Ari Freyr: Við hættum aldrei Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 6. október 2016 22:08 Ari Freyr segir að íslenska landsliðið hætti aldrei. vísir/anton „Mér fannst þetta verðskuldaður sigur,“ sagði Ari Freyr Skúlason eftir 3-2 sigur Íslands á Finnlandi í undankeppni Heimsmeistarakeppninnar í Rússlandi 2018 í kvöld. „Þeir eiga ekki mikið en skora tvö mörk. Við vorum heldur ekkert að brillera. Þetta var stöngin út hjá sumum en svo náðum við að klóra í bakkann og skora tvö mörk á síðustu mínútunum sem var æðislegt. „Þetta sýnir hvernig karakterar við erum og hvernig við erum sem lið. Við gefumst aldrei upp, berjumst fyrir hvern annan og hættum aldrei fyrr en það er búið að flauta leikinn af,“ sagði Ari Freyr. Ari Freyr segir sigurinn hafa verið sanngjarnan þó Finnland hafi átt sín augnablik í leiknum eins og í öðru markinu sem liðið skoraði. „Við náðum að blokka skotið, svo fellur þetta fyrir hann aftur og það er ómögulegt fyrir Ömma [Ögmund Kristinsson] að sjá skotið. Ef við lítum heilt yfir þetta þá stjórnum við leiknum frá fyrstu mínútu. „Auðvitað áttu þeir sína kafla. Þeir spila með þrjá miðverði og það er erfitt að setja pressu á þá. Þeir leysa þetta mjög vel á köflum og voru duglegir að finna framherjana sína. „Það má hrósa þeim fyrir að þeir voru duglegir að hlaupa og náðu að opna okkur inn á milli. Ég er mjög ánægður með stigin þrjú og fannst þetta verðskuldað,“ sagði Ari Freyr. Í fyrra markinu myndaðist mikið pláss úti vinstra megin þar sem Ari Freyr var að verjast. „Það myndast alltaf pláss gegn þessu leikkerfi. Þegar miðjumaðurinn hleypur á milli mín og Ragga (Ragnars Sigurðssonar) þá þarf maður að bíða þar til maður getur farið út. Hann fær að setja fyrirgjöfina einfalda en svona er fótbolti. „Við getum viðurkennt að þetta var ekki okkar besti leikur en við endum á að klóra í bakkann og héldum áfram. Þeir voru farnir að tefja frekar snemma. Við náðum að halda áfram eftir að við jöfnum,“ sagði Ari Freyr. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Villarreal - FCK | Hvað gerir Viktor á Spáni? Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Villarreal - FCK | Hvað gerir Viktor á Spáni? Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Sjá meira
„Mér fannst þetta verðskuldaður sigur,“ sagði Ari Freyr Skúlason eftir 3-2 sigur Íslands á Finnlandi í undankeppni Heimsmeistarakeppninnar í Rússlandi 2018 í kvöld. „Þeir eiga ekki mikið en skora tvö mörk. Við vorum heldur ekkert að brillera. Þetta var stöngin út hjá sumum en svo náðum við að klóra í bakkann og skora tvö mörk á síðustu mínútunum sem var æðislegt. „Þetta sýnir hvernig karakterar við erum og hvernig við erum sem lið. Við gefumst aldrei upp, berjumst fyrir hvern annan og hættum aldrei fyrr en það er búið að flauta leikinn af,“ sagði Ari Freyr. Ari Freyr segir sigurinn hafa verið sanngjarnan þó Finnland hafi átt sín augnablik í leiknum eins og í öðru markinu sem liðið skoraði. „Við náðum að blokka skotið, svo fellur þetta fyrir hann aftur og það er ómögulegt fyrir Ömma [Ögmund Kristinsson] að sjá skotið. Ef við lítum heilt yfir þetta þá stjórnum við leiknum frá fyrstu mínútu. „Auðvitað áttu þeir sína kafla. Þeir spila með þrjá miðverði og það er erfitt að setja pressu á þá. Þeir leysa þetta mjög vel á köflum og voru duglegir að finna framherjana sína. „Það má hrósa þeim fyrir að þeir voru duglegir að hlaupa og náðu að opna okkur inn á milli. Ég er mjög ánægður með stigin þrjú og fannst þetta verðskuldað,“ sagði Ari Freyr. Í fyrra markinu myndaðist mikið pláss úti vinstra megin þar sem Ari Freyr var að verjast. „Það myndast alltaf pláss gegn þessu leikkerfi. Þegar miðjumaðurinn hleypur á milli mín og Ragga (Ragnars Sigurðssonar) þá þarf maður að bíða þar til maður getur farið út. Hann fær að setja fyrirgjöfina einfalda en svona er fótbolti. „Við getum viðurkennt að þetta var ekki okkar besti leikur en við endum á að klóra í bakkann og héldum áfram. Þeir voru farnir að tefja frekar snemma. Við náðum að halda áfram eftir að við jöfnum,“ sagði Ari Freyr.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Villarreal - FCK | Hvað gerir Viktor á Spáni? Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Villarreal - FCK | Hvað gerir Viktor á Spáni? Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Sjá meira