Útlit er fyrir að slæleg kjörsókn verði til þess að þjóðaratkvæðagreiðsla Ungverja, um flóttamannakvótakerfi Evrópusambandsins, teljist ógild.
Fyrstu útgönguspár bentu til þess að nær allir sem mættu á kjörstað hefðu hafnað tillögunni. Kjörsókn náði hins vegar ekki 50 prósentum sem áskilin eru til að kosningin teljist gild.
Í tillögu Evrópusambandsins felst að um 160.000 flóttamönnum verði dreift á milli aðildarríkja ESB. Hlutur Ungverja er 1.300 manns samkvæmt tillögunni.
Stærstur hluti flóttamanna sem koma til Evrópu hefur viðkomu í Ungverjalandi á leið sinni til landa vestar í Evrópu.
Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Kjörsókn gæti ógilt kosningu

Tengdar fréttir

Vill Ungverjaland úr Evrópusambandinu
Forsætisráðherra Lúxemborgar segir meðferð Ungverja á flóttafólki verða sífellt verri. Ungverjar búa sig nú undir þjóðaratkvæðagreiðslu um stefnu stjórnarinnar.

Mikill meirihluti Ungverja hafnar kvótaflóttafólki
Atkvæðagreiðsla um hvort Ungverjar eigi að veita tæplega 1,300 flóttamönnum hæli í landinu fór fram í dag.