Markvörður Tottenham, Hugo Lloris, var hæstánægður með markalausa jafnteflið gegn Bayer Leverkusen í Þýskalandi í kvöld.
„Við getum verið ánægðir með stigið. Jafntefli er fín úrslit. Við nýttum ekki okkar færi í fyrri hálfleik og í svona erfiðum leikjum er erfitt að vinna ef við nýtum ekki færin,“ sagði Lloris glöggur.
„Leikurinn snérist í síðari hálfleik og þá setti Leverkusen mikla pressu á okkur. Á endanum var þvi fínt að fá stig. Við eigum að labba kátir frá þessum leik og við sjáum svo hvað setur eftir tvær vikur.“
Lloris átti eina rosalega markvörslu í leiknum er hann varði frá Chicharito sem var í algjöru dauðafæri.
„Maður þarf að vera heppinn til að verja svona skot og þarna bjargaði ég marki. Þetta var gríðarlega mikilvægt.“
Lloris: Jafntefli er fín úrslit

Tengdar fréttir

Gott stig hjá Spurs
Ekkert mark var skorað í leik Bayer Leverkusen og Tottenham í E-riðli Meistaradeildarinnar í kvöld.