Stjórnarflokkarnir eiga litla möguleika á stjórnarmyndun eftir kosningar Heimir Már Pétursson skrifar 19. október 2016 19:15 Engir flokkar gætu myndað tveggja flokka ríkisstjórn að afloknum kosningum miðað nýjustu könnun Stöðvar 2, Fréttablaðsins og Vísis. Stjórnarflokkarnir gætu átt erfitt með að komast í stjórn vegna andstöðu við þá innan Pírata og Vinstri grænna sem yrðu stærstu flokkarnir á þingi ásamt Sjálfstæðisflokknum. Sjálfstæðistflokkurinn nýtur mest fylgis með 23,7 prósent og fengi 17 þingmenn samkvæmt könnun fréttastofunnar sem birt er í Fréttablaðinu í dag. Píratar fylgja þar á eftir með 20,7 prósent og 14 þingmenn og Vinstri græn mælast nú með 19,2 prósent og fengju 13 þingmenn. Það má því telja líklegt að Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands myndi fela forystumanni einhverra þessara þriggja flokka stjórnarmyndunarumboðið ef þetta yrði niðurstaða kosninga.Þá kæmu einungis þriggja eða fjögurra flokka ríkisstjórnir til greina til að mynda meirihluta á Alþingi, þar af eru sex stjórnarmynstur með Sjálfstæðisflokknum innanborðs. Ríkisstjórn núverandi stjórnarflokka auk Pírata hefði mikinn meirihluta á þingi eða 37 þingmenn. En þessi stjórn telst varla líkleg eftir yfirlýsingar Pírata sem vilja ekki vinna með stjórnarflokkunum. Þá myndu stjórnarflokkarnir í stjórn með Vinstri grænum hafa 36 þingmenn en þessi stjórn er heldur ekki mjög líkleg pólitískt séð.Þá gæti Sjálfstæðisflokkurinn myndað þriggja flokka stjórn með Vinstri grænum og Bjartri framtíð með samanlagt 35 þingmönnum eða skipt út Bjartri framtíð fyrir Samfylkinguna eða Viðreisn en slíkar stjórnir hefðu 34 þingmenn á bakvið sig. Og fjögurra flokka stjórn Sjálfstæðisflokks og allra flokka nema Pírata og Framsóknarflokks hefði 43 þingmenn en þetta stjórnarmynstur verður að teljast mjög ólíklegt.Fimm möguleikar stjórnarandstöðuflokkannaFimm möguleikar eru á ríkisstjórn án Sjálfstæðisflokks, tvær þriggja flokka stjórnir og þrjár fjögurra flokka stjórnir. Píratar, Vinstri græn og Framsóknarflokkur gætu myndað stjórn með 33 þingmönnum en ef Framsóknarmönnum yrði skipt út fyrir Bjarta framtíð hefði sú þriggja flokka stjórn 32 þingmenn, sem er minnsti mögulegi meirihlutinn á Alþingi. Ríkisstjórn núverandi fjögurra stjórnarandstöðuflokka á Alþingi hefði ríflegan meirihluta eða 36 þingmenn. Ef Samfylkingin væri ekki með í stjórn væri einnig hægt að mynda 36 þingmanna stjórn ef Viðreisn kæmi í stað Samfylkingarinnar en báðir flokkarnir fengju fjóra þingmenn kjörna samkvæmt könnuninni. Ef Björt framtíð yrði hins vegar einn stjórnarandstöðuflokka utan stjórnar en Viðreisn gengi til liðs við hina þrjá stjórnarandstöðuflokkana, hefði slík fjögurra flokka stjórn 35 þingmenn. Kosningar 2016 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Engir flokkar gætu myndað tveggja flokka ríkisstjórn að afloknum kosningum miðað nýjustu könnun Stöðvar 2, Fréttablaðsins og Vísis. Stjórnarflokkarnir gætu átt erfitt með að komast í stjórn vegna andstöðu við þá innan Pírata og Vinstri grænna sem yrðu stærstu flokkarnir á þingi ásamt Sjálfstæðisflokknum. Sjálfstæðistflokkurinn nýtur mest fylgis með 23,7 prósent og fengi 17 þingmenn samkvæmt könnun fréttastofunnar sem birt er í Fréttablaðinu í dag. Píratar fylgja þar á eftir með 20,7 prósent og 14 þingmenn og Vinstri græn mælast nú með 19,2 prósent og fengju 13 þingmenn. Það má því telja líklegt að Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands myndi fela forystumanni einhverra þessara þriggja flokka stjórnarmyndunarumboðið ef þetta yrði niðurstaða kosninga.Þá kæmu einungis þriggja eða fjögurra flokka ríkisstjórnir til greina til að mynda meirihluta á Alþingi, þar af eru sex stjórnarmynstur með Sjálfstæðisflokknum innanborðs. Ríkisstjórn núverandi stjórnarflokka auk Pírata hefði mikinn meirihluta á þingi eða 37 þingmenn. En þessi stjórn telst varla líkleg eftir yfirlýsingar Pírata sem vilja ekki vinna með stjórnarflokkunum. Þá myndu stjórnarflokkarnir í stjórn með Vinstri grænum hafa 36 þingmenn en þessi stjórn er heldur ekki mjög líkleg pólitískt séð.Þá gæti Sjálfstæðisflokkurinn myndað þriggja flokka stjórn með Vinstri grænum og Bjartri framtíð með samanlagt 35 þingmönnum eða skipt út Bjartri framtíð fyrir Samfylkinguna eða Viðreisn en slíkar stjórnir hefðu 34 þingmenn á bakvið sig. Og fjögurra flokka stjórn Sjálfstæðisflokks og allra flokka nema Pírata og Framsóknarflokks hefði 43 þingmenn en þetta stjórnarmynstur verður að teljast mjög ólíklegt.Fimm möguleikar stjórnarandstöðuflokkannaFimm möguleikar eru á ríkisstjórn án Sjálfstæðisflokks, tvær þriggja flokka stjórnir og þrjár fjögurra flokka stjórnir. Píratar, Vinstri græn og Framsóknarflokkur gætu myndað stjórn með 33 þingmönnum en ef Framsóknarmönnum yrði skipt út fyrir Bjarta framtíð hefði sú þriggja flokka stjórn 32 þingmenn, sem er minnsti mögulegi meirihlutinn á Alþingi. Ríkisstjórn núverandi fjögurra stjórnarandstöðuflokka á Alþingi hefði ríflegan meirihluta eða 36 þingmenn. Ef Samfylkingin væri ekki með í stjórn væri einnig hægt að mynda 36 þingmanna stjórn ef Viðreisn kæmi í stað Samfylkingarinnar en báðir flokkarnir fengju fjóra þingmenn kjörna samkvæmt könnuninni. Ef Björt framtíð yrði hins vegar einn stjórnarandstöðuflokka utan stjórnar en Viðreisn gengi til liðs við hina þrjá stjórnarandstöðuflokkana, hefði slík fjögurra flokka stjórn 35 þingmenn.
Kosningar 2016 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira