Alfreð: Fæ töluvert færri færi en í fyrra Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. október 2016 19:39 Alfreð skoraði mark Íslands í 1-1 jafnteflinu við Úkraínu í fyrsta leik íslenska liðsins í undankeppni HM 2018. vísir/epa Alfreð Finnbogason segir að það reyni á breiddina í íslenska fótboltalandsliðinu í leikjunum gegn Finnlandi og Tyrklandi í undankeppni HM 2018. Kolbeinn Sigþórsson er frá vegna meiðsla og þá er óvíst með þátttöku fleiri leikmanna. Aðrir leikmenn, sem hafa verið í smærri hlutverkum, gæti því þurft að taka aukna ábyrgð í leikjunum tveimur sem framundan eru. „Það er rétt. Þetta var magnað í síðustu undankeppni og á EM, hvað meiðsli og leikbönn varðar. Við gátum alltaf spilað á sama liðinu,“ sagði Alfreð í samtali við Tómas Þór Þórðarson á æfingu landsliðsins í Egilshöll í kvöld. „Núna reynir á breiddina og ég held að það sé gott inni á milli, að sjá hvernig staðan á liðinu er. Kannski gefur þetta liðinu fleiri möguleika í framtíðinni. Þetta er eitthvað sem þjálfararnir þurfa að útfæra og það verður forvitnilegt að sjá hvernig það gengur,“ bætti framherjinn við. Hann segir að það sé eitt að spila vináttulandsleiki og annað að byrja alvöru keppnisleiki þar sem allt er undir. „Æfingaleikir og keppnisleikir eru ekki alveg það sama. Það vilja allir spila mikilvægu leikina. Við fáum örugglega svör við ýmsum spurningum þegar leikmenn fá eldskírn í alvöru leikjum,“ sagði Alfreð sem leikur með Augsburg í Þýskalandi. Liðið hefur farið þokkalega af stað í vetur og er með sjö stig eftir fyrstu sex umferðirnar í þýsku deildinni. En er Alfreð ánægður með byrjunina? „Já, að mörgu leyti. Ég væri alveg til í að vera kominn með 10 mörk og fullt hús stiga. Við erum með nýjan þjálfara og nýjan leikstíl sem er svolítið öðruvísi frá því í fyrra. Það hefur tekið tíma fyrir mig og liðið að komast í takt við það,“ sagði Alfreð sem er kominn með eitt mark á tímabilinu. „Við erum á pari. Persónulega er ég að vinna meira fyrir liðið og fæ töluvert færri færi en í fyrra. Svo lengi sem ég spila hef ég ekki teljandi áhyggjur af því. Ef ég held áfram að taka hlaupin og spila fleiri mínútur koma mörkin.“ Alfreð og félagar mættu Werder Bremen, sem Aron Jóhannsson leikur með, á dögunum. Sá síðarnefndi kom Bremen yfir með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Áður en Aron steig á punktinn gekk Alfreð til markvarðar Augsburg, Marwin Hitz, og hvíslaði einhverju að honum. „Ég sagði við hann að ég vissi ekkert hvert hann myndi skjóta,“ sagði Alfreð um þessa sálfræðibrellu sína. „Ég ætlaði aðeins að rugla í hausnum á Aroni. Ég veit það sjálfur þegar þú ert að taka víti og einhver gerir svona ferðu að efast. Ég var ekki með neinar innherjaupplýsingar en markvörðurinn hlustaði allavega ekki á mig. Þetta voru ekki góð fyrirmæli,“ sagði Alfreð að endingu. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hörður Björgvin: Aldrei liðið jafn vel Varnarmaðurinn færði sig um set í sumar og kann afar vel við sig hjá Bristol City. 3. október 2016 19:03 Börsungurinn ekki með Tyrkjum gegn Íslandi Besti fótboltamaður tyrkneska landsliðsins er enn þá úti í kuldanum hjá þjálfarnaum. 2. október 2016 14:15 900 miðar á Tyrklandsleikinn í sölu á morgun Níuhundruð miðar á leik Íslands og Tyrklands í undankeppni HM 2018 fara í sölu á hádegi á morgun. 3. október 2016 17:34 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Fleiri fréttir Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Sjá meira
Alfreð Finnbogason segir að það reyni á breiddina í íslenska fótboltalandsliðinu í leikjunum gegn Finnlandi og Tyrklandi í undankeppni HM 2018. Kolbeinn Sigþórsson er frá vegna meiðsla og þá er óvíst með þátttöku fleiri leikmanna. Aðrir leikmenn, sem hafa verið í smærri hlutverkum, gæti því þurft að taka aukna ábyrgð í leikjunum tveimur sem framundan eru. „Það er rétt. Þetta var magnað í síðustu undankeppni og á EM, hvað meiðsli og leikbönn varðar. Við gátum alltaf spilað á sama liðinu,“ sagði Alfreð í samtali við Tómas Þór Þórðarson á æfingu landsliðsins í Egilshöll í kvöld. „Núna reynir á breiddina og ég held að það sé gott inni á milli, að sjá hvernig staðan á liðinu er. Kannski gefur þetta liðinu fleiri möguleika í framtíðinni. Þetta er eitthvað sem þjálfararnir þurfa að útfæra og það verður forvitnilegt að sjá hvernig það gengur,“ bætti framherjinn við. Hann segir að það sé eitt að spila vináttulandsleiki og annað að byrja alvöru keppnisleiki þar sem allt er undir. „Æfingaleikir og keppnisleikir eru ekki alveg það sama. Það vilja allir spila mikilvægu leikina. Við fáum örugglega svör við ýmsum spurningum þegar leikmenn fá eldskírn í alvöru leikjum,“ sagði Alfreð sem leikur með Augsburg í Þýskalandi. Liðið hefur farið þokkalega af stað í vetur og er með sjö stig eftir fyrstu sex umferðirnar í þýsku deildinni. En er Alfreð ánægður með byrjunina? „Já, að mörgu leyti. Ég væri alveg til í að vera kominn með 10 mörk og fullt hús stiga. Við erum með nýjan þjálfara og nýjan leikstíl sem er svolítið öðruvísi frá því í fyrra. Það hefur tekið tíma fyrir mig og liðið að komast í takt við það,“ sagði Alfreð sem er kominn með eitt mark á tímabilinu. „Við erum á pari. Persónulega er ég að vinna meira fyrir liðið og fæ töluvert færri færi en í fyrra. Svo lengi sem ég spila hef ég ekki teljandi áhyggjur af því. Ef ég held áfram að taka hlaupin og spila fleiri mínútur koma mörkin.“ Alfreð og félagar mættu Werder Bremen, sem Aron Jóhannsson leikur með, á dögunum. Sá síðarnefndi kom Bremen yfir með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Áður en Aron steig á punktinn gekk Alfreð til markvarðar Augsburg, Marwin Hitz, og hvíslaði einhverju að honum. „Ég sagði við hann að ég vissi ekkert hvert hann myndi skjóta,“ sagði Alfreð um þessa sálfræðibrellu sína. „Ég ætlaði aðeins að rugla í hausnum á Aroni. Ég veit það sjálfur þegar þú ert að taka víti og einhver gerir svona ferðu að efast. Ég var ekki með neinar innherjaupplýsingar en markvörðurinn hlustaði allavega ekki á mig. Þetta voru ekki góð fyrirmæli,“ sagði Alfreð að endingu.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hörður Björgvin: Aldrei liðið jafn vel Varnarmaðurinn færði sig um set í sumar og kann afar vel við sig hjá Bristol City. 3. október 2016 19:03 Börsungurinn ekki með Tyrkjum gegn Íslandi Besti fótboltamaður tyrkneska landsliðsins er enn þá úti í kuldanum hjá þjálfarnaum. 2. október 2016 14:15 900 miðar á Tyrklandsleikinn í sölu á morgun Níuhundruð miðar á leik Íslands og Tyrklands í undankeppni HM 2018 fara í sölu á hádegi á morgun. 3. október 2016 17:34 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Fleiri fréttir Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Sjá meira
Hörður Björgvin: Aldrei liðið jafn vel Varnarmaðurinn færði sig um set í sumar og kann afar vel við sig hjá Bristol City. 3. október 2016 19:03
Börsungurinn ekki með Tyrkjum gegn Íslandi Besti fótboltamaður tyrkneska landsliðsins er enn þá úti í kuldanum hjá þjálfarnaum. 2. október 2016 14:15
900 miðar á Tyrklandsleikinn í sölu á morgun Níuhundruð miðar á leik Íslands og Tyrklands í undankeppni HM 2018 fara í sölu á hádegi á morgun. 3. október 2016 17:34
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti