Hörður Björgvin: Aldrei liðið jafn vel Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. október 2016 19:03 Herði Björgvini hefur vegnað vel hjá Bristol City. vísir/hanna „Það er alltaf jafn gaman að koma heim og hitta hópinn og liðsfélagana. Þetta er sterkur hópur og alltaf gaman að spila landsleiki með þeim,“ sagði Hörður Björgvin Magnússon í samtali við Tómas Þór Þórðarson á æfingu íslenska landsliðsins í Egilshöll í kvöld. Þetta er fyrsta æfing liðsins fyrir heimaleikina gegn Finnlandi og Tyrklandi í undankeppni HM 2018. „Ég er búinn að sjá eitthvað af Finnunum og Tyrkjunum. Það vantar einhverja leikmenn hjá þeim eins og hjá okkur. Ég veit að þetta verða erfiðir leikir,“ sagði Hörður um andstæðingana. Varnarmaðurinn gekk í raðir enska B-deildarliðsins Bristol City eftir EM í Frakklandi í sumar. Hörður kann vel við sig hjá félaginu enda hefur það byrjað tímabilið af krafti og situr í 5. sæti B-deildarinnar eftir 11 umferðir. „Mér hefur aldrei liðið jafn vel. Þeir tóku vel á móti mér og þetta var bara eins og að koma heim til sín. Ég held að það sé ástæðan fyrir því að mér og liðinu gengur svona vel, hvað liðsheildin er góð,“ sagði Hörður sem hefur leikið hverja einustu mínútu á tímabilinu og skorað eitt mark. Hann segir að gengi Bristol City sé umfram væntingar. „Það eru mjög margir nýir leikmenn og ekki búist við því að við yrðum í toppsætunum svona snemma. Þetta gengur vel og vonandi höldum við áfram að spila svona.“ Ein stærsta ástæðan fyrir góðu gengi Bristol City er frammistaða framherjans Tammys Abraham. Þessi 19 ára strákur er lánsmaður frá Chelsea og hefur slegið í gegn með Bristol City og skorað átta mörk í deildinni. „Þetta er ótrúlegt. Við misstum okkar markaskorara [Jonathan Kodjia] til Aston Villa. Það var sárt því mér fannst gaman að spila með honum. En við fengum þennan unga og efnilega leikmann, hann skoraði í fyrsta leiknum, öðrum og þriðja og komst í gang,“ sagði Hörður um Abraham sem hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína. Sjálfur segist Hörður aldrei hafa verið betri. „Ég er í toppstandi og mér líður vel, er að spila vel og þjálfarinn er ánægður með sem og stuðningsmennirnir,“ sagði Hörður sem hefur leikið sex A-landsleiki. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn Fleiri fréttir Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Sjá meira
„Það er alltaf jafn gaman að koma heim og hitta hópinn og liðsfélagana. Þetta er sterkur hópur og alltaf gaman að spila landsleiki með þeim,“ sagði Hörður Björgvin Magnússon í samtali við Tómas Þór Þórðarson á æfingu íslenska landsliðsins í Egilshöll í kvöld. Þetta er fyrsta æfing liðsins fyrir heimaleikina gegn Finnlandi og Tyrklandi í undankeppni HM 2018. „Ég er búinn að sjá eitthvað af Finnunum og Tyrkjunum. Það vantar einhverja leikmenn hjá þeim eins og hjá okkur. Ég veit að þetta verða erfiðir leikir,“ sagði Hörður um andstæðingana. Varnarmaðurinn gekk í raðir enska B-deildarliðsins Bristol City eftir EM í Frakklandi í sumar. Hörður kann vel við sig hjá félaginu enda hefur það byrjað tímabilið af krafti og situr í 5. sæti B-deildarinnar eftir 11 umferðir. „Mér hefur aldrei liðið jafn vel. Þeir tóku vel á móti mér og þetta var bara eins og að koma heim til sín. Ég held að það sé ástæðan fyrir því að mér og liðinu gengur svona vel, hvað liðsheildin er góð,“ sagði Hörður sem hefur leikið hverja einustu mínútu á tímabilinu og skorað eitt mark. Hann segir að gengi Bristol City sé umfram væntingar. „Það eru mjög margir nýir leikmenn og ekki búist við því að við yrðum í toppsætunum svona snemma. Þetta gengur vel og vonandi höldum við áfram að spila svona.“ Ein stærsta ástæðan fyrir góðu gengi Bristol City er frammistaða framherjans Tammys Abraham. Þessi 19 ára strákur er lánsmaður frá Chelsea og hefur slegið í gegn með Bristol City og skorað átta mörk í deildinni. „Þetta er ótrúlegt. Við misstum okkar markaskorara [Jonathan Kodjia] til Aston Villa. Það var sárt því mér fannst gaman að spila með honum. En við fengum þennan unga og efnilega leikmann, hann skoraði í fyrsta leiknum, öðrum og þriðja og komst í gang,“ sagði Hörður um Abraham sem hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína. Sjálfur segist Hörður aldrei hafa verið betri. „Ég er í toppstandi og mér líður vel, er að spila vel og þjálfarinn er ánægður með sem og stuðningsmennirnir,“ sagði Hörður sem hefur leikið sex A-landsleiki.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn Fleiri fréttir Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Sjá meira