Þorgerður Katrín enn hlynnt búrkubanni Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 6. október 2016 10:38 Þorgerður Katrín er fyrrverandi menntamálaráðherra og oddviti Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi. Vísir/Daníel Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi menntamálaráðherra og oddviti Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi, segist enn þeirrar skoðunar að banna eigi búrkur á Íslandi. Þetta kemur fram í viðtali við Þorgerði Katrínu í Stundinni. Hún segist fyrst og fremst vera mótfallin búrkum á grundvelli kvenfrelsis og jafnréttis. Í fyrirspurnatíma á Alþingi í febrúar árið 2011 beindi Þorgerður spurningu sinni til Ögmundar Jónassonar, þáverandi innanríkisráðherra. Hún spurði hann hvort það kæmi til greina að banna búrkur á Íslandi. Ögmundur sagði þá ekki rétt að taka upp slíkt bann. Í viðtali við Stundina er Þorgerður Katrín spurð hvort að hún sé enn á þeirri skoðun að búrkur skuli vera bannaðar hér á landi. „Þetta er eitthvað sem margir sem telja sig frjálslynda eru mótfallnir. Ertu enn á þessari skoðun?“ spyr blaðamaður Stundarinnar. „Já, ég er enn þeirrar skoðunar. Það voru ekki síst frjálshyggjumennirnir sem hjóluðu hvað harðast í mig, en ég var og er fyrst og fremst á móti búrkunum á grundvelli kvenfrelsis og jafnréttis. Höfum hugfast að ég er ekki að tala um slæður heldur aðeins búrkur sem hylja andlitið þannig að einungis sést í augun. Ég hvatti til þess að menn tækju þessa umræðu áður áður en hætt yrði við því að umræðan hér á landi færi að snúast um tiltekna einstaklinga í stað prinsippanna. Ég er enn sannfærð um þetta, eftir að hafa lesið ótal bækur um femínisma, íslam og annað og ekki síður vegna þeirra pósta sem ég fékk í kjölfar umræðunnar um þetta. Konur sem voru múhameðstrúar sendu mér tölvupósta og tóku eindregið undir það sem ég var að segja en óskuðu líka nær allar nafnleyndar. Þær sögðu búrkur ekki samræmast íslam, að búrkurnar byggðu á eftiráskýringu karla í múhameðstrúarheiminum, og tóku undir málflutning minn rétt eins og konur úr ýmsum flokkum hafa gert, bæði t.d. úr Samfylkingunni og Sjálfstæðisflokknum,“ segir Þorgerður. Hún telur jafnframt að slíkt bann hafi ekkert með frjálslyndi að gera. „Það hefur ekkert með frjálslyndi að gera að vera á móti því að banna búrkur, mér finnst sú afstaða öllu heldur fela í sér lítinn skilning á jafnrétti og kvenfrelsi. En það kemur svo sem ekki á óvart að slík gagnrýni komi hægra megin frá.“ Blaðamaður Stundarinnar bendir þá á að gagnrýni á slíkar hugmyndir hafi til að mynda snúist um að með slíku búrkubanni sé verið að jaðarsetja múslima enn frekar en nú þegar er gert. „Ég held að þessu sé frekar öfugt farið. Að ef búrkur verði algengar þá ýti það frekar undir andúð og skilningsleysi á múslimum heldur en bann við búrkum,“ segir Þorgerður Katrín. Kosningar 2016 X16 Suðvestur Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi menntamálaráðherra og oddviti Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi, segist enn þeirrar skoðunar að banna eigi búrkur á Íslandi. Þetta kemur fram í viðtali við Þorgerði Katrínu í Stundinni. Hún segist fyrst og fremst vera mótfallin búrkum á grundvelli kvenfrelsis og jafnréttis. Í fyrirspurnatíma á Alþingi í febrúar árið 2011 beindi Þorgerður spurningu sinni til Ögmundar Jónassonar, þáverandi innanríkisráðherra. Hún spurði hann hvort það kæmi til greina að banna búrkur á Íslandi. Ögmundur sagði þá ekki rétt að taka upp slíkt bann. Í viðtali við Stundina er Þorgerður Katrín spurð hvort að hún sé enn á þeirri skoðun að búrkur skuli vera bannaðar hér á landi. „Þetta er eitthvað sem margir sem telja sig frjálslynda eru mótfallnir. Ertu enn á þessari skoðun?“ spyr blaðamaður Stundarinnar. „Já, ég er enn þeirrar skoðunar. Það voru ekki síst frjálshyggjumennirnir sem hjóluðu hvað harðast í mig, en ég var og er fyrst og fremst á móti búrkunum á grundvelli kvenfrelsis og jafnréttis. Höfum hugfast að ég er ekki að tala um slæður heldur aðeins búrkur sem hylja andlitið þannig að einungis sést í augun. Ég hvatti til þess að menn tækju þessa umræðu áður áður en hætt yrði við því að umræðan hér á landi færi að snúast um tiltekna einstaklinga í stað prinsippanna. Ég er enn sannfærð um þetta, eftir að hafa lesið ótal bækur um femínisma, íslam og annað og ekki síður vegna þeirra pósta sem ég fékk í kjölfar umræðunnar um þetta. Konur sem voru múhameðstrúar sendu mér tölvupósta og tóku eindregið undir það sem ég var að segja en óskuðu líka nær allar nafnleyndar. Þær sögðu búrkur ekki samræmast íslam, að búrkurnar byggðu á eftiráskýringu karla í múhameðstrúarheiminum, og tóku undir málflutning minn rétt eins og konur úr ýmsum flokkum hafa gert, bæði t.d. úr Samfylkingunni og Sjálfstæðisflokknum,“ segir Þorgerður. Hún telur jafnframt að slíkt bann hafi ekkert með frjálslyndi að gera. „Það hefur ekkert með frjálslyndi að gera að vera á móti því að banna búrkur, mér finnst sú afstaða öllu heldur fela í sér lítinn skilning á jafnrétti og kvenfrelsi. En það kemur svo sem ekki á óvart að slík gagnrýni komi hægra megin frá.“ Blaðamaður Stundarinnar bendir þá á að gagnrýni á slíkar hugmyndir hafi til að mynda snúist um að með slíku búrkubanni sé verið að jaðarsetja múslima enn frekar en nú þegar er gert. „Ég held að þessu sé frekar öfugt farið. Að ef búrkur verði algengar þá ýti það frekar undir andúð og skilningsleysi á múslimum heldur en bann við búrkum,“ segir Þorgerður Katrín.
Kosningar 2016 X16 Suðvestur Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira