"Ekkert jafn áhugavert og venjulegt fólk“ Ritstjórn skrifar 6. október 2016 14:30 Mynd/Silja Magg Sarah Jessica Parker, leikkona en ekki síst tískufyrirmynd, er prýðir forsíðu októberblaðs Glamour, en ljósmyndari var Silja Magg. Parker er snúin aftur á skjáinn en við munum flest eftir fröken Carrie Bradshaw, einhleypa pistlahöfundinum sem þræddi götur New York borgar í rándýrum hælaskóm í leit að ástinni. 12 árum seinna er Parker mætt aftur í þættinum Divorce, þar sem hún leikur Frances sem er að ganga í gegnum skilnað. Það væri hægt að skilgreina Divorce sem eins konar biturt afsprengi af Sex and the City, en leikkonan er einnig framleiðandi þáttaraðarinnar sem var um fjögur ár í bígerð.Sarah Jessica Parker hefur í gegnum tíðina verið fyrirmynd þegar kemur að klæðaburði enda yfirleitt smekklega til fara. Karakter hennar í Sex and the City hefur veitt mörgum innblástur og er það ekki síst hugmyndaríka búningahönnuðinum Patriciu Fields að þakka. „Ekkert er jafn áhugavert og venjulegt fólk að mínu mati. Til dæmis hvernig fólk burstar tennurnar á kvöldin og horfir í spegil og elskar hvort annað og snertir hvort annað eða elur upp börnin sín eða þegar það er eitt í herberginu, eða togar nærbuxurnar úr skorunni,“ segir Parker í viðtali við Glamour. Hefur þú alltaf verið á þeirri skoðun?„Já, þetta er alltaf það sem mig langar að vita. Þegar ég var lítil þá var pabbi alltaf að segja mér að hætta að stara: Hættu að stara svona, þú gerir þig að fífli. En alltaf hélt ég áfram að stara. Mér líður eins og þessi þáttur hafi svipuð áhrif, hann fær „að stara“. Þegar þú heyrir marrið í snjónum eða ísinn fljóta niður Hudson-ána, eða þögnina í húsinu, þá er ég ánægð.“Viðtalið við Söruh Jessicu Parker má lesa í heild sinni í nýjasta tölublaði Glamour en þess má geta að hverju seldu tölublaði fylgir glæsilegur varalitur frá Rimmel - sem er vel við hæfi þar sem í blaðinu má einnig finna veglegan kafla þar sem farið er yfir öll helstu trendin í snyrtibudduna fyrir veturinn. Einnig fáum við að vita hver er best klæddi frambjóðandi Íslands og hvort tískan skiptir máli í heimi stjórnmálanna. Viðtal við Heru Hilmarsdóttur, innlit á eitt fallegasta heimili landsins og margt margt fleira. Tryggðu þér eintak af nýjasta Glamour sem er komið í allar helstu verslanir - eða komdu í hóp frábæra áskrifenda hér. Sarah Jessica Parker er mætt aftur í öllu sínu veldi og er forsíðufyrirsæta októberblaðs GlamourOkkar eigin @siljamagg myndaði ! Þetta girnilega blað er að rúlla í verslanir núna #glamouriceland #sjp #beautyissue A photo posted by Glamour Iceland (@glamouriceland) on Oct 6, 2016 at 5:03am PDT Glamour Tíska Mest lesið Vegan vörur í hárið Glamour Jólagjafahandbók GLAMOUR: Fyrir hana Glamour Veldu þínar uppáhaldssnyrtivörur Glamour Íslenskir sundbolir og saltskrúbbur sameinast í fallegri sýningu Glamour Höfða mál gegn Olsen-systrunum Glamour Stal töskuhönnun Stellu McCartney Glamour Bleik nærföt frá Stellu McCartney Glamour Tísku - og kóngafólk sameinast í höllinni Glamour Kendall Jenner er andlit La Perla Glamour "Ég get ekki farið út svona sexí, ég er ólétt!“ Glamour
Sarah Jessica Parker, leikkona en ekki síst tískufyrirmynd, er prýðir forsíðu októberblaðs Glamour, en ljósmyndari var Silja Magg. Parker er snúin aftur á skjáinn en við munum flest eftir fröken Carrie Bradshaw, einhleypa pistlahöfundinum sem þræddi götur New York borgar í rándýrum hælaskóm í leit að ástinni. 12 árum seinna er Parker mætt aftur í þættinum Divorce, þar sem hún leikur Frances sem er að ganga í gegnum skilnað. Það væri hægt að skilgreina Divorce sem eins konar biturt afsprengi af Sex and the City, en leikkonan er einnig framleiðandi þáttaraðarinnar sem var um fjögur ár í bígerð.Sarah Jessica Parker hefur í gegnum tíðina verið fyrirmynd þegar kemur að klæðaburði enda yfirleitt smekklega til fara. Karakter hennar í Sex and the City hefur veitt mörgum innblástur og er það ekki síst hugmyndaríka búningahönnuðinum Patriciu Fields að þakka. „Ekkert er jafn áhugavert og venjulegt fólk að mínu mati. Til dæmis hvernig fólk burstar tennurnar á kvöldin og horfir í spegil og elskar hvort annað og snertir hvort annað eða elur upp börnin sín eða þegar það er eitt í herberginu, eða togar nærbuxurnar úr skorunni,“ segir Parker í viðtali við Glamour. Hefur þú alltaf verið á þeirri skoðun?„Já, þetta er alltaf það sem mig langar að vita. Þegar ég var lítil þá var pabbi alltaf að segja mér að hætta að stara: Hættu að stara svona, þú gerir þig að fífli. En alltaf hélt ég áfram að stara. Mér líður eins og þessi þáttur hafi svipuð áhrif, hann fær „að stara“. Þegar þú heyrir marrið í snjónum eða ísinn fljóta niður Hudson-ána, eða þögnina í húsinu, þá er ég ánægð.“Viðtalið við Söruh Jessicu Parker má lesa í heild sinni í nýjasta tölublaði Glamour en þess má geta að hverju seldu tölublaði fylgir glæsilegur varalitur frá Rimmel - sem er vel við hæfi þar sem í blaðinu má einnig finna veglegan kafla þar sem farið er yfir öll helstu trendin í snyrtibudduna fyrir veturinn. Einnig fáum við að vita hver er best klæddi frambjóðandi Íslands og hvort tískan skiptir máli í heimi stjórnmálanna. Viðtal við Heru Hilmarsdóttur, innlit á eitt fallegasta heimili landsins og margt margt fleira. Tryggðu þér eintak af nýjasta Glamour sem er komið í allar helstu verslanir - eða komdu í hóp frábæra áskrifenda hér. Sarah Jessica Parker er mætt aftur í öllu sínu veldi og er forsíðufyrirsæta októberblaðs GlamourOkkar eigin @siljamagg myndaði ! Þetta girnilega blað er að rúlla í verslanir núna #glamouriceland #sjp #beautyissue A photo posted by Glamour Iceland (@glamouriceland) on Oct 6, 2016 at 5:03am PDT
Glamour Tíska Mest lesið Vegan vörur í hárið Glamour Jólagjafahandbók GLAMOUR: Fyrir hana Glamour Veldu þínar uppáhaldssnyrtivörur Glamour Íslenskir sundbolir og saltskrúbbur sameinast í fallegri sýningu Glamour Höfða mál gegn Olsen-systrunum Glamour Stal töskuhönnun Stellu McCartney Glamour Bleik nærföt frá Stellu McCartney Glamour Tísku - og kóngafólk sameinast í höllinni Glamour Kendall Jenner er andlit La Perla Glamour "Ég get ekki farið út svona sexí, ég er ólétt!“ Glamour