Enn fleiri flugfélög banna Samsung Galaxy Note 7 Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 16. október 2016 22:07 Galaxy Note 7 var innkallaður af Samsung fyrr í haust. MYND/GETTY Vandræði tengd nýjasta síma Samsung, Galaxy Note 7, virðast engan endi ætla að taka. Í gær bönnuðu bandarísk og kanadísk símann í flugvélum og nú hafa flugfélög í Ástralíu, Asíu og Evrópu gert slíkt hið sama. Air Berlin, Dragonair og Virgin Australia eru meðal þeirra sem hafa tekið upp blátt bann við símanum. Qantas, og dótturfyrirtæki þess Jetstar, gáfu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem sagði að „bannið nær yfir öll símtæki sem eru meðferðis í flugvélum, í handfarangri sem og í innrituðum farangri.“ Air Berlin hefur bannað símtækin í öllu flugi. Keppinautur þeirra Lufthansa hefur bannað símann í öllu flugi til og frá Bandaríkjunum, en búist er við að þau banni símann í öllu flugi á næstu dögum. Singapore Airlines sagði í yfirlýsingu á Facebook síðu sinni að „Galaxy Note 7 snjallsíminn verður bannaður í öllum okkar flugvélum, í handfarangri og innrituðum farangri, frá 16. október.“ Frægt er nú orðið að símar af þessari gerð eigi það til að ofhitna og springa. Vandamálið kom upp í ágúst og þá hvöttu flugmálayfirvöld eigendur símana til þess að ferðast ekki með þá í háloftunum án þess þó að banna það. Ekki er enn vitað hvað veldur því að símarnir ofhitni, en talið er að gallinn muni kosta Samsung um 600 milljarða þegar uppi er staðið og alfarið hætt sölu og framleiðslu á símanum. Tækni Tengdar fréttir Galaxy Note 7 bannaðir í öllu flugi til og frá Bandaríkjunum Samgönguyfirvöld í Bandaríkjunum hafa lagt blátt bann við því að farþegar og aðrir ferðist með Samsung Galaxy Note 7 síma í flugi til og frá Bandaríkjanna frá og með deginum í dag. 15. október 2016 08:37 Kanadísk yfirvöld banna Samsung Galaxy Note 7 í flugferðum Samgönguyfirvöld í Kanada hafa nú bannað að Samsung Galaxy Note 7 símar séu meðferðis í flugferðum. 15. október 2016 21:13 Mest lesið „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Vandræði tengd nýjasta síma Samsung, Galaxy Note 7, virðast engan endi ætla að taka. Í gær bönnuðu bandarísk og kanadísk símann í flugvélum og nú hafa flugfélög í Ástralíu, Asíu og Evrópu gert slíkt hið sama. Air Berlin, Dragonair og Virgin Australia eru meðal þeirra sem hafa tekið upp blátt bann við símanum. Qantas, og dótturfyrirtæki þess Jetstar, gáfu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem sagði að „bannið nær yfir öll símtæki sem eru meðferðis í flugvélum, í handfarangri sem og í innrituðum farangri.“ Air Berlin hefur bannað símtækin í öllu flugi. Keppinautur þeirra Lufthansa hefur bannað símann í öllu flugi til og frá Bandaríkjunum, en búist er við að þau banni símann í öllu flugi á næstu dögum. Singapore Airlines sagði í yfirlýsingu á Facebook síðu sinni að „Galaxy Note 7 snjallsíminn verður bannaður í öllum okkar flugvélum, í handfarangri og innrituðum farangri, frá 16. október.“ Frægt er nú orðið að símar af þessari gerð eigi það til að ofhitna og springa. Vandamálið kom upp í ágúst og þá hvöttu flugmálayfirvöld eigendur símana til þess að ferðast ekki með þá í háloftunum án þess þó að banna það. Ekki er enn vitað hvað veldur því að símarnir ofhitni, en talið er að gallinn muni kosta Samsung um 600 milljarða þegar uppi er staðið og alfarið hætt sölu og framleiðslu á símanum.
Tækni Tengdar fréttir Galaxy Note 7 bannaðir í öllu flugi til og frá Bandaríkjunum Samgönguyfirvöld í Bandaríkjunum hafa lagt blátt bann við því að farþegar og aðrir ferðist með Samsung Galaxy Note 7 síma í flugi til og frá Bandaríkjanna frá og með deginum í dag. 15. október 2016 08:37 Kanadísk yfirvöld banna Samsung Galaxy Note 7 í flugferðum Samgönguyfirvöld í Kanada hafa nú bannað að Samsung Galaxy Note 7 símar séu meðferðis í flugferðum. 15. október 2016 21:13 Mest lesið „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Galaxy Note 7 bannaðir í öllu flugi til og frá Bandaríkjunum Samgönguyfirvöld í Bandaríkjunum hafa lagt blátt bann við því að farþegar og aðrir ferðist með Samsung Galaxy Note 7 síma í flugi til og frá Bandaríkjanna frá og með deginum í dag. 15. október 2016 08:37
Kanadísk yfirvöld banna Samsung Galaxy Note 7 í flugferðum Samgönguyfirvöld í Kanada hafa nú bannað að Samsung Galaxy Note 7 símar séu meðferðis í flugferðum. 15. október 2016 21:13