Meredith segir að strax í upphafi hafi þær sett sér það markmið að útrýma hugtakinu "first ladyish" eða forsetarfrúarlegt. Það hefur verið notað um klæðnað sem þykir fínn, hefðbundinn og sæma forsetafrúum.
Obama og Koop treysta á hvor aðra en Michelle segir Meredith vera einn mikilvægasti starfsmaðurinn á skrifstofu sinni. Hún kunni að velja föt fyrir hvert tilefni, hvort sem það er fyrir fínar veislur, heimsóknir erlendir, hitta hermenn og þar fram eftir götunum.
Sjálf segir Koop að það sé mikill heiður að vinna fyrir forsetafrúnna og hún sé afar opin fyrir því að prófa eitthvað nýtt og taka áhættur.

