Stórt skref stigið í baráttunni við loftlagsbreytingar Heimir Már Pétursson skrifar 15. október 2016 09:39 John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og , Shri Anil Madhav Dave, umhverfisráðherra Indlands á fundinum. Vísir/Getty Tilkynnt var á ráðstefnu í Rúanda í morgun að 197 ríki og svæði hefðu náð samkomulagi um að draga stórlega úr notkun gróðurhúsalofttegunda í ísskápum og loftkælikerfum. Þetta er talið stórt skref í baráttunni á móti skaðlegum loftlagsbreytingum á jörðinni. Tvö stærstu hagkerfi heims, Bandaríkin og Kína eru hluti af samkomulaginu. Samkvæmt því verða ríki flokkuð í þrjá flokka varðandi niðurskurð á notkun tækja sem nota hydroflúorkarbón, vetnisflúorkolefni, sem eru aðallega ísskápar og loftkælikerfi. En þetta efni er talið geta valdið tíu þúsund sinnum meiri skaða á andrúmsloftinu en koltvísýringur. Vincent Biruta ráðherra náttúruauðlinda í Rúanda greindi frá samkomulaginu við sólarupprás þar í morgun og brutust út mikil fagnaðarlæti þegar ljóst var að samkomulag hefði náðst. Þróuð ríki í Evrópu og Norður-Ameríku munu draga úr notkun hinna skaðlegu efna um tíu prósent fyrir árið 2019 og um 85 prósent fyrir árið 2036. Önnur lönd munu stöðva aukningu á notkun þessara efna ýmist fyrir 2024 eða 2028 og eftir það draga úr notkuninni í skrefum. Þróunarlöndin fá rýmri tíma en þróuð ríki þar sem millistéttin vex hratt í mörgum þeirra sem og vegna heitara loftlags en á norðurslóðum. Þá óttast Indverjar að ströng skilyrði í þessum efnum gætu dregið úr hröðum vexti efnahagslífsins hjá þeim. Þetta er annað stóra skrefið sem stigið er á stuttum tíma í baráttunni gegn loftlagsbreytingunum, en í síðustu viku varð Parísar-samkomulagið í loftlagsmálum bindandi fyrir ríki heims eftir að Indland, Kanada og Evrópuþingið staðfestu það. Loftslagsmál Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Sjá meira
Tilkynnt var á ráðstefnu í Rúanda í morgun að 197 ríki og svæði hefðu náð samkomulagi um að draga stórlega úr notkun gróðurhúsalofttegunda í ísskápum og loftkælikerfum. Þetta er talið stórt skref í baráttunni á móti skaðlegum loftlagsbreytingum á jörðinni. Tvö stærstu hagkerfi heims, Bandaríkin og Kína eru hluti af samkomulaginu. Samkvæmt því verða ríki flokkuð í þrjá flokka varðandi niðurskurð á notkun tækja sem nota hydroflúorkarbón, vetnisflúorkolefni, sem eru aðallega ísskápar og loftkælikerfi. En þetta efni er talið geta valdið tíu þúsund sinnum meiri skaða á andrúmsloftinu en koltvísýringur. Vincent Biruta ráðherra náttúruauðlinda í Rúanda greindi frá samkomulaginu við sólarupprás þar í morgun og brutust út mikil fagnaðarlæti þegar ljóst var að samkomulag hefði náðst. Þróuð ríki í Evrópu og Norður-Ameríku munu draga úr notkun hinna skaðlegu efna um tíu prósent fyrir árið 2019 og um 85 prósent fyrir árið 2036. Önnur lönd munu stöðva aukningu á notkun þessara efna ýmist fyrir 2024 eða 2028 og eftir það draga úr notkuninni í skrefum. Þróunarlöndin fá rýmri tíma en þróuð ríki þar sem millistéttin vex hratt í mörgum þeirra sem og vegna heitara loftlags en á norðurslóðum. Þá óttast Indverjar að ströng skilyrði í þessum efnum gætu dregið úr hröðum vexti efnahagslífsins hjá þeim. Þetta er annað stóra skrefið sem stigið er á stuttum tíma í baráttunni gegn loftlagsbreytingunum, en í síðustu viku varð Parísar-samkomulagið í loftlagsmálum bindandi fyrir ríki heims eftir að Indland, Kanada og Evrópuþingið staðfestu það.
Loftslagsmál Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Sjá meira