Sigmundur Davíð gekk út af flokksþinginu á meðan Sigurður Ingi var enn í pontu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. október 2016 20:25 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vildi lítið tjá sig við fjölmiðla þegar hann yfirgaf flokksþing Framsóknarflokksins í dag eftir að hann tapaði fyrir Sigurði Inga Jóhannssyni í formannskjörinu. Hann stóð upp og yfirgaf þingið á meðan Sigurður Ingi var enn í ræðustól og bað flokksmenn í salnum um að standa upp og takast í hendur. Ljóst var að Sigmundur Davíð var í töluverðu uppnámi yfir úrslitunum en fjölmiðlamenn eltu hann út úr aðalsal Háskólabíós og inntu hann eftir fyrstu viðbrögðum við niðurstöðu kjörsins. Sigmundur Davíð sagðist svekktur yfir úrslitunum og kvaðst ekki hafa búist við þessari niðurstöðu. Þá sagðist hann vonast til þess að flokkurinn yrði sameinaður en bætti við að hann hefði lýst því að það væri hlutverk formanns að vinna að slíku. Hann vildi síðan ekki segja af eða á varðandi það hvort hann hyggst sitja áfram í oddvitasæti flokksins í Norðausturkjördæmi. Rætt var við Sigurð Inga í kvöldfréttum Stöðvar 2 og hann sagðist ekki kvíða því að vinna með öllum Framsóknarmönnum, burt séð frá því hvern fólk hafði stutt í formannskjörinu. Þá sagðist hann að sjálfsögðu munu reyna að virkja krafta Sigmundar Davíðs innan flokksins. „Eins og ég sagði í ræðu minni þá var Sigmundur svo sannarlega réttur maður á réttum tíma á réttum stað með hugmyndir sem að við höfum síðan verið að vinna úr á liðnum árum og við munum að sjálfsögðu nýta hans krafta sem og allra annarra í flokknum,“ sagði Sigurður Ingi.Í spilaranum hér að ofan má sjá þegar Sigmundur Davíð yfirgaf flokksþingið í dag og frétt Stöðvar 2 má sjá hér að neðan. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigurður Ingi kjörinn formaður Framsóknarflokksins Sigurður Ingi Jóhannsson hafði betur gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Sigurður Ingi hlaut 52 prósent atkvæða. 2. október 2016 15:07 Gunnar Bragi segir að stjórnmálin yrðu litlausari án Sigmundar Davíðs Svarar því ekki hvort hann standi við bakið á nýkjörnum formanni. 2. október 2016 19:23 Sigmundur Davíð segist hafa orðið fyrir vonbrigðum Aðspurður um framhald sitt í flokknum, bæði varðandi efsta sæti hans á lista flokksins í Norðausturkjördæmi og starfið í flokknum almennt, vildi hann ekki segja af né á 2. október 2016 15:26 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vildi lítið tjá sig við fjölmiðla þegar hann yfirgaf flokksþing Framsóknarflokksins í dag eftir að hann tapaði fyrir Sigurði Inga Jóhannssyni í formannskjörinu. Hann stóð upp og yfirgaf þingið á meðan Sigurður Ingi var enn í ræðustól og bað flokksmenn í salnum um að standa upp og takast í hendur. Ljóst var að Sigmundur Davíð var í töluverðu uppnámi yfir úrslitunum en fjölmiðlamenn eltu hann út úr aðalsal Háskólabíós og inntu hann eftir fyrstu viðbrögðum við niðurstöðu kjörsins. Sigmundur Davíð sagðist svekktur yfir úrslitunum og kvaðst ekki hafa búist við þessari niðurstöðu. Þá sagðist hann vonast til þess að flokkurinn yrði sameinaður en bætti við að hann hefði lýst því að það væri hlutverk formanns að vinna að slíku. Hann vildi síðan ekki segja af eða á varðandi það hvort hann hyggst sitja áfram í oddvitasæti flokksins í Norðausturkjördæmi. Rætt var við Sigurð Inga í kvöldfréttum Stöðvar 2 og hann sagðist ekki kvíða því að vinna með öllum Framsóknarmönnum, burt séð frá því hvern fólk hafði stutt í formannskjörinu. Þá sagðist hann að sjálfsögðu munu reyna að virkja krafta Sigmundar Davíðs innan flokksins. „Eins og ég sagði í ræðu minni þá var Sigmundur svo sannarlega réttur maður á réttum tíma á réttum stað með hugmyndir sem að við höfum síðan verið að vinna úr á liðnum árum og við munum að sjálfsögðu nýta hans krafta sem og allra annarra í flokknum,“ sagði Sigurður Ingi.Í spilaranum hér að ofan má sjá þegar Sigmundur Davíð yfirgaf flokksþingið í dag og frétt Stöðvar 2 má sjá hér að neðan.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigurður Ingi kjörinn formaður Framsóknarflokksins Sigurður Ingi Jóhannsson hafði betur gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Sigurður Ingi hlaut 52 prósent atkvæða. 2. október 2016 15:07 Gunnar Bragi segir að stjórnmálin yrðu litlausari án Sigmundar Davíðs Svarar því ekki hvort hann standi við bakið á nýkjörnum formanni. 2. október 2016 19:23 Sigmundur Davíð segist hafa orðið fyrir vonbrigðum Aðspurður um framhald sitt í flokknum, bæði varðandi efsta sæti hans á lista flokksins í Norðausturkjördæmi og starfið í flokknum almennt, vildi hann ekki segja af né á 2. október 2016 15:26 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira
Sigurður Ingi kjörinn formaður Framsóknarflokksins Sigurður Ingi Jóhannsson hafði betur gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Sigurður Ingi hlaut 52 prósent atkvæða. 2. október 2016 15:07
Gunnar Bragi segir að stjórnmálin yrðu litlausari án Sigmundar Davíðs Svarar því ekki hvort hann standi við bakið á nýkjörnum formanni. 2. október 2016 19:23
Sigmundur Davíð segist hafa orðið fyrir vonbrigðum Aðspurður um framhald sitt í flokknum, bæði varðandi efsta sæti hans á lista flokksins í Norðausturkjördæmi og starfið í flokknum almennt, vildi hann ekki segja af né á 2. október 2016 15:26