Verið fullkominn ferill Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. október 2016 06:00 Jón Daði kemur Íslandi í 1-0 gegn Tyrkjum á Laugardalsvelli haustið 2014. vísir/anton Fyrir rúmum tveimur árum var Jón Daði Böðvarsson óvænt í byrjunarliði íslenska landsliðsins í fótbolta þegar það vann Tyrkland, 3-0, í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2016. Hann skoraði í frumraun sinni í mótsleik fyrir Ísland og hefur ekki litið um öxl. Fótboltinn fer í hring eins og lífið. Á sunnudaginn mæta strákarnir okkar Tyrklandi í þriðja leik liðsins í undankeppni HM 2018 og vonast Jón Daði til að vera með eftir að þurfa að hvíla gegn Finnlandi vegna meiðsla í nára. „Ég er bara góður. Eiginlega betri ef eitthvað er,“ sagði hinn hógværi og lítilláti Selfyssingur við Fréttablaðið á æfingu landsliðsins í Egilshöllinni í gær. „Ég sé fram á að vera klár á sunnudaginn en maður veit aldrei því nárinn er svo lúmskur. Það er verið að vinna í honum.“Fótboltinn ekki alltaf fallegur Jón Daði átti ekki að byrja leikinn fræga gegn Tyrklandi í ágúst 2014 heldur átti Jóhann Berg Guðmundsson að fá tækifærið við hlið Kolbeins Sigþórssonar í framlínunni. Eins dauði er annars brauð í þessum bransa og tók það Jóhann Berg nokkra mánuði að vinna aftur sitt sæti. Það gerði hann reyndar með stæl og byrjaði, eins og Jón Daði, alla leiki Íslands á EM. Nú þegar Jón var sjálfur meiddur fékk Björn Bergmann Sigurðarson óvænt tækifæri í byrjunarliðinu. Skagamaðurinn hefur ekki haft áhuga á að spila fyrir landsliðið en var allt í einu mættur í byrjunarliðið, tilbúinn að heilla landsliðsþjálfarana. Það er aldrei þægilegt fyrir fótboltamenn að sjá einhverja aðra spila það sem þeir vilja meina að sé sín staða. „Það er samkeppni í þessu. Fótboltinn er harður heimur og er ekki alltaf fallegur. Maður þarf stundum að hugsa um sjálfan sig, en í leiðinni er maður að vona að öllum gangi sem best,“ sagði Jón Daði sem hafði þó ekkert nema góða hluti hluti um Björn Bergmann að segja. „Mér fannst Björn Bergmann standa sig vel í erfiðum leik. Við vitum að Björn er góður leikmaður. Þetta er líka flottur gaur, mjög kurteis og fínn strákur. Ég vona samt að ég verði klár í næsta leik.“Alltaf að bæta sig Þegar Jón Daði er beðinn um að líta yfir þessi tvö ár í fljótu bragði er hann sáttur við það sem hann hefur gert. „Þetta er búinn að vera fullkominn ferill hingað til. Ég verð alltaf betri og betri finnst mér og er að taka réttu skrefin. Ég hef verið mjög heppinn með að lenda í réttu umhverfi, heppnin þarf líka að vera með manni í þessu. Mér finnst ég alltaf að verða betri og betri í fótbolta. Ég bæti mig á hverju ári og sjálfstraustið er miklu meira en áður fyrr,“ sagði Jón Daði Böðvarsson. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Sjá meira
Fyrir rúmum tveimur árum var Jón Daði Böðvarsson óvænt í byrjunarliði íslenska landsliðsins í fótbolta þegar það vann Tyrkland, 3-0, í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2016. Hann skoraði í frumraun sinni í mótsleik fyrir Ísland og hefur ekki litið um öxl. Fótboltinn fer í hring eins og lífið. Á sunnudaginn mæta strákarnir okkar Tyrklandi í þriðja leik liðsins í undankeppni HM 2018 og vonast Jón Daði til að vera með eftir að þurfa að hvíla gegn Finnlandi vegna meiðsla í nára. „Ég er bara góður. Eiginlega betri ef eitthvað er,“ sagði hinn hógværi og lítilláti Selfyssingur við Fréttablaðið á æfingu landsliðsins í Egilshöllinni í gær. „Ég sé fram á að vera klár á sunnudaginn en maður veit aldrei því nárinn er svo lúmskur. Það er verið að vinna í honum.“Fótboltinn ekki alltaf fallegur Jón Daði átti ekki að byrja leikinn fræga gegn Tyrklandi í ágúst 2014 heldur átti Jóhann Berg Guðmundsson að fá tækifærið við hlið Kolbeins Sigþórssonar í framlínunni. Eins dauði er annars brauð í þessum bransa og tók það Jóhann Berg nokkra mánuði að vinna aftur sitt sæti. Það gerði hann reyndar með stæl og byrjaði, eins og Jón Daði, alla leiki Íslands á EM. Nú þegar Jón var sjálfur meiddur fékk Björn Bergmann Sigurðarson óvænt tækifæri í byrjunarliðinu. Skagamaðurinn hefur ekki haft áhuga á að spila fyrir landsliðið en var allt í einu mættur í byrjunarliðið, tilbúinn að heilla landsliðsþjálfarana. Það er aldrei þægilegt fyrir fótboltamenn að sjá einhverja aðra spila það sem þeir vilja meina að sé sín staða. „Það er samkeppni í þessu. Fótboltinn er harður heimur og er ekki alltaf fallegur. Maður þarf stundum að hugsa um sjálfan sig, en í leiðinni er maður að vona að öllum gangi sem best,“ sagði Jón Daði sem hafði þó ekkert nema góða hluti hluti um Björn Bergmann að segja. „Mér fannst Björn Bergmann standa sig vel í erfiðum leik. Við vitum að Björn er góður leikmaður. Þetta er líka flottur gaur, mjög kurteis og fínn strákur. Ég vona samt að ég verði klár í næsta leik.“Alltaf að bæta sig Þegar Jón Daði er beðinn um að líta yfir þessi tvö ár í fljótu bragði er hann sáttur við það sem hann hefur gert. „Þetta er búinn að vera fullkominn ferill hingað til. Ég verð alltaf betri og betri finnst mér og er að taka réttu skrefin. Ég hef verið mjög heppinn með að lenda í réttu umhverfi, heppnin þarf líka að vera með manni í þessu. Mér finnst ég alltaf að verða betri og betri í fótbolta. Ég bæti mig á hverju ári og sjálfstraustið er miklu meira en áður fyrr,“ sagði Jón Daði Böðvarsson.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Sjá meira