Galaxy Note 7 bannaðir í öllu flugi til og frá Bandaríkjunum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. október 2016 08:37 Samsung hefur lent í miklum vandræðum vegna símans. Vísir/EPA Samgönguyfirvöld í Bandaríkjunum hafa lagt blátt bann við því að farþegar og aðrir ferðist með Samsung Galaxy Note 7 síma í flugi til og frá Bandaríkjanna frá og með deginum í dag. BBC greinir frá. Líkt og greint hefur verið frá á þessi gerð síma það til að ofhitna og springa. Vandamálið kom upp í ágúst og þá hvöttu flugmálayfirvöld eigendur símana til þess að ferðast ekki með þá í háloftunum án þess þó að banna það. Samgönguyfirvöld segjast skilja að bannið geti valdið farþegum óþægindum en öryggi flugvéla sé mikilvægara. Segja þau að springi sími um borð í flugvél á lofti geti það skapað stórhættu. Samsung afturkallaði um 2,5 milljónir síma vegna gallans og taldi sig hafa komist fyrir vandann. Svo virðist þó ekki vera raunin enda hafa símtæki sem áttu að vera laus við vandamálið einnig sprungið. Fjölmiðlar ytra hafa velt vöngum yfir því hvort að Samsung viti í raun og veru nákvæmlega hvað sé að símunum en fyrirtækið hefur hefur nú þegar ákveðið að hætta alfarið sölu og framleiðslu á símanum. Talið er að gallinn muni kosta Samsung um 600 milljarða þegar uppi er staðið. Tækni Tengdar fréttir Samsung sendi eigendum Galaxy Note 7 skringilega kassa Eigendur fengu meðal annars hanska og eldvarða kassa til setja símana í. 12. október 2016 10:45 Samsung hættir sölu Galaxy Note 7 Hlutabréf tæknifyrirtækisins lækka verulega í verði. 11. október 2016 07:54 Segja Samsung ekki vita hvað sé að Galaxy Note 7 Samsung hefur ekki komist að því hvað nákvæmlega veldur því að Samsung Galaxy Note 7 sími fyrirtækisins geti ofhitnað og sprungið 12. október 2016 15:35 Galaxy Note 7 kostar Samsung 600 milljarða Fyrirtækið hefur lent í miklum vandræðum með símann. 14. október 2016 11:19 Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Samgönguyfirvöld í Bandaríkjunum hafa lagt blátt bann við því að farþegar og aðrir ferðist með Samsung Galaxy Note 7 síma í flugi til og frá Bandaríkjanna frá og með deginum í dag. BBC greinir frá. Líkt og greint hefur verið frá á þessi gerð síma það til að ofhitna og springa. Vandamálið kom upp í ágúst og þá hvöttu flugmálayfirvöld eigendur símana til þess að ferðast ekki með þá í háloftunum án þess þó að banna það. Samgönguyfirvöld segjast skilja að bannið geti valdið farþegum óþægindum en öryggi flugvéla sé mikilvægara. Segja þau að springi sími um borð í flugvél á lofti geti það skapað stórhættu. Samsung afturkallaði um 2,5 milljónir síma vegna gallans og taldi sig hafa komist fyrir vandann. Svo virðist þó ekki vera raunin enda hafa símtæki sem áttu að vera laus við vandamálið einnig sprungið. Fjölmiðlar ytra hafa velt vöngum yfir því hvort að Samsung viti í raun og veru nákvæmlega hvað sé að símunum en fyrirtækið hefur hefur nú þegar ákveðið að hætta alfarið sölu og framleiðslu á símanum. Talið er að gallinn muni kosta Samsung um 600 milljarða þegar uppi er staðið.
Tækni Tengdar fréttir Samsung sendi eigendum Galaxy Note 7 skringilega kassa Eigendur fengu meðal annars hanska og eldvarða kassa til setja símana í. 12. október 2016 10:45 Samsung hættir sölu Galaxy Note 7 Hlutabréf tæknifyrirtækisins lækka verulega í verði. 11. október 2016 07:54 Segja Samsung ekki vita hvað sé að Galaxy Note 7 Samsung hefur ekki komist að því hvað nákvæmlega veldur því að Samsung Galaxy Note 7 sími fyrirtækisins geti ofhitnað og sprungið 12. október 2016 15:35 Galaxy Note 7 kostar Samsung 600 milljarða Fyrirtækið hefur lent í miklum vandræðum með símann. 14. október 2016 11:19 Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Samsung sendi eigendum Galaxy Note 7 skringilega kassa Eigendur fengu meðal annars hanska og eldvarða kassa til setja símana í. 12. október 2016 10:45
Samsung hættir sölu Galaxy Note 7 Hlutabréf tæknifyrirtækisins lækka verulega í verði. 11. október 2016 07:54
Segja Samsung ekki vita hvað sé að Galaxy Note 7 Samsung hefur ekki komist að því hvað nákvæmlega veldur því að Samsung Galaxy Note 7 sími fyrirtækisins geti ofhitnað og sprungið 12. október 2016 15:35
Galaxy Note 7 kostar Samsung 600 milljarða Fyrirtækið hefur lent í miklum vandræðum með símann. 14. október 2016 11:19