Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Alingsås 24-24 | Íslandsmeistararnir fóru illa að ráði sínu Ingvi Þór Sæmundsson í Schenker-höllinni skrifar 8. október 2016 18:15 Haukar geta nagað sig í handarbökin að hafa ekki unnið sænska liðið Alingsås á heimavelli í 2. umferð EHF-bikarsins í handbolta í dag. Lokatölur 24-24 í hörkuleik. Haukar spiluðu frábærlega framan af og þegar sjö mínútur voru liðnar af seinni hálfleik kom Janus Daði Smárason þeim átta mörkum yfir, 19-11. Við tóku afar slæmar 23 mínútur sem Alingsås vann 13-5. Haukar voru á einum tímapunkti komnir tveimur mörkum undir, 21-23, en Adam Haukur Baumruk skoraði þrjú af fjórum síðustu mörkum leiksins og Íslandsmeistararnir náðu því jafnteflinu. Alingsås er búið að vinna alla fjóra leiki sína í deildinni heima fyrir en það var ekki að sjá á leik liðsins lengi framan af. Haukar voru einfaldlega miklu sterkari aðilinn, spiluðu öfluga vörn, Giedrius Morkunas varði vel í markinu og Janus Daði stjórnaði sóknarleiknum frábærlega. Selfyssingurinn skoraði fjögur mörk og gaf fimm stoðsendingar í fyrri hálfleiknum og vörn Alingsås réði ekkert við hann. Gestirnir héldu í við Hauka framan af fyrri hálfleik en á síðustu 15 mínútum hans breyttu heimamenn stöðunni úr 7-6 í 15-8 sem voru hálfleikstölur. Haukar byrjuðu seinni hálfleikinn af sama krafti og eftir 37 mínútur var staðan orðin 19-11, þeim í vil. En í staðinn fyrir að auka muninn fóru Haukar að verja forskotið og það fuðraði upp á næstu mínútum. Rickard Frisk, sem varði einungis tvö skot í fyrri hálfleik, fór allt í einu að verja og Jesper Konradsson, besti maður Alingsås, fór í gang í sókninni. Gestirnir skoruðu sjö mörk í röð og voru komnir í kjörstöðu, tveimur mörkum yfir, 21-23, þegar fjórar mínútum voru eftir. En þökk sé þremur mörkum Adams Hauks náðu Haukar jafnteflinu sem var það minnsta sem þeir áttu skilið úr leiknum. Janus Daði var markahæstur í liði Hauka með átta mörk en Adam Haukur kom næstur með sex mörk. Konradsson skoraði átta mörk úr aðeins níu skotum fyrir Alingsås. Seinni leikurinn fer fram á heimavelli Svíanna sunnudaginn 16. október.Gunnar: Vorum frábærir í 40 mínútur Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, var að vonum vonsvikinn að sjá sína menn glutra niður átta marka forystu gegn sænska liðinu Alingsås í dag. Haukar leiddu með átta mörkum, 19-11, þegar 23 mínútur voru eftir af leiknum en þurftu á endanum að berjast fyrir því að ná jafnteflinu. „Við vorum frábærir í 40 mínútur. Það fór rosaleg orka í þetta og við urðum svolítið bensínlausir. Ég hefði viljað fá meira innlegg frá þeim sem komu af bekknum. Það vantaði að fá einn ferskan til að stíga upp,“ sagði Gunnar eftir leik. „Ég er ánægður með leikinn. Við vorum að spila á móti frábæru liði og ég er stoltur af strákunum. Við ætluðum að vinna þetta, það var markmiðið og ég er auðvitað svekktur að missa niður átta marka forystu.“ Þjálfarinn var þó sáttur við síðustu mínútur leiksins en Haukar skoruðu þrjú af síðustu fjórum mörkum leiksins. „Við vorum komnir tveimur mörkum undir í lokin en það er karakter að vinna þetta upp. Við duttum of langt niður og það má ekki gleyma því að við vorum á Akureyri á miðvikudaginn og komum heim seint um nóttina. Það hjálpaði okkur ekki,“ sagði Gunnar að lokum.Janus Daði: Urðum full einhæfir undir lokin Janus Daði Smárason var markahæstur í liði Hauka í dag með átta mörk. Hann kom Haukum í 19-11 á 37. mínútu en síðustu 23 mínúturnar voru slakar af hálfu heimamanna og leikmenn Alingsås gengu á lagið. „Við vorum orðnir þreyttir og fórum að hnoðast eða eitthvað álíka. Við skoruðum ekki nógu mörg mörk,“ sagði Janus í leikslok. „Það er æðislegt að fá svona flott lið hingað og þá stígum við skrefi ofar. Við vorum flottir í dag en urðum full einhæfir undir lokin. Ég reyndi kannski of mikið og það þurfti að virkja fleiri.“ Haukar lentu tveimur mörkum undir þegar fjórar mínútur voru til leiksloka en náðu að landa jafnteflinu. „Það var flott. Við fórum að bomba á þetta. Okkur finnst við eiga fullt inni og það verður æðislegt að fara út og reyna þetta aftur,“ sagði Janus. En hefur hann trú á því að Haukar geti farið áfram? „Já, algjörlega. Annars myndum við ekki kaupa okkur flugmiða,“ sagði leikstjórnandinn knái að endingu. Handbolti Olís-deild karla Mest lesið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Fleiri fréttir Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Sjá meira
Haukar geta nagað sig í handarbökin að hafa ekki unnið sænska liðið Alingsås á heimavelli í 2. umferð EHF-bikarsins í handbolta í dag. Lokatölur 24-24 í hörkuleik. Haukar spiluðu frábærlega framan af og þegar sjö mínútur voru liðnar af seinni hálfleik kom Janus Daði Smárason þeim átta mörkum yfir, 19-11. Við tóku afar slæmar 23 mínútur sem Alingsås vann 13-5. Haukar voru á einum tímapunkti komnir tveimur mörkum undir, 21-23, en Adam Haukur Baumruk skoraði þrjú af fjórum síðustu mörkum leiksins og Íslandsmeistararnir náðu því jafnteflinu. Alingsås er búið að vinna alla fjóra leiki sína í deildinni heima fyrir en það var ekki að sjá á leik liðsins lengi framan af. Haukar voru einfaldlega miklu sterkari aðilinn, spiluðu öfluga vörn, Giedrius Morkunas varði vel í markinu og Janus Daði stjórnaði sóknarleiknum frábærlega. Selfyssingurinn skoraði fjögur mörk og gaf fimm stoðsendingar í fyrri hálfleiknum og vörn Alingsås réði ekkert við hann. Gestirnir héldu í við Hauka framan af fyrri hálfleik en á síðustu 15 mínútum hans breyttu heimamenn stöðunni úr 7-6 í 15-8 sem voru hálfleikstölur. Haukar byrjuðu seinni hálfleikinn af sama krafti og eftir 37 mínútur var staðan orðin 19-11, þeim í vil. En í staðinn fyrir að auka muninn fóru Haukar að verja forskotið og það fuðraði upp á næstu mínútum. Rickard Frisk, sem varði einungis tvö skot í fyrri hálfleik, fór allt í einu að verja og Jesper Konradsson, besti maður Alingsås, fór í gang í sókninni. Gestirnir skoruðu sjö mörk í röð og voru komnir í kjörstöðu, tveimur mörkum yfir, 21-23, þegar fjórar mínútum voru eftir. En þökk sé þremur mörkum Adams Hauks náðu Haukar jafnteflinu sem var það minnsta sem þeir áttu skilið úr leiknum. Janus Daði var markahæstur í liði Hauka með átta mörk en Adam Haukur kom næstur með sex mörk. Konradsson skoraði átta mörk úr aðeins níu skotum fyrir Alingsås. Seinni leikurinn fer fram á heimavelli Svíanna sunnudaginn 16. október.Gunnar: Vorum frábærir í 40 mínútur Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, var að vonum vonsvikinn að sjá sína menn glutra niður átta marka forystu gegn sænska liðinu Alingsås í dag. Haukar leiddu með átta mörkum, 19-11, þegar 23 mínútur voru eftir af leiknum en þurftu á endanum að berjast fyrir því að ná jafnteflinu. „Við vorum frábærir í 40 mínútur. Það fór rosaleg orka í þetta og við urðum svolítið bensínlausir. Ég hefði viljað fá meira innlegg frá þeim sem komu af bekknum. Það vantaði að fá einn ferskan til að stíga upp,“ sagði Gunnar eftir leik. „Ég er ánægður með leikinn. Við vorum að spila á móti frábæru liði og ég er stoltur af strákunum. Við ætluðum að vinna þetta, það var markmiðið og ég er auðvitað svekktur að missa niður átta marka forystu.“ Þjálfarinn var þó sáttur við síðustu mínútur leiksins en Haukar skoruðu þrjú af síðustu fjórum mörkum leiksins. „Við vorum komnir tveimur mörkum undir í lokin en það er karakter að vinna þetta upp. Við duttum of langt niður og það má ekki gleyma því að við vorum á Akureyri á miðvikudaginn og komum heim seint um nóttina. Það hjálpaði okkur ekki,“ sagði Gunnar að lokum.Janus Daði: Urðum full einhæfir undir lokin Janus Daði Smárason var markahæstur í liði Hauka í dag með átta mörk. Hann kom Haukum í 19-11 á 37. mínútu en síðustu 23 mínúturnar voru slakar af hálfu heimamanna og leikmenn Alingsås gengu á lagið. „Við vorum orðnir þreyttir og fórum að hnoðast eða eitthvað álíka. Við skoruðum ekki nógu mörg mörk,“ sagði Janus í leikslok. „Það er æðislegt að fá svona flott lið hingað og þá stígum við skrefi ofar. Við vorum flottir í dag en urðum full einhæfir undir lokin. Ég reyndi kannski of mikið og það þurfti að virkja fleiri.“ Haukar lentu tveimur mörkum undir þegar fjórar mínútur voru til leiksloka en náðu að landa jafnteflinu. „Það var flott. Við fórum að bomba á þetta. Okkur finnst við eiga fullt inni og það verður æðislegt að fara út og reyna þetta aftur,“ sagði Janus. En hefur hann trú á því að Haukar geti farið áfram? „Já, algjörlega. Annars myndum við ekki kaupa okkur flugmiða,“ sagði leikstjórnandinn knái að endingu.
Handbolti Olís-deild karla Mest lesið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Fleiri fréttir Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni