Sjálf segist Whoopi hafa alltaf elskað ljótar jólapeysur og hún klæðist þeim í kringum jólin á hverju einasta ári. Hún segir einnig að hún hafi fengið mikla útrás fyrir sköpunargleðinni þegar hún hannaði þær enda sé margt skrítið í gangi í hausnum hennar.
Hér fyrir neðan má sjá forsmekkinn af peysunum en þær fara á sölu 1.nóvember.

