Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema lágmarksútsvar: „Nánast fyndið loforð hjá Bjarna Benediktssyni“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. október 2016 21:33 Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála-og efnahagsráðherra. Vísir/Anton Brink Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema lágmarksútsvar sveitarfélaganna en þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar formanns flokksins og fjármála-og efnahagsráðherra í kosningaþætti RÚV í kvöld þar sem rætt var um efnahagsmál og atvinnulíf. Hugmyndin er ekki ný af nálinni innan flokksins en á haustþingi árið 2014 lögðu sex þingmenn hans fram frumvarp þess efnis að afnema skyldi lágmarksútsvar. Frumvarpið, sem fékkst ekki afgreitt á þingi, mætti mikilli andstöðu í umsögnum sem ýmis sveitarfélög skiluðu inn til Alþingis sem og í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga en lágmarksútsvar er í dag 12,44 prósent en hámarksútsvar er 14,52 prósent. Langflest sveitarfélög innheimta hámarksútsvar í ár samkvæmt yfirliti sem birt er á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga en aðeins þrjú sveitarfélög innheimta lágmarksútsvar. Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna gaf lítið fyrir þá hugmynd Sjálfstæðisflokksins að lækka lágmarksútsvar. „Mér finnst þetta nánast fyndið loforð hjá Bjarna Benediktssyni sem er talið til tíðinda að afnema lágmarksútsvar við þær aðstæður sem sveitarfélögin í langflest þeirra fullnýta útsvarsstofn sinn og örfá rík sveitarfélög sem gætu farið niður úr þessu gólfi sem nú er. Ég held það væri nær að ræða hér hvernig við ætlum að deila betur tekjum með sveitarfélögum þannig að þessi tvö stjórnsýslustig sem sameiginlega eru ábyrg fyrir velferðarsamfélaginu á íslandi búi við einhverja svipaða afkom,“ sagði Steingrímur í þætti RÚV í kvöld. Í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga var því velt upp að mikið ójafnræði gæti skapast af því að afnema lágmarksútsvar og þá sagði þar jafnframt að sambandinu hefðu borist allnokkrar umsagnir frá sveitarfélögum sem öll lögðust gegn samþykkt frumvarpsins. Þá lagðist sambandið sjálft gegn afnámi lágmarksútsvars og sagði að miðað við núverandi forsendur væri engin þröf fyrir afnám lögbundins lágmarksútsvars. Kosningar 2016 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema lágmarksútsvar sveitarfélaganna en þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar formanns flokksins og fjármála-og efnahagsráðherra í kosningaþætti RÚV í kvöld þar sem rætt var um efnahagsmál og atvinnulíf. Hugmyndin er ekki ný af nálinni innan flokksins en á haustþingi árið 2014 lögðu sex þingmenn hans fram frumvarp þess efnis að afnema skyldi lágmarksútsvar. Frumvarpið, sem fékkst ekki afgreitt á þingi, mætti mikilli andstöðu í umsögnum sem ýmis sveitarfélög skiluðu inn til Alþingis sem og í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga en lágmarksútsvar er í dag 12,44 prósent en hámarksútsvar er 14,52 prósent. Langflest sveitarfélög innheimta hámarksútsvar í ár samkvæmt yfirliti sem birt er á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga en aðeins þrjú sveitarfélög innheimta lágmarksútsvar. Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna gaf lítið fyrir þá hugmynd Sjálfstæðisflokksins að lækka lágmarksútsvar. „Mér finnst þetta nánast fyndið loforð hjá Bjarna Benediktssyni sem er talið til tíðinda að afnema lágmarksútsvar við þær aðstæður sem sveitarfélögin í langflest þeirra fullnýta útsvarsstofn sinn og örfá rík sveitarfélög sem gætu farið niður úr þessu gólfi sem nú er. Ég held það væri nær að ræða hér hvernig við ætlum að deila betur tekjum með sveitarfélögum þannig að þessi tvö stjórnsýslustig sem sameiginlega eru ábyrg fyrir velferðarsamfélaginu á íslandi búi við einhverja svipaða afkom,“ sagði Steingrímur í þætti RÚV í kvöld. Í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga var því velt upp að mikið ójafnræði gæti skapast af því að afnema lágmarksútsvar og þá sagði þar jafnframt að sambandinu hefðu borist allnokkrar umsagnir frá sveitarfélögum sem öll lögðust gegn samþykkt frumvarpsins. Þá lagðist sambandið sjálft gegn afnámi lágmarksútsvars og sagði að miðað við núverandi forsendur væri engin þröf fyrir afnám lögbundins lágmarksútsvars.
Kosningar 2016 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira