Tveggja flokka stjórn væri ekki möguleg Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. október 2016 07:00 Fylgi flokka samkvæmt skoðanakönnun 365 Sjö flokkar yrðu á Alþingi, yrðu niðurstöður kosninga í samræmi við skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var á mánudag og þriðjudag. Samkvæmt útreikningum, þar sem tekið er tillit til útreiknaðra jöfnunarsæta, má búast við því að Sjálfstæðisflokkurinn fengi 18 þingmenn, Píratar þrettán, VG níu þingmenn, Framsóknarflokkurinn átta og Samfylkingin sex. Viðreisn og Björt framtíð fengju svo hvor flokkur minnst fjóra þingmenn. Þar með væri 62 þingsætum úthlutað. Annaðhvort Viðreisn eða Björt framtíð fengju 63. þingmanninn en þar sem flokkarnir eru jafn stórir í könnuninni er ekki hægt að spá um það með vissu hvor fengi þingsætið. Yrðu þetta niðurstöðurnar væri ekki hægt að mynda tveggja flokka ríkisstjórn að loknum kosningum. Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að allmikil tíðindi fælust í könnuninni. „Ég myndi segja að það væru allmikil tíðindi í þessari könnun. Annað er jú það hversu mikið flökt er á fylginu. Svona nálægt kosningum þá er þetta óvanalega mikið flökt og það er engu hægt að slá föstu nú þegar,“ segir Eiríkur. „Hins vegar er að Björt framtíð rís upp og vel yfir þröskuldinn í þessari könnun og þá blasir við sú einstaka staða sem við höfum ekki séð áður, gangi þessi könnun eftir, að á næsta kjörtímabili verði sjö flokkar á Alþingi. Það felur í sér grundvallarbreytingu á flokkakerfinu.“Eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær sveiflast fylgi Sjálfstæðisflokksins mikið á milli kannana. Hann var með 34,6 prósenta fylgi í könnuninni sem gerð var 26. september en 25,9 prósenta fylgi í könnuninni sem gerð var 3. og 4. október. Nýja könnunin sýnir að flokkurinn er rétt undir kjörfylgi sínu 2013. Erfitt er að fullyrða um skýringar á sveiflunni milli kannana, að öðru leyti en því að fyrri könnunin er gerð sama kvöld og eldhúsdagsumræður fóru fram á Alþingi og örfáum dögum eftir að fyrsti umræðuþáttur forystumanna stjórnmálaflokkanna fór fram í sjónvarpi. Sömu aðferðafræði var beitt í báðum könnunum að öðru leyti en því að fyrri könnunin var framkvæmd á einum degi en sú seinni á tveimur. Hringt var í 1.258 manns þar til náðist í 801 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 3. og 4. október. Svarhlutfallið var 63,7 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk? Það er gert í samræmi við aðferðafræði sem þróuð var á Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Alls tóku 58,6 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Sjá meira
Sjö flokkar yrðu á Alþingi, yrðu niðurstöður kosninga í samræmi við skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var á mánudag og þriðjudag. Samkvæmt útreikningum, þar sem tekið er tillit til útreiknaðra jöfnunarsæta, má búast við því að Sjálfstæðisflokkurinn fengi 18 þingmenn, Píratar þrettán, VG níu þingmenn, Framsóknarflokkurinn átta og Samfylkingin sex. Viðreisn og Björt framtíð fengju svo hvor flokkur minnst fjóra þingmenn. Þar með væri 62 þingsætum úthlutað. Annaðhvort Viðreisn eða Björt framtíð fengju 63. þingmanninn en þar sem flokkarnir eru jafn stórir í könnuninni er ekki hægt að spá um það með vissu hvor fengi þingsætið. Yrðu þetta niðurstöðurnar væri ekki hægt að mynda tveggja flokka ríkisstjórn að loknum kosningum. Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að allmikil tíðindi fælust í könnuninni. „Ég myndi segja að það væru allmikil tíðindi í þessari könnun. Annað er jú það hversu mikið flökt er á fylginu. Svona nálægt kosningum þá er þetta óvanalega mikið flökt og það er engu hægt að slá föstu nú þegar,“ segir Eiríkur. „Hins vegar er að Björt framtíð rís upp og vel yfir þröskuldinn í þessari könnun og þá blasir við sú einstaka staða sem við höfum ekki séð áður, gangi þessi könnun eftir, að á næsta kjörtímabili verði sjö flokkar á Alþingi. Það felur í sér grundvallarbreytingu á flokkakerfinu.“Eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær sveiflast fylgi Sjálfstæðisflokksins mikið á milli kannana. Hann var með 34,6 prósenta fylgi í könnuninni sem gerð var 26. september en 25,9 prósenta fylgi í könnuninni sem gerð var 3. og 4. október. Nýja könnunin sýnir að flokkurinn er rétt undir kjörfylgi sínu 2013. Erfitt er að fullyrða um skýringar á sveiflunni milli kannana, að öðru leyti en því að fyrri könnunin er gerð sama kvöld og eldhúsdagsumræður fóru fram á Alþingi og örfáum dögum eftir að fyrsti umræðuþáttur forystumanna stjórnmálaflokkanna fór fram í sjónvarpi. Sömu aðferðafræði var beitt í báðum könnunum að öðru leyti en því að fyrri könnunin var framkvæmd á einum degi en sú seinni á tveimur. Hringt var í 1.258 manns þar til náðist í 801 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 3. og 4. október. Svarhlutfallið var 63,7 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk? Það er gert í samræmi við aðferðafræði sem þróuð var á Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Alls tóku 58,6 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Sjá meira