Þeir leikmenn íslenska landsliðsins í fótbolta sem spiluðu ekki gegn Finnlandi í 3-2 sigrinum á Laugardalsvelli í gærkvöldi voru mættir á æfingu í Egilshöll í morgun. Æfingin átti upphaflega að fara fram á Laugardalsveli en vegna veðurs var hún færð inn eins og var gert á mánudagskvöldið.
Það var eðlilega létt yfir mannskapnum enda fyrsti sigurinn í undankeppninni kominn og þrjú stig í hús í erfiðum leik. Íslenska liðið hefur ekki tapað í mótsleik á heimavelli í níuleikjum í röð eða síðan strákanir töpuðu fyrir Slóveníu í júní 2013.
Egilshöllin er vanalega þétt setin og margir um hituna þegar kemur að því að fá tíma. Landsliðið tók tíma af Borgarholtsskóla í morgun og fékk annan vallarhelminginn. Þar voru atvinnumenn á ferð en á hinum vallarhelmingnum voru áhugamenn í bumbubolta.
Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Egilshöll í morgun og tók myndir á æfingunni en á einni þeirra má sjá atvinnu- og landsliðsmennina æfa fyrir stórleik í undankeppni HM 2018 öðru megin og áhugamenn leika sér í bumbubolta hinum megin.
Bumbubolti á landsliðsæfingu | Myndir

Tengdar fréttir

Heimir um umdeilda markið: „Mér er alveg sama hvort hann var inni eða ekki“
Landsliðsþjálfarinn búinn að horfa á fyrri hálfleikinn aftur en fór svo að sofa.

Hannes: Kvaldist af stressi
Markvörðurinn sem missti af leiknum vegna meiðsla missti sig af gleði í leikslok.

Norski dómarinn má ekki tjá sig um markið
Norskir fjölmiðlar settu sig í samband við dómara leiks Íslands og Finnlands í gær.

Íslensku EM-elskurnar notuðu kraft Óðins og komu til baka gegn Finnum
Dramatísk endurkoma hjá strákunum okkar og ævintýrið heldur áfram hjá íslenska landsliðinu.