Sigmundi brá þegar hann sá mörg ný andlit stíga úr rútum við Háskólabíó Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. október 2016 09:30 Sigmundur Davíð og Anna Sigurlaug kona hans eftir formannskjörið á sunnudag þar sem hann laut í lægra haldi fyrir Sigurði Inga. vísir/anton brink Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Sigurður Ingi Jóhannsson hafa enn ekki rætt saman eftir að sá síðarnefndi bar sigurorð af Sigmundi Davíð í formannsslag Framsóknarflokksins um helgina. Sigmundur segir að sér hafi brugðið þegar fjöldinn allur af fólki mætti á flokksþingið skömmu fyrir formannskosningarnar. „Þetta leit ágætlega út á á laugardeginum og ég var ekkert sérstaklega áhyggjufullur þó maður tæki engu sem gefnu. Svo allt í einu, þegar kominn var sunnudagur og klukkan orðin ellefu, þá komu rúturnar upp að Háskólabíói og birtist mikill fjöldi fólks sem ég hef aldrei séð áður þann tíma sem ég hef starfað í flokknum,“ sagði Sigmundur Davíð í viðtali Í bítinu á Bylgjunni í morgun en hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan. Ýmsir Framsóknarmenn hafa rætt um að svindlað hafi verið í formannskjörinu og Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar í gær að aðdragandinn að kosningunum hafi vakið upp vondar tilfinningar. Sigmundur vill þó ekki ganga svo langt að svindlað hafi verið en segir að margt hafi verið öðruvísi en æskilegt gæti talist.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson yfirgaf salinn eftir að niðurstöður formannskjörsins voru kynntar.vísir/anton„Til dæmis var furðu mörgu fólki vísað frá, fékk ekki að kjósa, jafnvel fólk sem búið var að innrita sig á þingið. Ég hef ekki alveg áttað mig á því, né aðrir, á hvaða forsendum það var gert,“ sagði Sigmundur Davíð. „Það voru ýmsir leikir leiknir á þessu þingi og í aðdraganda þess, ekki allir fallegir. Ég ætla ekki að fullyrða um það að menn hafi beinlínis svindlað í kosningum.“ Mjög ósáttur með niðurstöðuna Sigmundur Davíð sagði einnig að hann og Sigurður Ingi hefðu enn ekki talað saman eftir úrslit kosninganna. Aðspurður hvort andaði köldu á milli hans og Sigurðar Inga svaraði hann: „Já, það er það náttúrulega, ég skal alveg viðurkenna það en í pólitík verða menn að láta sig hafa það að vinna saman.“ Segir Sigmundur að hann hafi ef til vill verið full værukær í aðdraganda kosninganna og ekki beðið stuðningsmenn sína sérstaklega um að mæta á kjörþingið. Hann hafi ekki búist við slag um formannsembættið. „Menn bjuggust ekki við slag á meðan annnarstaðar hafði verið fyllt mjög vel á lista með fólki sem var kannski ekki í öllum tilvikum virkir flokksmenn og tilkynnt um framboðið tveimur klukkustundum eftir að framboðsfrestur rann út,“ segir sagði Sigmundur sem stefnir ótrauður á það að leiða lista Framsókarflokksins í Norðausturkjördæmi í komandi kosningum. Ekki hafi hvarflað að honum að yfirgefa flokkinn eftir úrslit helgarinnar. „Nei, ég var mjög ósáttur við þessa niðurstöðu en það var ekki einu sinni valkostir í mínum huga að yfirgefa fólkið í kjördæminu sem búið er að styðja mig mjög vel. Ég hef skyldum að gegna þetta við þetta fólk sem ég ætla að standa undir.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð: „Á flokksþinginu og í aðdraganda þess urðu atburðir sem ég hefði ekki trúað að gætu átt sér stað í Framsóknarflokknum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins trúði því ekki að þeir atburðir sem áttu sér stað á flokksþingi Framsóknarmanna og aðdraganda þess gætu átt sér stað í flokknum. Þess vegna hefur hann ekki viljað ræða við fjölmiðla efitr þingið og segist enn ætla að bíða með það. 4. október 2016 17:46 Jóhannes Þór: Úrslitin gríðarleg vonbrigði og aðdragandinn ömurlegur Aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugsson lætur af störfum eftir kosningar. 4. október 2016 14:07 Átök, dramatík og Framsóknarfimma á flokksþingi Það fór vart framhjá mörgum að flokksþing Framsóknar fór fram í Háskólabíói um helgina og að flokksmenn kusu sér nýjan formann í dag. 2. október 2016 22:41 Ósigur Sigmundar Flokksþing Framsóknarflokksins hverfðist um formannskjör á milli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sitjandi formanns, og Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra. 3. október 2016 08:00 Sigmundur Davíð gekk út af flokksþinginu á meðan Sigurður Ingi var enn í pontu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vildi lítið tjá sig við fjölmiðla þegar hann yfirgaf flokksþing Framsóknarflokksins í dag eftir að hann tapaði fyrir Sigurði Inga Jóhannssyni í formannskjörinu í dag. 2. október 2016 20:25 Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Sigurður Ingi Jóhannsson hafa enn ekki rætt saman eftir að sá síðarnefndi bar sigurorð af Sigmundi Davíð í formannsslag Framsóknarflokksins um helgina. Sigmundur segir að sér hafi brugðið þegar fjöldinn allur af fólki mætti á flokksþingið skömmu fyrir formannskosningarnar. „Þetta leit ágætlega út á á laugardeginum og ég var ekkert sérstaklega áhyggjufullur þó maður tæki engu sem gefnu. Svo allt í einu, þegar kominn var sunnudagur og klukkan orðin ellefu, þá komu rúturnar upp að Háskólabíói og birtist mikill fjöldi fólks sem ég hef aldrei séð áður þann tíma sem ég hef starfað í flokknum,“ sagði Sigmundur Davíð í viðtali Í bítinu á Bylgjunni í morgun en hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan. Ýmsir Framsóknarmenn hafa rætt um að svindlað hafi verið í formannskjörinu og Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar í gær að aðdragandinn að kosningunum hafi vakið upp vondar tilfinningar. Sigmundur vill þó ekki ganga svo langt að svindlað hafi verið en segir að margt hafi verið öðruvísi en æskilegt gæti talist.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson yfirgaf salinn eftir að niðurstöður formannskjörsins voru kynntar.vísir/anton„Til dæmis var furðu mörgu fólki vísað frá, fékk ekki að kjósa, jafnvel fólk sem búið var að innrita sig á þingið. Ég hef ekki alveg áttað mig á því, né aðrir, á hvaða forsendum það var gert,“ sagði Sigmundur Davíð. „Það voru ýmsir leikir leiknir á þessu þingi og í aðdraganda þess, ekki allir fallegir. Ég ætla ekki að fullyrða um það að menn hafi beinlínis svindlað í kosningum.“ Mjög ósáttur með niðurstöðuna Sigmundur Davíð sagði einnig að hann og Sigurður Ingi hefðu enn ekki talað saman eftir úrslit kosninganna. Aðspurður hvort andaði köldu á milli hans og Sigurðar Inga svaraði hann: „Já, það er það náttúrulega, ég skal alveg viðurkenna það en í pólitík verða menn að láta sig hafa það að vinna saman.“ Segir Sigmundur að hann hafi ef til vill verið full værukær í aðdraganda kosninganna og ekki beðið stuðningsmenn sína sérstaklega um að mæta á kjörþingið. Hann hafi ekki búist við slag um formannsembættið. „Menn bjuggust ekki við slag á meðan annnarstaðar hafði verið fyllt mjög vel á lista með fólki sem var kannski ekki í öllum tilvikum virkir flokksmenn og tilkynnt um framboðið tveimur klukkustundum eftir að framboðsfrestur rann út,“ segir sagði Sigmundur sem stefnir ótrauður á það að leiða lista Framsókarflokksins í Norðausturkjördæmi í komandi kosningum. Ekki hafi hvarflað að honum að yfirgefa flokkinn eftir úrslit helgarinnar. „Nei, ég var mjög ósáttur við þessa niðurstöðu en það var ekki einu sinni valkostir í mínum huga að yfirgefa fólkið í kjördæminu sem búið er að styðja mig mjög vel. Ég hef skyldum að gegna þetta við þetta fólk sem ég ætla að standa undir.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð: „Á flokksþinginu og í aðdraganda þess urðu atburðir sem ég hefði ekki trúað að gætu átt sér stað í Framsóknarflokknum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins trúði því ekki að þeir atburðir sem áttu sér stað á flokksþingi Framsóknarmanna og aðdraganda þess gætu átt sér stað í flokknum. Þess vegna hefur hann ekki viljað ræða við fjölmiðla efitr þingið og segist enn ætla að bíða með það. 4. október 2016 17:46 Jóhannes Þór: Úrslitin gríðarleg vonbrigði og aðdragandinn ömurlegur Aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugsson lætur af störfum eftir kosningar. 4. október 2016 14:07 Átök, dramatík og Framsóknarfimma á flokksþingi Það fór vart framhjá mörgum að flokksþing Framsóknar fór fram í Háskólabíói um helgina og að flokksmenn kusu sér nýjan formann í dag. 2. október 2016 22:41 Ósigur Sigmundar Flokksþing Framsóknarflokksins hverfðist um formannskjör á milli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sitjandi formanns, og Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra. 3. október 2016 08:00 Sigmundur Davíð gekk út af flokksþinginu á meðan Sigurður Ingi var enn í pontu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vildi lítið tjá sig við fjölmiðla þegar hann yfirgaf flokksþing Framsóknarflokksins í dag eftir að hann tapaði fyrir Sigurði Inga Jóhannssyni í formannskjörinu í dag. 2. október 2016 20:25 Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Sigmundur Davíð: „Á flokksþinginu og í aðdraganda þess urðu atburðir sem ég hefði ekki trúað að gætu átt sér stað í Framsóknarflokknum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins trúði því ekki að þeir atburðir sem áttu sér stað á flokksþingi Framsóknarmanna og aðdraganda þess gætu átt sér stað í flokknum. Þess vegna hefur hann ekki viljað ræða við fjölmiðla efitr þingið og segist enn ætla að bíða með það. 4. október 2016 17:46
Jóhannes Þór: Úrslitin gríðarleg vonbrigði og aðdragandinn ömurlegur Aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugsson lætur af störfum eftir kosningar. 4. október 2016 14:07
Átök, dramatík og Framsóknarfimma á flokksþingi Það fór vart framhjá mörgum að flokksþing Framsóknar fór fram í Háskólabíói um helgina og að flokksmenn kusu sér nýjan formann í dag. 2. október 2016 22:41
Ósigur Sigmundar Flokksþing Framsóknarflokksins hverfðist um formannskjör á milli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sitjandi formanns, og Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra. 3. október 2016 08:00
Sigmundur Davíð gekk út af flokksþinginu á meðan Sigurður Ingi var enn í pontu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vildi lítið tjá sig við fjölmiðla þegar hann yfirgaf flokksþing Framsóknarflokksins í dag eftir að hann tapaði fyrir Sigurði Inga Jóhannssyni í formannskjörinu í dag. 2. október 2016 20:25