Benedikt útilokar ríkisstjórnarsamstarf með núverandi stjórnarflokkum Jakob Bjarnar skrifar 18. október 2016 10:25 Benedikt segir Sjálfstæðisflokkinn vera Framsóknarflokk. visir/gva Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, útilokar þann möguleika að Viðreisn myndi stjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki að loknum kosningum. Benedikt var í viðtali í þættinum Harmageddon á X-inu í morgun. Benedikt hefur mátt svara fyrir það allt frá því að flokkurinn lét að sér kveða í kosningabaráttu hvort Viðreisn væri ekki hækja Sjálfstæðisflokksins eða einhvers konar útgáfa af honum? Enda má segja að tilurð flokksins megi rekja til kosningasvika Sjálfstæðisflokksins í ESB-aðildarviðræðumálinu og margir stofnfélaga koma úr Sjálfstæðisflokknum. Útspil Pírata um síðustu helgi, þess efnis að fram fari viðræður milli þeirra, Viðreisnar, Samfylkingar og VG um einskonar kosningabandalag fyrir kosningar vakti mikla athygli. Viðreisn hefur hins vegar tekið fremur dræmt í slíkt boð sem hefur vakið þær raddir að Viðreisn hafi það eitt í hyggju að vera þriðja hjól í ríkisstjórnarsamstarfi núverandi stjórnarflokka. Benedikt tók af öll tvímæli í morgun í samtali við þá Frosta Logason og Mána Pétursson; sagði áherslur Viðreisnar í veigamiklum atriðum frábrugðnar þeim sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt uppúr með á yfirstandandi kjörtímabili. Reyndar í öllum veigamestu málum. „Það verður ekki slík ríkisstjórn,“ sagði Benedikt þegar gengið var á hann með það að atkvæði greitt Viðreisn væri ekki atkvæði greitt núverandi stjórn. Þá vakti athygli að Benedikt kallaði Sjálfstæðisflokkinn Framsóknarflokk í þættinum Forystusætið á Ríkisútvarpinu í gærkvöldi. Hann vandaði þeim reyndar ekki kveðjurnar og sagði að Viðreisn væri ekki stofnað með það fyrir augum að næla sér í ráðherrastóla. Kosningar 2016 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, útilokar þann möguleika að Viðreisn myndi stjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki að loknum kosningum. Benedikt var í viðtali í þættinum Harmageddon á X-inu í morgun. Benedikt hefur mátt svara fyrir það allt frá því að flokkurinn lét að sér kveða í kosningabaráttu hvort Viðreisn væri ekki hækja Sjálfstæðisflokksins eða einhvers konar útgáfa af honum? Enda má segja að tilurð flokksins megi rekja til kosningasvika Sjálfstæðisflokksins í ESB-aðildarviðræðumálinu og margir stofnfélaga koma úr Sjálfstæðisflokknum. Útspil Pírata um síðustu helgi, þess efnis að fram fari viðræður milli þeirra, Viðreisnar, Samfylkingar og VG um einskonar kosningabandalag fyrir kosningar vakti mikla athygli. Viðreisn hefur hins vegar tekið fremur dræmt í slíkt boð sem hefur vakið þær raddir að Viðreisn hafi það eitt í hyggju að vera þriðja hjól í ríkisstjórnarsamstarfi núverandi stjórnarflokka. Benedikt tók af öll tvímæli í morgun í samtali við þá Frosta Logason og Mána Pétursson; sagði áherslur Viðreisnar í veigamiklum atriðum frábrugðnar þeim sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt uppúr með á yfirstandandi kjörtímabili. Reyndar í öllum veigamestu málum. „Það verður ekki slík ríkisstjórn,“ sagði Benedikt þegar gengið var á hann með það að atkvæði greitt Viðreisn væri ekki atkvæði greitt núverandi stjórn. Þá vakti athygli að Benedikt kallaði Sjálfstæðisflokkinn Framsóknarflokk í þættinum Forystusætið á Ríkisútvarpinu í gærkvöldi. Hann vandaði þeim reyndar ekki kveðjurnar og sagði að Viðreisn væri ekki stofnað með það fyrir augum að næla sér í ráðherrastóla.
Kosningar 2016 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira