Segir Pírata opinbera sig sem vinstriflokk Snærós Sindradóttir skrifar 17. október 2016 06:45 Píratar vilja byggja stjórnarmyndunarviðræðurnar við fimm grunnáherslumál sín. Þau eru ný stjórnarskrá, auðlindir í almannaþágu, gjaldfrjáls heilbrigðisþjónusta, aukin þátttaka almennings í ákvarðanatöku og átak gegn spillingu. vísir/friðrik þór „Ég myndi segja að þetta útspil þeirra hafi floppað. Viðreisn tekur ekki vel í þetta og Björt framtíð er líka skeptísk á þetta,“ segir Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra um tilboð Pírata til stjórnarandstöðuflokkanna þriggja og Viðreisnar að mynda kosningabandalag og kynna niðurstöðu viðræðnanna tveimur dögum fyrir kjördag. Tillaga Pírata var kynnt á blaðamannafundi í gær þar sem Birgitta Jónsdóttir þingmaður las upp tilkynningu þess efnis að sú hefð hefði skapast í íslenskum stjórnmálum að loforð væru svikin eftir kosningar. Markmið áætlana Pírata sé að kjósendur viti fyrirfram hvað flokkarnir ætli sér að standa við og geti tekið upplýstari ákvörðun um val sitt á kjördag. Þá sagði í yfirlýsingunni að Píratar muni ekki taka þátt í ríkisstjórnarsamstarfi með þeim flokkum sem ekki geti skuldbundið sig til ákveðinna verka fyrir kosningar.Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar.vísir/eyþór„Þeir hafa algjörlega kastað grímunni. Ég held að margir hafi litið svo á að hér væri um einhvern óhefðbundinn flokk að ræða en hér er bara um gamaldags vinstriflokk að ræða,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, varaþingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Hann segir þó ekki koma á óvart ef Viðreisn vill fara í vinstristjórn því þeir hafi ekki farið í felur með að vilja starfa til vinstri. Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar segir að með þessu séu Píratar að stilla Viðreisn upp sem hækju stjórnvalda vegna þess hve erfitt Viðreisn eigi með að svara kalli um stjórnarmyndunarviðræður. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, er ekki alveg sammála því. „Okkur finnst eðlilegt að við sem nýr flokkur stillum upp okkar baráttumálum sem við teljum að eigi erindi við kjósendur. Þetta horfir öðruvísi fyrir okkur en þeim sem eru búnir að vera á þingi. Ég hugsa að við séum kannski harðari á því en einhverjir flokkar að vilja ná okkar stefnumálum fram.“ Þeir stjórnmálamenn sem Fréttablaðið ræddi við voru sammála um hæpið væri að ná að mynda drög að stjórnarsáttmála á næstu þrettán dögum samhliða því að vera í kosningabaráttu, sérstaklega þegar fylgið er á jafn mikilli hreyfingu og raun ber vitni. Innanbúðarmaður í Sjálfstæðisflokknum sagði útspilið hreinan og kláran dónaskap við þá flokka sem boðaðir væru til stjórnarmyndunarinnar. Flokksmenn Samfylkingar virðast þó hvað ánægðastir með framtakið og vilja margir ráðast á fullt í viðræðurnar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar boða fjóra flokka til viðræðna um samstarf Píratar hafa sent forsvarsmönnum Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Samfylkinginnar bréf þar sem Píratar lýsa sig reiðubúna til þess að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður fyrir komandi alþingiskosningar. 16. október 2016 11:19 Útspil Pírata óþörf klækjastjórnmál Píratar hafa boðað formenn fjögurra flokka til fundar við sig um mögulegt stjórnarsamstarf og drög að stjórnarsáttmála sem kynna á tveimur dögum fyrir kosningar. 17. október 2016 06:00 Stjórnarflokkunum ekki boðið: „Furðulegt að ætla að tækla spillingu með flokkum sem hafa verið kenndir við spillingarmál“ Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum er ekki boðið með í þær viðræður sem Píratar ætla sér að fara í við fjóra flokka 16. október 2016 11:45 Formaður Samfylkingarinnar þegar mælt sér mót við Pírata Formenn flokkanna sem fengu boð um viðræður Pírata bregðast við. 16. október 2016 13:32 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Sjá meira
„Ég myndi segja að þetta útspil þeirra hafi floppað. Viðreisn tekur ekki vel í þetta og Björt framtíð er líka skeptísk á þetta,“ segir Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra um tilboð Pírata til stjórnarandstöðuflokkanna þriggja og Viðreisnar að mynda kosningabandalag og kynna niðurstöðu viðræðnanna tveimur dögum fyrir kjördag. Tillaga Pírata var kynnt á blaðamannafundi í gær þar sem Birgitta Jónsdóttir þingmaður las upp tilkynningu þess efnis að sú hefð hefði skapast í íslenskum stjórnmálum að loforð væru svikin eftir kosningar. Markmið áætlana Pírata sé að kjósendur viti fyrirfram hvað flokkarnir ætli sér að standa við og geti tekið upplýstari ákvörðun um val sitt á kjördag. Þá sagði í yfirlýsingunni að Píratar muni ekki taka þátt í ríkisstjórnarsamstarfi með þeim flokkum sem ekki geti skuldbundið sig til ákveðinna verka fyrir kosningar.Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar.vísir/eyþór„Þeir hafa algjörlega kastað grímunni. Ég held að margir hafi litið svo á að hér væri um einhvern óhefðbundinn flokk að ræða en hér er bara um gamaldags vinstriflokk að ræða,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, varaþingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Hann segir þó ekki koma á óvart ef Viðreisn vill fara í vinstristjórn því þeir hafi ekki farið í felur með að vilja starfa til vinstri. Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar segir að með þessu séu Píratar að stilla Viðreisn upp sem hækju stjórnvalda vegna þess hve erfitt Viðreisn eigi með að svara kalli um stjórnarmyndunarviðræður. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, er ekki alveg sammála því. „Okkur finnst eðlilegt að við sem nýr flokkur stillum upp okkar baráttumálum sem við teljum að eigi erindi við kjósendur. Þetta horfir öðruvísi fyrir okkur en þeim sem eru búnir að vera á þingi. Ég hugsa að við séum kannski harðari á því en einhverjir flokkar að vilja ná okkar stefnumálum fram.“ Þeir stjórnmálamenn sem Fréttablaðið ræddi við voru sammála um hæpið væri að ná að mynda drög að stjórnarsáttmála á næstu þrettán dögum samhliða því að vera í kosningabaráttu, sérstaklega þegar fylgið er á jafn mikilli hreyfingu og raun ber vitni. Innanbúðarmaður í Sjálfstæðisflokknum sagði útspilið hreinan og kláran dónaskap við þá flokka sem boðaðir væru til stjórnarmyndunarinnar. Flokksmenn Samfylkingar virðast þó hvað ánægðastir með framtakið og vilja margir ráðast á fullt í viðræðurnar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar boða fjóra flokka til viðræðna um samstarf Píratar hafa sent forsvarsmönnum Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Samfylkinginnar bréf þar sem Píratar lýsa sig reiðubúna til þess að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður fyrir komandi alþingiskosningar. 16. október 2016 11:19 Útspil Pírata óþörf klækjastjórnmál Píratar hafa boðað formenn fjögurra flokka til fundar við sig um mögulegt stjórnarsamstarf og drög að stjórnarsáttmála sem kynna á tveimur dögum fyrir kosningar. 17. október 2016 06:00 Stjórnarflokkunum ekki boðið: „Furðulegt að ætla að tækla spillingu með flokkum sem hafa verið kenndir við spillingarmál“ Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum er ekki boðið með í þær viðræður sem Píratar ætla sér að fara í við fjóra flokka 16. október 2016 11:45 Formaður Samfylkingarinnar þegar mælt sér mót við Pírata Formenn flokkanna sem fengu boð um viðræður Pírata bregðast við. 16. október 2016 13:32 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Sjá meira
Píratar boða fjóra flokka til viðræðna um samstarf Píratar hafa sent forsvarsmönnum Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Samfylkinginnar bréf þar sem Píratar lýsa sig reiðubúna til þess að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður fyrir komandi alþingiskosningar. 16. október 2016 11:19
Útspil Pírata óþörf klækjastjórnmál Píratar hafa boðað formenn fjögurra flokka til fundar við sig um mögulegt stjórnarsamstarf og drög að stjórnarsáttmála sem kynna á tveimur dögum fyrir kosningar. 17. október 2016 06:00
Stjórnarflokkunum ekki boðið: „Furðulegt að ætla að tækla spillingu með flokkum sem hafa verið kenndir við spillingarmál“ Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum er ekki boðið með í þær viðræður sem Píratar ætla sér að fara í við fjóra flokka 16. október 2016 11:45
Formaður Samfylkingarinnar þegar mælt sér mót við Pírata Formenn flokkanna sem fengu boð um viðræður Pírata bregðast við. 16. október 2016 13:32