Körfuknattleikssambandið gaf út í dag sína árlegu spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna í Dominos-deildum karla og kvenna en keppni í þeim hefst í vikunni.
Í Domino´s deild kvenna er Snæfelli spáð fyrsta sæti og nýliðunum Skallagríms er síðan spáð öðru sætinu. Samkvæmt spánni gæti því orðið Vesturlandsslagur í lokaúrslitunum í ár.
Snæfell hefur orðið Íslandsmeistari undanfarin þrjú ár og Skallagrímur vann 1. deildina í fyrravetur. Bæði liðin fengu því gull um hálsins síðasta vor.
Karlaliðin enda aftur á móti á hinum enda töflunnar ef marka má þessa spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna.
Þar er karlaliði Snæfells spáð neðsta sætinu í Domino´s deild karla og nýliðar Skallagríms verða að sætta sig við það að falla aftur niður í 1. deildina.
Munurinn er gríðarlegur hjá liðunum úr Stykkishólmi en Ingi Þór Steinþórsson þjálfari einmitt bæði liðin. Stelpurnar fengu yfirburðarkosningu í efsta sætið en strákarnir voru aftur á móti langneðstir.
Spáin í Domino’s deild kvenna:
1. Snæfell 186 stig
2. Skallagrímur 141 stig
3. Grindavík 133 stig
4. Stjarnan 118 stig
5. Valur 105 stig
6. Keflavík 100 stig
7. Haukar 46 stig
8. Njarðvík 37 stig
Spáin í Domino’s deild karla:
1. Stjarnan 404 stig
2. KR 403 stig
3. Tindastóll 358 stig
4. Þór Þ. 282 stig
5. Njarðvík 251 stig
6.-7 Haukar 223 stig
6.-7. Þór Ak. 223 stig
8. Keflavík 205 stig
9. ÍR 168 stig
10. Grindavík 148 stig
11. Skallagrímur 96 stig
12. Snæfell 44 stig
