir þú flæðið á einum stað þá fer það á annan,“ segir Snorri. „Hvar ætla þeir að stoppa í bindiskyldunni, er æskilegt að fjármagnið streymi inn á fasteignamarkað sem grefur undan verðbólgumarkmiði Seðlabankans ef verður mikil þensla þar?“ spyr Snorri. Fram kemur í greiningunni að gengi krónunnar styrkist stöðugt og hafi krónan styrkst um 2,9 prósent frá ágústlokum. Gengi pundsins og norsku krónunnar gagnvart krónu hafi ekki verið lægra síðan í mars 2008. Ef gengisstyrking krónunnar heldur áfram er þess ekki langt að bíða að gengi flestra gjaldmiðla gagnvart krónu verði svipað og fyrir bankahrun. Jafnframt eru breytingar í stýrivöxtum taldar ólíklegar fram að áramótum.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Fleiri fréttir Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Sjá meira