Forseti Alþingis: Óvissan um þinglok er óviðunandi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 5. október 2016 12:02 Einar K Guðfinnsson, forseti Alþingis. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir þá óvissu sem nú sé uppi varðandi þinglok óviðunandi. Hann segir ríkisstjórnina verða að komast að niðurstöðu, en einungis tuttugu og fjórir dagar eru til kosninga. „Forseti hefur átt samtöl við ríkisstjórnarflokkana, gert þeim grein fyrir stöðunni, og vill ítreka þá skoðun sína að forseti telur mjög brýnt að fundur eigi sér stað hjá forystumönnum stjórnarflokkanna til þess að komast að einhverri niðurstöðu í þessu máli. Forseti telur að sú óvissa sem núna er uppi sé óviðunandi,” sagði Einar K. á þingfundi í morgun. Stjórnarandstaðan hefur ítrekað kallað eftir svörum um þinglok, og gagnrýndi hún svarleysið harðlega. „Mér finnst það leitt ef meirihlutinn ætlar að bregðast því trausti sem við höfum lagt á hann að ljúka hérna málum þannig að það sé einhver bragur af og að stefna þinginu í þetta óefni,” sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, tók í svipaðan streng og sakaði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra um svik. „Við erum löngu komin fram yfir þann tíma sem ætlunin var að ljúka á. Loforð Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokks, um að stytta þetta kjörtímabil um eitt þing er þegar svikið. Við hljótum að spyrja virðulegan forseta hvort það hafi eitthvað gerst í millitíðinni sem okkur er ekki kunnugt um. Hefur eitthvað komið fram af hálfu stjórnarmeirihlutans hver sé fyrirætlun hans með þessu fundarhaldi eða hvað það er sem hann vill?” sagði Helgi Hjörvar .Forseti Alþingis svaraði spurningu hans neitandi. Kosningar 2016 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira
Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir þá óvissu sem nú sé uppi varðandi þinglok óviðunandi. Hann segir ríkisstjórnina verða að komast að niðurstöðu, en einungis tuttugu og fjórir dagar eru til kosninga. „Forseti hefur átt samtöl við ríkisstjórnarflokkana, gert þeim grein fyrir stöðunni, og vill ítreka þá skoðun sína að forseti telur mjög brýnt að fundur eigi sér stað hjá forystumönnum stjórnarflokkanna til þess að komast að einhverri niðurstöðu í þessu máli. Forseti telur að sú óvissa sem núna er uppi sé óviðunandi,” sagði Einar K. á þingfundi í morgun. Stjórnarandstaðan hefur ítrekað kallað eftir svörum um þinglok, og gagnrýndi hún svarleysið harðlega. „Mér finnst það leitt ef meirihlutinn ætlar að bregðast því trausti sem við höfum lagt á hann að ljúka hérna málum þannig að það sé einhver bragur af og að stefna þinginu í þetta óefni,” sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, tók í svipaðan streng og sakaði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra um svik. „Við erum löngu komin fram yfir þann tíma sem ætlunin var að ljúka á. Loforð Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokks, um að stytta þetta kjörtímabil um eitt þing er þegar svikið. Við hljótum að spyrja virðulegan forseta hvort það hafi eitthvað gerst í millitíðinni sem okkur er ekki kunnugt um. Hefur eitthvað komið fram af hálfu stjórnarmeirihlutans hver sé fyrirætlun hans með þessu fundarhaldi eða hvað það er sem hann vill?” sagði Helgi Hjörvar .Forseti Alþingis svaraði spurningu hans neitandi.
Kosningar 2016 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira