Gylfi: Mikill heiður að leiða liðið út Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 8. október 2016 12:07 Gylfi skýtur í átt að marki Finnlands á fimmtudaginn vísir/anton Gylfi Þór Sigurðsson mun leiða íslenska landsliðið út á Laugardalsvöll sem fyrirliði annað kvöld þegar Ísland tekur á móti Tyrklandi. Gylfi verður fyrirliði í fjarveru Arons Einars Gunnarssonar sem tekur út leikbann. „Það er mikill heiður að fá að leiða liðið út. Þetta er mitt fyrsta skipti. Það er eitthvað sem maður dreymdi um þegar maður var lítill,“ sagði Gylfi á blaðamannafundi í morgun. „Mitt helsta markmið er ekkert að vera fyrirliði hjá liði. Það er ekki það sem ég hugsa um en ég er mjög stoltur að vera fyrirliði núna og það verður sérstök stund fyrir mig á morgun að leiða liðið út.“ Gylfi og Aron hafa myndað öflugt teymi inn á miðri miðju Íslands en Gylfi óttast ekki að hann nái ekki samskonar tengslum við hvern þann sem kemur inn í liði fyrir Aron. „Hver sem kemur inn á miðja miðjuna þá þekki ég hann mjög vel og er búinn að spila með honum í mörg ár. „Það er þægilegt að hafa Aron til að bakka mann upp þegar maður fer fram á við. En ég veit að ef Aron fer fram þá sit ég og ég býst við því að sá sem kemur inn sinni meira varnarhlutverki en ég á morgun. Við þekkjumst allir vel í hópnum þannig að það verður ekkert vesen,“ sagði miðjumaðurinn öflugi. Ísland vann Finnland á fimmtudaginn og sagði Gylfa þrjá daga vera nægan tíma á milli leikja til að jafna sig. „Mér líður vel. Við erum vanir þessu flestir, að spila með stuttu millibili. Við fáum tvo heila daga til að jafna okkur sem er nóg. Það er fínt að spila á þriðja degi. Fyrir utan þá sem fengu högg í síðasta leik þá eru allir í toppmálum,“ sagði Gylfi sem býst við allt öðruvísi leik en á fimmtudaginn gegn Finnlandi. „Já, þeir eru bæði betri tæknilega og með betri leikmenn. Þeir koma örugglega hingað til að sækja þrjú stig. Þeir munu sækja meira en Finnarnir gerðu. Ég býst við að Tyrkirnir komi hingað til að sækja þrjú stig, sem gæti hjálpað okkur. „Þetta verður samt sem áður mjög erfiður leikur. Við verðum að spila mjög góðan fótbolta og mjög vel til að ná í þrjú stig,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson mun leiða íslenska landsliðið út á Laugardalsvöll sem fyrirliði annað kvöld þegar Ísland tekur á móti Tyrklandi. Gylfi verður fyrirliði í fjarveru Arons Einars Gunnarssonar sem tekur út leikbann. „Það er mikill heiður að fá að leiða liðið út. Þetta er mitt fyrsta skipti. Það er eitthvað sem maður dreymdi um þegar maður var lítill,“ sagði Gylfi á blaðamannafundi í morgun. „Mitt helsta markmið er ekkert að vera fyrirliði hjá liði. Það er ekki það sem ég hugsa um en ég er mjög stoltur að vera fyrirliði núna og það verður sérstök stund fyrir mig á morgun að leiða liðið út.“ Gylfi og Aron hafa myndað öflugt teymi inn á miðri miðju Íslands en Gylfi óttast ekki að hann nái ekki samskonar tengslum við hvern þann sem kemur inn í liði fyrir Aron. „Hver sem kemur inn á miðja miðjuna þá þekki ég hann mjög vel og er búinn að spila með honum í mörg ár. „Það er þægilegt að hafa Aron til að bakka mann upp þegar maður fer fram á við. En ég veit að ef Aron fer fram þá sit ég og ég býst við því að sá sem kemur inn sinni meira varnarhlutverki en ég á morgun. Við þekkjumst allir vel í hópnum þannig að það verður ekkert vesen,“ sagði miðjumaðurinn öflugi. Ísland vann Finnland á fimmtudaginn og sagði Gylfa þrjá daga vera nægan tíma á milli leikja til að jafna sig. „Mér líður vel. Við erum vanir þessu flestir, að spila með stuttu millibili. Við fáum tvo heila daga til að jafna okkur sem er nóg. Það er fínt að spila á þriðja degi. Fyrir utan þá sem fengu högg í síðasta leik þá eru allir í toppmálum,“ sagði Gylfi sem býst við allt öðruvísi leik en á fimmtudaginn gegn Finnlandi. „Já, þeir eru bæði betri tæknilega og með betri leikmenn. Þeir koma örugglega hingað til að sækja þrjú stig. Þeir munu sækja meira en Finnarnir gerðu. Ég býst við að Tyrkirnir komi hingað til að sækja þrjú stig, sem gæti hjálpað okkur. „Þetta verður samt sem áður mjög erfiður leikur. Við verðum að spila mjög góðan fótbolta og mjög vel til að ná í þrjú stig,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Sjá meira