Geir fékk tveggja mánaða laun í bónus á meðan aðrir fengu einn mánuð Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 5. október 2016 07:00 Geir Þorsteinsson. Vísir/AFP Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, fékk tveggja mánaða laun greidd í bónus fyrir árangur karlalandsliðsins á Evrópumótinu í Frakklandi. Annað starfsfólk KSÍ, sem vann í Frakklandi, fékk einn mánuð greiddan í bónus. Þetta hefur Fréttablaðið fengið staðfest innan raða KSÍ. KSÍ greiðir ekki yfirvinnu en sökum vinnuálags í tengslum við EM í Frakklandi var samþykkt að greiða starfsfólki sambandsins aukamánuð. Á stjórnarfundi KSÍ í ágúst var borin fram tillaga fjárhagsnefndar sambandsins þess efnis að Geir fengi greiðslu líkt og aðrir starfsmenn en tillagan hljómaði upp á tvo mánuði sem nefndin samþykkti. „Greiðslur starfsmanna, leikmanna og mín eru trúnaðarmál. Ég get ekki staðfest eitt né neitt og sérstaklega ekki mín laun,“ segir Geir og bætir við að á ársþingi KSÍ í febrúar muni koma meiri upplýsingar um skiptingu bónusgreiðslna fyrir EM. Fyrir að komast í átta liða úrslit fékk KSÍ rúma tvo milljarða í verðlaunafé frá UEFA. Leikmenn fengu sinn skerf, starfsfólk aukamánuð, Geir fékk tvo mánuði greidda og aðildarfélög innan KSÍ fengu um 400 milljónir. Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, hefur gagnrýnt greiðslur til formannsins. Fréttablaðinu hefur reynst erfitt að fá nefndarmenn fjárhagsnefndarinnar og aðra formenn knattspyrnudeilda til að tjá sig um málið. KSÍ fær 33 milljónir frá ÍSÍ í styrki og sex milljónir frá getraunum á þessu ári samkvæmt fjárhagsáætlun sambandsins.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.Landsliðið fékk um tvo milljarða fyrir árangur sinn á EM í Frakklandi. KSÍ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Bónusgreiðslur hjá KSÍ: Geir fékk á aðra milljón króna eftir EM-ævintýrið Stjórn Knattspyrnusambands Íslands greiðir starfsmönnum launauppbót vegna EM í Frakklandi í sumar. Upphæðin samsvaraði mánaðarlaunum hvers starfsmanns. 26. september 2016 07:00 Gert var ráð fyrir auknum launakostnaði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir að sambandið hafi reiknað með auknum launakostnaði í kringum Evrópumótið í fótbolta hvort sem það yrðu ráðnir fleiri starfsmenn eða núverandi starfsmenn fengju aukamánuð greiddan vegna álags sem fylgdi mótinu. 27. september 2016 07:00 Stelpurnar fá nokkur hundruð þúsund krónur í bónus fyrir EM-sætið Greiðslan frá KSÍ hækkar um fimmtíu prósent. 30. september 2016 10:00 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Sjá meira
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, fékk tveggja mánaða laun greidd í bónus fyrir árangur karlalandsliðsins á Evrópumótinu í Frakklandi. Annað starfsfólk KSÍ, sem vann í Frakklandi, fékk einn mánuð greiddan í bónus. Þetta hefur Fréttablaðið fengið staðfest innan raða KSÍ. KSÍ greiðir ekki yfirvinnu en sökum vinnuálags í tengslum við EM í Frakklandi var samþykkt að greiða starfsfólki sambandsins aukamánuð. Á stjórnarfundi KSÍ í ágúst var borin fram tillaga fjárhagsnefndar sambandsins þess efnis að Geir fengi greiðslu líkt og aðrir starfsmenn en tillagan hljómaði upp á tvo mánuði sem nefndin samþykkti. „Greiðslur starfsmanna, leikmanna og mín eru trúnaðarmál. Ég get ekki staðfest eitt né neitt og sérstaklega ekki mín laun,“ segir Geir og bætir við að á ársþingi KSÍ í febrúar muni koma meiri upplýsingar um skiptingu bónusgreiðslna fyrir EM. Fyrir að komast í átta liða úrslit fékk KSÍ rúma tvo milljarða í verðlaunafé frá UEFA. Leikmenn fengu sinn skerf, starfsfólk aukamánuð, Geir fékk tvo mánuði greidda og aðildarfélög innan KSÍ fengu um 400 milljónir. Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, hefur gagnrýnt greiðslur til formannsins. Fréttablaðinu hefur reynst erfitt að fá nefndarmenn fjárhagsnefndarinnar og aðra formenn knattspyrnudeilda til að tjá sig um málið. KSÍ fær 33 milljónir frá ÍSÍ í styrki og sex milljónir frá getraunum á þessu ári samkvæmt fjárhagsáætlun sambandsins.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.Landsliðið fékk um tvo milljarða fyrir árangur sinn á EM í Frakklandi.
KSÍ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Bónusgreiðslur hjá KSÍ: Geir fékk á aðra milljón króna eftir EM-ævintýrið Stjórn Knattspyrnusambands Íslands greiðir starfsmönnum launauppbót vegna EM í Frakklandi í sumar. Upphæðin samsvaraði mánaðarlaunum hvers starfsmanns. 26. september 2016 07:00 Gert var ráð fyrir auknum launakostnaði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir að sambandið hafi reiknað með auknum launakostnaði í kringum Evrópumótið í fótbolta hvort sem það yrðu ráðnir fleiri starfsmenn eða núverandi starfsmenn fengju aukamánuð greiddan vegna álags sem fylgdi mótinu. 27. september 2016 07:00 Stelpurnar fá nokkur hundruð þúsund krónur í bónus fyrir EM-sætið Greiðslan frá KSÍ hækkar um fimmtíu prósent. 30. september 2016 10:00 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Sjá meira
Bónusgreiðslur hjá KSÍ: Geir fékk á aðra milljón króna eftir EM-ævintýrið Stjórn Knattspyrnusambands Íslands greiðir starfsmönnum launauppbót vegna EM í Frakklandi í sumar. Upphæðin samsvaraði mánaðarlaunum hvers starfsmanns. 26. september 2016 07:00
Gert var ráð fyrir auknum launakostnaði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir að sambandið hafi reiknað með auknum launakostnaði í kringum Evrópumótið í fótbolta hvort sem það yrðu ráðnir fleiri starfsmenn eða núverandi starfsmenn fengju aukamánuð greiddan vegna álags sem fylgdi mótinu. 27. september 2016 07:00
Stelpurnar fá nokkur hundruð þúsund krónur í bónus fyrir EM-sætið Greiðslan frá KSÍ hækkar um fimmtíu prósent. 30. september 2016 10:00