Ósigur Sigmundar Snærós Sindradóttir skrifar 3. október 2016 08:00 Sigurður Ingi Jóhannsson bað fundargesti um að klappa fyrir Sigmundi Davíð í sigurræðu sinni. Sigmundur og eiginkona hans, Anna Sigurlaug Pálsdóttir, tóku ekki undir lófatakið og yfirgáfu salinn skömmu síðar. Fréttablaðið/Anton Brink „Hvernig ætli hann bregðist við ef hann tapar?“ heyrðist einn spyrja í hópi Framsóknarmanna fyrir utan Háskólabíó í gær þegar blaðamann bar að garði. Upphaf formannskjörs hafði dregist á langinn og fundargestir tvístigu óþreyjufullir í stappfullu húsinu. Í anddyrinu stóðu málsvarar stríðandi fylkinga löngum stundum og reyndu að afla sínum mönnum stuðnings yfir kaffibolla. Gunnlaugur Sigmundsson, faðir Sigmundar Davíðs formanns Framsóknarflokksins, sást þar skrafa við menn og einnig Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður flokksins. Guðni sagði einmitt í viðtali við Fréttablaðið þann 13. september síðastliðinn að réttast væri að Sigmundur viki sem formaður. Gunnlaugur brást illa við og sagði Guðna hafa valið tímasetningu árásar sinnar á Sigmund gaumgæfilega.Uppgjör í salnumÍ anddyrinu stóð líka Ásmundur Einar Daðason sem öllum að óvörum var harðorður í garð Sigmundar á fundinum á laugardag. Allir töluðu í hálfum hljóðum um eftirleikinn af ræðu Ásmundar kvöldinu áður. Þá hafði Sigmundur komið í pontu og svarað ræðu Ásmundar. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, stóð upp undir ræðunni eins og í mótmælaskyni. Þegar Sigmundur lauk ræðu sinni elti Eygló hann út, sakaði hann um ósannindi og þau rifust. Að sögn viðstaddra var salurinn í sjokki en atvikið þótti ekki styrkja stöðu Framsóknarflokksins. Það var jafnframt ljóst að fréttir þess efnis að tæknimönnum fundarins hefði verið gert að slökkva á beinni útsendingu flokksins af fundinum undir ræðu Sigurðar Inga daginn áður hjálpuðu Sigmundi ekki. Skyndilega var farið að draga upp mynd af Sigmundi sem manni með einræðistilburði.Fagnaði of snemmaEnginn minntist á Sigurð Inga. Samtöl fundarmanna snerust um góða ræðu Sigmundar á laugardeginum en lakari á sunnudeginum. Þau snerust um möguleg viðbrögð Sigmundar við tapi, sem fæstir bjuggust þó við. Flestir töldu að Sigmundur myndi merja sigur, en naumlega. Margir töluðu um að þrátt fyrir allan sirkusinn í tengslum við eign Sigmundar og eiginkonu hans á aflandsfélaginu Wintris, sem var kröfuhafi í bú föllnu bankanna, væri hann besti maðurinn til að hafa í sínu liði þegar til samningaviðræðna kæmi. Hann væri harður í horn að taka en Sigurður Ingi væri mun mýkri og líklegri til að lúffa. Loks kom að því að fundarmenn voru kallaðir inn í salinn. Formaður kjörstjórnar tilkynnti fyrst að Lilja Alfreðsdóttir hefði hlotið þrjú atkvæði. Næst las hann upp atkvæði Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, 329. Einhver stuðningsmaður Sigmundar í salnum misreiknaði sig hrapallega og hreinlega öskraði af fögnuði þar til formaður kjörstjórnarinnar las upp prósentutöluna 46,8. Það sló þögn á salinn. Sigurður Ingi hafði fengið 370 atkvæði og 52,62 prósent. Fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna.vísir/anton brinkÓvæntur ósigurSigmundur Davíð klappaði ekki fyrir nýjum formanni. Hann sat sem fastast í efri stúku Háskólabíós ásamt eiginkonu sinni. Sigurður Ingi sté í pontu og hóf ræðu sína á að biðja alla um að standa upp og klappa fyrir fráfarandi formanni. Sigmundur sat áfram. Því næst bað hann Framsóknarmenn að taka höndum saman, í bókstaflegri merkingu, og sameinast. Þá fékk Sigmundur nóg og gekk af fundi. Stór og mikill maður reyndi að koma í veg fyrir að fréttamenn næðu að elta Sigmund út. „Ég er náttúrulega svekktur yfir þessari niðurstöðu,“ sagði Sigmundur á leið sinni út af fundinum. Hann svaraði með einföldu „Nei" aðspurður hvort hann hefði búist við þessari niðurstöðu og sagði hvorki af né á um það hvort staða hans sem oddviti í Norðausturkjördæmi væri óbreytt né hvert áframhaldandi starf hans innan flokksins yrði. Benedikt Sigurðsson, aðstoðarmaður Sigurðar Inga og fyrrverandi aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs, sagði við blaðamann að líklega væri þetta stærsti ósigur Sigmundar á allri ævi hans.VísirTvísýnt með framhaldið„Ég hugsa að Sigmundur sé lykilmaður í góðu gengi flokksins. Hann er oddviti í Norðausturkjördæmi og þar þurfa menn auðvitað að setjast niður og velta fyrir sér hlutunum en ég hygg að menn geti unnið saman. Auðvitað þarf bara að meta hvað sé best fyrir Framsóknarflokkinn. Það getur vel verið að það sé best að einhverjir stígi til hliðar, eða sitji áfram,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson um framhald Sigmundar í Framsóknarflokknum. Gunnar varð sjálfur fyrir vonbrigðum með niðurstöðuna enda studdi hann Sigmund og hafði raunar lýst því yfir við Sigurð Inga að hann hyggðist ekki styðja hann sem formann. Sjálfur dró Gunnar Bragi framboð sitt til ritara til baka þegar niðurstaðan var orðin ljós. Heimildir Fréttablaðsins hermdu að á síðustu vikum hefðu Sigurður Ingi og Gunnar Bragi hætt að talast við um tíma vegna formannsframboðs þess fyrrnefnda. Sigurður segir að það verði ekki vandamál áfram. „Við Gunnar Bragi höfum þegar talað saman.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigurður Ingi: "Ég vil að við göngum út sem ein fjölskylda“ Nýkjörinn formaður Framsóknarflokksins bað flokkssystkini sín að takast í hendur. 2. október 2016 15:30 Tæknimönnum Háskólabíós sagt að streyma einungis ræðu Sigmundar Davíðs Ekki komu upp nein vandræði varðandi beina útsendingu frá flokksþingi Framsóknarflokksins í gær. 2. október 2016 12:35 Átök, dramatík og Framsóknarfimma á flokksþingi Það fór vart framhjá mörgum að flokksþing Framsóknar fór fram í Háskólabíói um helgina og að flokksmenn kusu sér nýjan formann í dag. 2. október 2016 22:41 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
„Hvernig ætli hann bregðist við ef hann tapar?“ heyrðist einn spyrja í hópi Framsóknarmanna fyrir utan Háskólabíó í gær þegar blaðamann bar að garði. Upphaf formannskjörs hafði dregist á langinn og fundargestir tvístigu óþreyjufullir í stappfullu húsinu. Í anddyrinu stóðu málsvarar stríðandi fylkinga löngum stundum og reyndu að afla sínum mönnum stuðnings yfir kaffibolla. Gunnlaugur Sigmundsson, faðir Sigmundar Davíðs formanns Framsóknarflokksins, sást þar skrafa við menn og einnig Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður flokksins. Guðni sagði einmitt í viðtali við Fréttablaðið þann 13. september síðastliðinn að réttast væri að Sigmundur viki sem formaður. Gunnlaugur brást illa við og sagði Guðna hafa valið tímasetningu árásar sinnar á Sigmund gaumgæfilega.Uppgjör í salnumÍ anddyrinu stóð líka Ásmundur Einar Daðason sem öllum að óvörum var harðorður í garð Sigmundar á fundinum á laugardag. Allir töluðu í hálfum hljóðum um eftirleikinn af ræðu Ásmundar kvöldinu áður. Þá hafði Sigmundur komið í pontu og svarað ræðu Ásmundar. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, stóð upp undir ræðunni eins og í mótmælaskyni. Þegar Sigmundur lauk ræðu sinni elti Eygló hann út, sakaði hann um ósannindi og þau rifust. Að sögn viðstaddra var salurinn í sjokki en atvikið þótti ekki styrkja stöðu Framsóknarflokksins. Það var jafnframt ljóst að fréttir þess efnis að tæknimönnum fundarins hefði verið gert að slökkva á beinni útsendingu flokksins af fundinum undir ræðu Sigurðar Inga daginn áður hjálpuðu Sigmundi ekki. Skyndilega var farið að draga upp mynd af Sigmundi sem manni með einræðistilburði.Fagnaði of snemmaEnginn minntist á Sigurð Inga. Samtöl fundarmanna snerust um góða ræðu Sigmundar á laugardeginum en lakari á sunnudeginum. Þau snerust um möguleg viðbrögð Sigmundar við tapi, sem fæstir bjuggust þó við. Flestir töldu að Sigmundur myndi merja sigur, en naumlega. Margir töluðu um að þrátt fyrir allan sirkusinn í tengslum við eign Sigmundar og eiginkonu hans á aflandsfélaginu Wintris, sem var kröfuhafi í bú föllnu bankanna, væri hann besti maðurinn til að hafa í sínu liði þegar til samningaviðræðna kæmi. Hann væri harður í horn að taka en Sigurður Ingi væri mun mýkri og líklegri til að lúffa. Loks kom að því að fundarmenn voru kallaðir inn í salinn. Formaður kjörstjórnar tilkynnti fyrst að Lilja Alfreðsdóttir hefði hlotið þrjú atkvæði. Næst las hann upp atkvæði Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, 329. Einhver stuðningsmaður Sigmundar í salnum misreiknaði sig hrapallega og hreinlega öskraði af fögnuði þar til formaður kjörstjórnarinnar las upp prósentutöluna 46,8. Það sló þögn á salinn. Sigurður Ingi hafði fengið 370 atkvæði og 52,62 prósent. Fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna.vísir/anton brinkÓvæntur ósigurSigmundur Davíð klappaði ekki fyrir nýjum formanni. Hann sat sem fastast í efri stúku Háskólabíós ásamt eiginkonu sinni. Sigurður Ingi sté í pontu og hóf ræðu sína á að biðja alla um að standa upp og klappa fyrir fráfarandi formanni. Sigmundur sat áfram. Því næst bað hann Framsóknarmenn að taka höndum saman, í bókstaflegri merkingu, og sameinast. Þá fékk Sigmundur nóg og gekk af fundi. Stór og mikill maður reyndi að koma í veg fyrir að fréttamenn næðu að elta Sigmund út. „Ég er náttúrulega svekktur yfir þessari niðurstöðu,“ sagði Sigmundur á leið sinni út af fundinum. Hann svaraði með einföldu „Nei" aðspurður hvort hann hefði búist við þessari niðurstöðu og sagði hvorki af né á um það hvort staða hans sem oddviti í Norðausturkjördæmi væri óbreytt né hvert áframhaldandi starf hans innan flokksins yrði. Benedikt Sigurðsson, aðstoðarmaður Sigurðar Inga og fyrrverandi aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs, sagði við blaðamann að líklega væri þetta stærsti ósigur Sigmundar á allri ævi hans.VísirTvísýnt með framhaldið„Ég hugsa að Sigmundur sé lykilmaður í góðu gengi flokksins. Hann er oddviti í Norðausturkjördæmi og þar þurfa menn auðvitað að setjast niður og velta fyrir sér hlutunum en ég hygg að menn geti unnið saman. Auðvitað þarf bara að meta hvað sé best fyrir Framsóknarflokkinn. Það getur vel verið að það sé best að einhverjir stígi til hliðar, eða sitji áfram,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson um framhald Sigmundar í Framsóknarflokknum. Gunnar varð sjálfur fyrir vonbrigðum með niðurstöðuna enda studdi hann Sigmund og hafði raunar lýst því yfir við Sigurð Inga að hann hyggðist ekki styðja hann sem formann. Sjálfur dró Gunnar Bragi framboð sitt til ritara til baka þegar niðurstaðan var orðin ljós. Heimildir Fréttablaðsins hermdu að á síðustu vikum hefðu Sigurður Ingi og Gunnar Bragi hætt að talast við um tíma vegna formannsframboðs þess fyrrnefnda. Sigurður segir að það verði ekki vandamál áfram. „Við Gunnar Bragi höfum þegar talað saman.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigurður Ingi: "Ég vil að við göngum út sem ein fjölskylda“ Nýkjörinn formaður Framsóknarflokksins bað flokkssystkini sín að takast í hendur. 2. október 2016 15:30 Tæknimönnum Háskólabíós sagt að streyma einungis ræðu Sigmundar Davíðs Ekki komu upp nein vandræði varðandi beina útsendingu frá flokksþingi Framsóknarflokksins í gær. 2. október 2016 12:35 Átök, dramatík og Framsóknarfimma á flokksþingi Það fór vart framhjá mörgum að flokksþing Framsóknar fór fram í Háskólabíói um helgina og að flokksmenn kusu sér nýjan formann í dag. 2. október 2016 22:41 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Sigurður Ingi: "Ég vil að við göngum út sem ein fjölskylda“ Nýkjörinn formaður Framsóknarflokksins bað flokkssystkini sín að takast í hendur. 2. október 2016 15:30
Tæknimönnum Háskólabíós sagt að streyma einungis ræðu Sigmundar Davíðs Ekki komu upp nein vandræði varðandi beina útsendingu frá flokksþingi Framsóknarflokksins í gær. 2. október 2016 12:35
Átök, dramatík og Framsóknarfimma á flokksþingi Það fór vart framhjá mörgum að flokksþing Framsóknar fór fram í Háskólabíói um helgina og að flokksmenn kusu sér nýjan formann í dag. 2. október 2016 22:41