Rúmenska knattspyrnulandsliðið fór heim frá Kasakstan með eitt stig og lítinn pening þar sem að leikmenn liðsins voru rændir.
Að minnsta kosti tólf leikmenn liðsins lentu í því að peningum var stolið af þeim á hóteli rúmenska liðsins.
Það sem vekur þá mesta athygli er sú staðreynd að nuddbekk liðsins var einnig stolið.
Ekki er búið að finna ræningjana og Rúmenarnir eru ekki bjartsýnir á að fá peningana sína til baka.
