Bjarni vildi breytingar á lista á elleftu stundu Jón Hákon Halldórsson skrifar 1. október 2016 07:00 Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Kraganum kom saman í Valhöll í fyrradag þar sem endanleg ákvörðun um framboðslista var tekin. vísir/eyþór Kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi hafði ákveðið á fundi á miðvikudaginn að leggja til við kjördæmaráð að röð efstu manna yrði óbreytt frá niðurstöðum prófkjörsins. Heimildir Fréttablaðsins herma að vegna eindregins vilja Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, hafi röð efstu manna hins vegar verið breytt. Eins og fram hefur komið var ákveðið á fundi kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í fyrrakvöld að Bryndís Haraldsdóttir skipaði annað sæti lista flokksins í Suðvesturkjördæmi. Heimildarmenn Fréttablaðsins segja að breyting í þessa veru hafi verið rædd innan kjörnefndarinnar. Vegna andstöðu þeirra sem voru kjörnir í sæti fyrir ofan Bryndísi í prófkjörinu ákvað nefndin að gera ekki breytingu. Skömmu áður en fundur kjördæmaráðsins hófst á fimmtudagskvöldið gerði Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, kjörnefndinni síðan ljóst að hann teldi nauðsynlegt að röð manna á listanum breyttist og Bryndís yrði sett í annað sætið. Heimildarmenn Fréttablaðsins segja að Bjarni hafi rökstutt kröfu sína með því að vísa í skoðanakannanir og lýst ótta sínum yfir því að með óbreyttum lista myndi fylgi flokksins meðal kvenna hrynja. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins munu kjörnefndarmenn hafa litið svo á að með því að hafna kröfu Bjarna væru þeir að lýsa yfir vantrausti á formann flokksins. Var því ákveðið að fara að tillögunni. Bryndís Haraldsdóttir sagði sjálf í samtali við Vísi í gær að sú breyting sem gerð var á listanum í gær hafi verið mjög óvænt. Hú segist sjálf ekki hafa gert kröfu um að vera færð ofar. Bryndís neitar því ekki að það hafi verið skiptar skoðanir um þá breytingu sem var gerð. „Það var mjög eindregin kosning með þessu en auðvitað skiptist fólk á skoðunum um málið. En formaður flokksins talaði líka mjög fyrir þessari breytingu.“ Sjálfstæðisflokkurinn fékk fimm menn kjörna í Suðvesturkjördæmi í kosningum 2013. Eftir breytingarnar sem gerðar voru í fyrrakvöld er Vilhjálmur Bjarnason alþingismaður í fimmta sæti listans, en náði fjórða sætinu í prófkjöri. Hann var hvergi banginn þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær. „Ég ætla að fá sex inn,“ sagði Vilhjálmur. Spurður hvort breytingin hafi komið honum á óvart, segist hann ekki hafa orðið hissa. „Ég er aldrei hissa í lífinu maður á aldrei að vera hissa,“ sagði Vilhjálmur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Sjá meira
Kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi hafði ákveðið á fundi á miðvikudaginn að leggja til við kjördæmaráð að röð efstu manna yrði óbreytt frá niðurstöðum prófkjörsins. Heimildir Fréttablaðsins herma að vegna eindregins vilja Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, hafi röð efstu manna hins vegar verið breytt. Eins og fram hefur komið var ákveðið á fundi kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í fyrrakvöld að Bryndís Haraldsdóttir skipaði annað sæti lista flokksins í Suðvesturkjördæmi. Heimildarmenn Fréttablaðsins segja að breyting í þessa veru hafi verið rædd innan kjörnefndarinnar. Vegna andstöðu þeirra sem voru kjörnir í sæti fyrir ofan Bryndísi í prófkjörinu ákvað nefndin að gera ekki breytingu. Skömmu áður en fundur kjördæmaráðsins hófst á fimmtudagskvöldið gerði Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, kjörnefndinni síðan ljóst að hann teldi nauðsynlegt að röð manna á listanum breyttist og Bryndís yrði sett í annað sætið. Heimildarmenn Fréttablaðsins segja að Bjarni hafi rökstutt kröfu sína með því að vísa í skoðanakannanir og lýst ótta sínum yfir því að með óbreyttum lista myndi fylgi flokksins meðal kvenna hrynja. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins munu kjörnefndarmenn hafa litið svo á að með því að hafna kröfu Bjarna væru þeir að lýsa yfir vantrausti á formann flokksins. Var því ákveðið að fara að tillögunni. Bryndís Haraldsdóttir sagði sjálf í samtali við Vísi í gær að sú breyting sem gerð var á listanum í gær hafi verið mjög óvænt. Hú segist sjálf ekki hafa gert kröfu um að vera færð ofar. Bryndís neitar því ekki að það hafi verið skiptar skoðanir um þá breytingu sem var gerð. „Það var mjög eindregin kosning með þessu en auðvitað skiptist fólk á skoðunum um málið. En formaður flokksins talaði líka mjög fyrir þessari breytingu.“ Sjálfstæðisflokkurinn fékk fimm menn kjörna í Suðvesturkjördæmi í kosningum 2013. Eftir breytingarnar sem gerðar voru í fyrrakvöld er Vilhjálmur Bjarnason alþingismaður í fimmta sæti listans, en náði fjórða sætinu í prófkjöri. Hann var hvergi banginn þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær. „Ég ætla að fá sex inn,“ sagði Vilhjálmur. Spurður hvort breytingin hafi komið honum á óvart, segist hann ekki hafa orðið hissa. „Ég er aldrei hissa í lífinu maður á aldrei að vera hissa,“ sagði Vilhjálmur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Sjá meira