Enn kviknar í Galaxy Note 7 þrátt fyrir endurbætur nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 9. október 2016 18:19 Galaxy Note 7 var innkallaður af Samsung fyrr í haust. MYND/GETTY Nokkur alvarleg atvik áttu sér stað á undanförnum dögum þar sem símar af nýrri gerð Samsung Galaxy Note 7 ofhitnuðu með þeim afleiðingum að eldur kviknaði. Samkvæmt frétt BBC kviknaði í Galaxy Note 7 síma um borð í farþegaflugvél Southwest Airlines á miðvikudaginn var en flugvélin var stödd á flugvellinum í Louisville í Kentucky. Til allrar mildi var flugvélin enn á jörðu niðri þegar kviknaði í símanum en vélin var rýmd eftir að farþegar urðu varir við reykinn. Galaxy Note 7 er nýjasti sími Samsung en fyrirtækið þurfti að stöðva sölu á símanum fyrr í haust vegna vegna galla í honum sem gerði það að verkum að síminn gat ofhitnað og jafnvel bráðnað eða sprungið. Fyrirtækið innkallaði fyrstu gerð Galaxy Note 7 í þeim löndum þar sem sala var hafin á símanum og setti í kjölfarið nýja gerð símans á markað. Nýja gerðin, átti samkvæmt talsmönnum Samsung, að vera fullkomlega örugg. Sjá einnig: Galaxy Note 7 varaðir við því að nota símann í hálfoftunum. Hins vegar hafa nú þegar komið upp nokkur tilvik þar símar af nýrri gerð Galaxy Note 7 hafa ofhitnað, líkt og átti sér stað í flugvél Southwest Airlines á miðvikudaginn. Annað atvik átti sér stað í Kentucky á þriðjudaginn var en varð eldsvoði í íbúðarhúsi sem rekja má til ofhitnunar Galaxy Note 7 síma. Eigandi símans, Michael Klering var fluttur á gjörgæslu en er ekki í lífshættu. Hann fullyrti að síminn hefði ekki verið í hleðslu þegar eldur kviknaði í honum.Samsung varaði notendur ekki við Samsung hefur sætt talsverðri gagnrýni fyrir að hafa ekki brugðist við atvikinu á þriðjudaginn var með því að vara notendur við. Þrátt fyrir að Samsung hafi fengið fregnir eldsvoðanum ákvað fyrirtækið að bíða með að upplýsa notendur um að nýja gerð símans væri mögulega gölluð, líkt og fyrri gerð hans. Síðan á þriðjudaginn hafa orðið að minnsta kosti tvö atvik sem rekja má til gallans, áðurnefnt atvik um borð í flugvél Southwest Airlines og atvik þar sem Galaxy Note 7 sími bráðnaði í höndum þrettán ára gamallar stúlku. Samsung hefur enn ekki gefið út að þeir hyggist innkalla nýju gerð Galaxy Note 7 en lýstu því yfir í kjölfar atviksins í flugvél Southwest Airlines að fyrirtækið hefði hafið rannsókn á atvikinu. Tengdar fréttir Sex ára drengur slasaðist eftir að Samsung Galaxy Note 7 sprakk Vandræði Samsung vegna símans fara vaxandi. 12. september 2016 16:14 Hlutabréfahrun hjá Samsung Í nótt lækkaði gengi hlutabréfa í Samsung um tæplega sjö prósent. 12. september 2016 09:53 Fleiri vörur Samsung virðast springa Fyrirtækið er til rannsóknar í Bandaríkjunum vegna vandræða með þvottavélar þeirra. 29. september 2016 11:31 Samsung Galaxy Note 7 gereyðilagði jeppa Var í hleðslu inní bílnum og brann ásamt bílnum. 12. september 2016 11:12 Samsung stöðvar sölu á Galaxy Note 7 Fréttir hafi borist bæði frá Bandaríkjunum og Suður-Kóreu um að síminn hafi sprungið á meðan á hleðslu stendur eða að henni lokinni. 2. september 2016 08:36 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Sjá meira
Nokkur alvarleg atvik áttu sér stað á undanförnum dögum þar sem símar af nýrri gerð Samsung Galaxy Note 7 ofhitnuðu með þeim afleiðingum að eldur kviknaði. Samkvæmt frétt BBC kviknaði í Galaxy Note 7 síma um borð í farþegaflugvél Southwest Airlines á miðvikudaginn var en flugvélin var stödd á flugvellinum í Louisville í Kentucky. Til allrar mildi var flugvélin enn á jörðu niðri þegar kviknaði í símanum en vélin var rýmd eftir að farþegar urðu varir við reykinn. Galaxy Note 7 er nýjasti sími Samsung en fyrirtækið þurfti að stöðva sölu á símanum fyrr í haust vegna vegna galla í honum sem gerði það að verkum að síminn gat ofhitnað og jafnvel bráðnað eða sprungið. Fyrirtækið innkallaði fyrstu gerð Galaxy Note 7 í þeim löndum þar sem sala var hafin á símanum og setti í kjölfarið nýja gerð símans á markað. Nýja gerðin, átti samkvæmt talsmönnum Samsung, að vera fullkomlega örugg. Sjá einnig: Galaxy Note 7 varaðir við því að nota símann í hálfoftunum. Hins vegar hafa nú þegar komið upp nokkur tilvik þar símar af nýrri gerð Galaxy Note 7 hafa ofhitnað, líkt og átti sér stað í flugvél Southwest Airlines á miðvikudaginn. Annað atvik átti sér stað í Kentucky á þriðjudaginn var en varð eldsvoði í íbúðarhúsi sem rekja má til ofhitnunar Galaxy Note 7 síma. Eigandi símans, Michael Klering var fluttur á gjörgæslu en er ekki í lífshættu. Hann fullyrti að síminn hefði ekki verið í hleðslu þegar eldur kviknaði í honum.Samsung varaði notendur ekki við Samsung hefur sætt talsverðri gagnrýni fyrir að hafa ekki brugðist við atvikinu á þriðjudaginn var með því að vara notendur við. Þrátt fyrir að Samsung hafi fengið fregnir eldsvoðanum ákvað fyrirtækið að bíða með að upplýsa notendur um að nýja gerð símans væri mögulega gölluð, líkt og fyrri gerð hans. Síðan á þriðjudaginn hafa orðið að minnsta kosti tvö atvik sem rekja má til gallans, áðurnefnt atvik um borð í flugvél Southwest Airlines og atvik þar sem Galaxy Note 7 sími bráðnaði í höndum þrettán ára gamallar stúlku. Samsung hefur enn ekki gefið út að þeir hyggist innkalla nýju gerð Galaxy Note 7 en lýstu því yfir í kjölfar atviksins í flugvél Southwest Airlines að fyrirtækið hefði hafið rannsókn á atvikinu.
Tengdar fréttir Sex ára drengur slasaðist eftir að Samsung Galaxy Note 7 sprakk Vandræði Samsung vegna símans fara vaxandi. 12. september 2016 16:14 Hlutabréfahrun hjá Samsung Í nótt lækkaði gengi hlutabréfa í Samsung um tæplega sjö prósent. 12. september 2016 09:53 Fleiri vörur Samsung virðast springa Fyrirtækið er til rannsóknar í Bandaríkjunum vegna vandræða með þvottavélar þeirra. 29. september 2016 11:31 Samsung Galaxy Note 7 gereyðilagði jeppa Var í hleðslu inní bílnum og brann ásamt bílnum. 12. september 2016 11:12 Samsung stöðvar sölu á Galaxy Note 7 Fréttir hafi borist bæði frá Bandaríkjunum og Suður-Kóreu um að síminn hafi sprungið á meðan á hleðslu stendur eða að henni lokinni. 2. september 2016 08:36 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Sjá meira
Sex ára drengur slasaðist eftir að Samsung Galaxy Note 7 sprakk Vandræði Samsung vegna símans fara vaxandi. 12. september 2016 16:14
Hlutabréfahrun hjá Samsung Í nótt lækkaði gengi hlutabréfa í Samsung um tæplega sjö prósent. 12. september 2016 09:53
Fleiri vörur Samsung virðast springa Fyrirtækið er til rannsóknar í Bandaríkjunum vegna vandræða með þvottavélar þeirra. 29. september 2016 11:31
Samsung Galaxy Note 7 gereyðilagði jeppa Var í hleðslu inní bílnum og brann ásamt bílnum. 12. september 2016 11:12
Samsung stöðvar sölu á Galaxy Note 7 Fréttir hafi borist bæði frá Bandaríkjunum og Suður-Kóreu um að síminn hafi sprungið á meðan á hleðslu stendur eða að henni lokinni. 2. september 2016 08:36