Þá búa símarnir yfir myndavél sem greinendur segja vera þá bestu hingað til. Hún er sögð vera betri en myndavélarnar á bæði iPhone 7 og Samsung Galaxy S7 Edge.
Gervigreindin Google Assistant styðst við gagnagrunn fyrirtækisins, sem er umtalsverður, og hægt er að tala við hana og spyrja spurninga eins og Siri hjá Apple. Þá getur GA greint það sem er á skjánum á símanum og hægt er að spyrja hana út í það.
Fyrirtækið segir að GA muni læra á notendur sína og þar sem henni sé stýrt af leitarvél Google geti hún framkvæmt flóknari aðgerðir en Siri.
Símarnir verða seldir í tveimur stærðum. Fimm og 5,5 tommum. Símunum fylgir endalaust geymslupláss fyrir myndir og myndbönd þar sem þeir notast við Google Photos. Þá verða þrír mismunandi litir í boði. Silfraður, svartur og blár.