Raikkonen: Við þurfum bara að aka hröðustu keppnina Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 8. október 2016 16:30 Þrír hröðustu menn dagsins. Vísir/Getty Nico Rosberg náði sínum 30. ráspól í Formúlu 1 í dag. Bilið á milli hans og Lewis Hamilton sem var 0,013 sekúndum hægari var 83 sentimetrar. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? „Ég er auðvitað ánægður með þetta. Á morgun snýst þetta um að láta allt smella saman og halda lífi í dekkjunum til að láta sem besta keppnisáætlun ganga upp,“ sagði Rosberg. „Ég er áægður með tímatökuna, það er búin að fara mikil vinna í uppstillingu bílsins þessa helgi. Maður þarf ekki að vera á ráspól til að vinna,“ sagði Lewis Hamilton sem hefur síðustu tvö ár unnið eftir að hafa ræst annar í Japan. „Það er ekki hægt að segja að bíllinn hafi náð miklum framförum frá því síðustu helgi. Þetta er raunar sami bíllinn. Við stefnum ekki beint á þriðja sætið en þetta er betra en að vera aftar. Ég veit ekki hvort við getum unnið á morgun, við þurfum bara að ná góðri ræsingu og aka hröðustu keppnina frá ræsingu til loka,“ sagði Kimi Raikkonen eftir tímatökuna. „Ég er mátulega ánægður með þessa tímatöku, við erum ekkert svo langt á eftir Ferrari. En ég held að við höfum verið að tapa tíma í hægu beygjunum. Það er ekki svo auðvelt að taka fram úr hérna. Slagurinn við Ferrari á morgun mun væntanlega snúast um keppnisáætlunina,“ sagði Max Verstappen sem ræsir fjórði á morgun á Red Bull bílnum. „Það er pínu pirrandi að hafa ekki náð að skáka Ferrari en auðvitað færumst við upp vegna þess að Sebastian [Vettel] þarf að taka út refsingu. Ég held að Mercedes verði ekki langt á undan á morgun,“ sagði Daniel Ricciardo sem ræsir fimmti á morgun eftir að hafa endað sjötti í dag. Sebastian Vettel á Ferrari er að taka út þriggja sæta refsingu. Honum var refsað fyrir að hafa valdið áreksri í fyrstu beygju í Malasíu síðustu helgi. Vettel ræsir sjöundi á morgun. „Kimi stóð sig betur en ég í dag. Það er samt ekki annað hægt en að vera ánægður með dag eins og í dag á svona erfiðri braut. Við erum ekki langt á eftir Mercedes,“ sagði Vettel. Formúla Tengdar fréttir Rosberg fljótastur á föstudegi í Japan Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir japanska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Heimsmeistarinn Lewis Hamilton varð annar á báðum æfingum. 7. október 2016 16:00 Rosberg á ráspól í Japan Nico Rosberg á Mercedes verður á ráspól þegar japanski kappaksturinn hefst á morgun. Lewis Hamilton á Mercedes varð annar og Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji. 8. október 2016 06:59 Alonso notar uppfærða Honda vél í Japan Honda hefur gefið grænt ljós á að Fernando Alonso noti uppfærða vél í japanska kappakstrinum sem fram fer um helgina. 6. október 2016 15:30 Upphitun fyrir Formúlu E | Myndbönd Keppnistímabilið í Formúlu E hefst á sunnudaginn. 7. október 2016 23:00 Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira
Nico Rosberg náði sínum 30. ráspól í Formúlu 1 í dag. Bilið á milli hans og Lewis Hamilton sem var 0,013 sekúndum hægari var 83 sentimetrar. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? „Ég er auðvitað ánægður með þetta. Á morgun snýst þetta um að láta allt smella saman og halda lífi í dekkjunum til að láta sem besta keppnisáætlun ganga upp,“ sagði Rosberg. „Ég er áægður með tímatökuna, það er búin að fara mikil vinna í uppstillingu bílsins þessa helgi. Maður þarf ekki að vera á ráspól til að vinna,“ sagði Lewis Hamilton sem hefur síðustu tvö ár unnið eftir að hafa ræst annar í Japan. „Það er ekki hægt að segja að bíllinn hafi náð miklum framförum frá því síðustu helgi. Þetta er raunar sami bíllinn. Við stefnum ekki beint á þriðja sætið en þetta er betra en að vera aftar. Ég veit ekki hvort við getum unnið á morgun, við þurfum bara að ná góðri ræsingu og aka hröðustu keppnina frá ræsingu til loka,“ sagði Kimi Raikkonen eftir tímatökuna. „Ég er mátulega ánægður með þessa tímatöku, við erum ekkert svo langt á eftir Ferrari. En ég held að við höfum verið að tapa tíma í hægu beygjunum. Það er ekki svo auðvelt að taka fram úr hérna. Slagurinn við Ferrari á morgun mun væntanlega snúast um keppnisáætlunina,“ sagði Max Verstappen sem ræsir fjórði á morgun á Red Bull bílnum. „Það er pínu pirrandi að hafa ekki náð að skáka Ferrari en auðvitað færumst við upp vegna þess að Sebastian [Vettel] þarf að taka út refsingu. Ég held að Mercedes verði ekki langt á undan á morgun,“ sagði Daniel Ricciardo sem ræsir fimmti á morgun eftir að hafa endað sjötti í dag. Sebastian Vettel á Ferrari er að taka út þriggja sæta refsingu. Honum var refsað fyrir að hafa valdið áreksri í fyrstu beygju í Malasíu síðustu helgi. Vettel ræsir sjöundi á morgun. „Kimi stóð sig betur en ég í dag. Það er samt ekki annað hægt en að vera ánægður með dag eins og í dag á svona erfiðri braut. Við erum ekki langt á eftir Mercedes,“ sagði Vettel.
Formúla Tengdar fréttir Rosberg fljótastur á föstudegi í Japan Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir japanska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Heimsmeistarinn Lewis Hamilton varð annar á báðum æfingum. 7. október 2016 16:00 Rosberg á ráspól í Japan Nico Rosberg á Mercedes verður á ráspól þegar japanski kappaksturinn hefst á morgun. Lewis Hamilton á Mercedes varð annar og Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji. 8. október 2016 06:59 Alonso notar uppfærða Honda vél í Japan Honda hefur gefið grænt ljós á að Fernando Alonso noti uppfærða vél í japanska kappakstrinum sem fram fer um helgina. 6. október 2016 15:30 Upphitun fyrir Formúlu E | Myndbönd Keppnistímabilið í Formúlu E hefst á sunnudaginn. 7. október 2016 23:00 Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira
Rosberg fljótastur á föstudegi í Japan Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir japanska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Heimsmeistarinn Lewis Hamilton varð annar á báðum æfingum. 7. október 2016 16:00
Rosberg á ráspól í Japan Nico Rosberg á Mercedes verður á ráspól þegar japanski kappaksturinn hefst á morgun. Lewis Hamilton á Mercedes varð annar og Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji. 8. október 2016 06:59
Alonso notar uppfærða Honda vél í Japan Honda hefur gefið grænt ljós á að Fernando Alonso noti uppfærða vél í japanska kappakstrinum sem fram fer um helgina. 6. október 2016 15:30
Upphitun fyrir Formúlu E | Myndbönd Keppnistímabilið í Formúlu E hefst á sunnudaginn. 7. október 2016 23:00