Sundraður Framsóknarflokkur býr sig undir átök á flokksþingi Sveinn Arnarsson skrifar 1. október 2016 07:00 Sigurður Ingi Jóhannsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafa unnið þétt saman síðustu ár í fremstu víglínu Framsóknarflokksins. Nú hinsvegar eru samskipti þeirra botnfrosin og hafa verið um nokkurt skeið. Margir flokksbundnir Framsóknarmenn kvíða fyrir flokksþingi Framsóknarflokksins sem hefst í dag í Háskólabíói. Á því mun ráðast hver verður næsti formaður flokksins næstu tvö árin að minnsta kosti. Tvær fylkingar takast á og virðast ekki geta unnið saman. Margir óttast að flokkurinn mæti sundurtættur til leiks í kosningabaráttuna að loknu flokksþingi hvernig sem fer. Aðeins fjórar vikur eru til kosninga og því stuttur tími til að sleikja sárin eftir hörð átök. Formaðurinn reyndi þó að slá á létta strengi og sagði flokksmenn hlakka til þingsins eins og um ættarmót væri að ræða í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins.Hitafundur var haldinn í framkvæmdastjórn flokksins í gær. Þar vildu menn ræða dagskrá flokksþingsins en í drögum að dagskrá var ekki gert ráð fyrir ræðu forsætisráðherra. Formaður framkvæmdastjórnarinnar, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, vildi hins vegar ekki ræða dagskrá þingsins og samkvæmt heimildum blaðsins var framkvæmdastjórn gert grein fyrir því að dagskrá flokksþings væri í höndum formanns og framkvæmdastjóra flokksins. Gekk mikið á á fundinum samkvæmt heimildarmönnum Fréttablaðsins og á endanum sleit formaður fundi án niðurstöðu. Stuttu seinna var ný dagskrá sett á vef flokksins en í henni er gert ráð fyrir að allir ráðherrar haldi ræðu á þinginu. Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra þjóðarinnar, fær því að halda fimmtán mínútna ræðu á fundinum, eftir tillögu formanns flokksins.Sigurður Ingi tók við forsæti nýrrar ríkisstjórnar í kjölfar afsagnar Sigmundar Davíðs.Tvær, svo til jafnstórar, blokkir bítast um völdin í Framsóknarflokknum þessa dagana, önnur leidd af formanni flokksins en hin af forsætisráðherra. Stuðningsmenn Sigmundar Davíðs hafa gengið hart fram síðustu daga og sakað andstæðinga hans innan flokksins um launráð í garð Sigmundar og að hanna leikrit sem eigi að sýna einræðistilburði hans í stjórn flokksins. Í samtölum við Framsóknarmenn síðustu daga kemur fram sú skoðun að óánægja með Sigmund Davíð eigi ekki uppruna sinn í Wintris-málinu svokallaða, þegar upp komst um eignir hans í alræmdu skattaskjóli og ósannsögli hans í kjölfarið. Margir vilja meina að stífni hans í garð annarra í stjórnum flokksins hafi gert það að verkum að hann hafi orðið óvinsælli með tímanum meðal flokksmanna í fremstu víglínu. Hafi það síðan komið í ljós á þriðjudeginum í Wintris-vikunni svokölluðu að hann taldi sig til að mynda ekki þurfa að ræða við þingflokkinn þegar hann ákvað að leggja leið sína á Bessastaði með þann tilgang að slíta ríkisstjórn og boða til kosninga. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Sjá meira
Margir flokksbundnir Framsóknarmenn kvíða fyrir flokksþingi Framsóknarflokksins sem hefst í dag í Háskólabíói. Á því mun ráðast hver verður næsti formaður flokksins næstu tvö árin að minnsta kosti. Tvær fylkingar takast á og virðast ekki geta unnið saman. Margir óttast að flokkurinn mæti sundurtættur til leiks í kosningabaráttuna að loknu flokksþingi hvernig sem fer. Aðeins fjórar vikur eru til kosninga og því stuttur tími til að sleikja sárin eftir hörð átök. Formaðurinn reyndi þó að slá á létta strengi og sagði flokksmenn hlakka til þingsins eins og um ættarmót væri að ræða í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins.Hitafundur var haldinn í framkvæmdastjórn flokksins í gær. Þar vildu menn ræða dagskrá flokksþingsins en í drögum að dagskrá var ekki gert ráð fyrir ræðu forsætisráðherra. Formaður framkvæmdastjórnarinnar, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, vildi hins vegar ekki ræða dagskrá þingsins og samkvæmt heimildum blaðsins var framkvæmdastjórn gert grein fyrir því að dagskrá flokksþings væri í höndum formanns og framkvæmdastjóra flokksins. Gekk mikið á á fundinum samkvæmt heimildarmönnum Fréttablaðsins og á endanum sleit formaður fundi án niðurstöðu. Stuttu seinna var ný dagskrá sett á vef flokksins en í henni er gert ráð fyrir að allir ráðherrar haldi ræðu á þinginu. Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra þjóðarinnar, fær því að halda fimmtán mínútna ræðu á fundinum, eftir tillögu formanns flokksins.Sigurður Ingi tók við forsæti nýrrar ríkisstjórnar í kjölfar afsagnar Sigmundar Davíðs.Tvær, svo til jafnstórar, blokkir bítast um völdin í Framsóknarflokknum þessa dagana, önnur leidd af formanni flokksins en hin af forsætisráðherra. Stuðningsmenn Sigmundar Davíðs hafa gengið hart fram síðustu daga og sakað andstæðinga hans innan flokksins um launráð í garð Sigmundar og að hanna leikrit sem eigi að sýna einræðistilburði hans í stjórn flokksins. Í samtölum við Framsóknarmenn síðustu daga kemur fram sú skoðun að óánægja með Sigmund Davíð eigi ekki uppruna sinn í Wintris-málinu svokallaða, þegar upp komst um eignir hans í alræmdu skattaskjóli og ósannsögli hans í kjölfarið. Margir vilja meina að stífni hans í garð annarra í stjórnum flokksins hafi gert það að verkum að hann hafi orðið óvinsælli með tímanum meðal flokksmanna í fremstu víglínu. Hafi það síðan komið í ljós á þriðjudeginum í Wintris-vikunni svokölluðu að hann taldi sig til að mynda ekki þurfa að ræða við þingflokkinn þegar hann ákvað að leggja leið sína á Bessastaði með þann tilgang að slíta ríkisstjórn og boða til kosninga. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Sjá meira