Enn kviknar í Galaxy Note 7 þrátt fyrir endurbætur nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 9. október 2016 18:19 Galaxy Note 7 var innkallaður af Samsung fyrr í haust. MYND/GETTY Nokkur alvarleg atvik áttu sér stað á undanförnum dögum þar sem símar af nýrri gerð Samsung Galaxy Note 7 ofhitnuðu með þeim afleiðingum að eldur kviknaði. Samkvæmt frétt BBC kviknaði í Galaxy Note 7 síma um borð í farþegaflugvél Southwest Airlines á miðvikudaginn var en flugvélin var stödd á flugvellinum í Louisville í Kentucky. Til allrar mildi var flugvélin enn á jörðu niðri þegar kviknaði í símanum en vélin var rýmd eftir að farþegar urðu varir við reykinn. Galaxy Note 7 er nýjasti sími Samsung en fyrirtækið þurfti að stöðva sölu á símanum fyrr í haust vegna vegna galla í honum sem gerði það að verkum að síminn gat ofhitnað og jafnvel bráðnað eða sprungið. Fyrirtækið innkallaði fyrstu gerð Galaxy Note 7 í þeim löndum þar sem sala var hafin á símanum og setti í kjölfarið nýja gerð símans á markað. Nýja gerðin, átti samkvæmt talsmönnum Samsung, að vera fullkomlega örugg. Sjá einnig: Galaxy Note 7 varaðir við því að nota símann í hálfoftunum. Hins vegar hafa nú þegar komið upp nokkur tilvik þar símar af nýrri gerð Galaxy Note 7 hafa ofhitnað, líkt og átti sér stað í flugvél Southwest Airlines á miðvikudaginn. Annað atvik átti sér stað í Kentucky á þriðjudaginn var en varð eldsvoði í íbúðarhúsi sem rekja má til ofhitnunar Galaxy Note 7 síma. Eigandi símans, Michael Klering var fluttur á gjörgæslu en er ekki í lífshættu. Hann fullyrti að síminn hefði ekki verið í hleðslu þegar eldur kviknaði í honum.Samsung varaði notendur ekki við Samsung hefur sætt talsverðri gagnrýni fyrir að hafa ekki brugðist við atvikinu á þriðjudaginn var með því að vara notendur við. Þrátt fyrir að Samsung hafi fengið fregnir eldsvoðanum ákvað fyrirtækið að bíða með að upplýsa notendur um að nýja gerð símans væri mögulega gölluð, líkt og fyrri gerð hans. Síðan á þriðjudaginn hafa orðið að minnsta kosti tvö atvik sem rekja má til gallans, áðurnefnt atvik um borð í flugvél Southwest Airlines og atvik þar sem Galaxy Note 7 sími bráðnaði í höndum þrettán ára gamallar stúlku. Samsung hefur enn ekki gefið út að þeir hyggist innkalla nýju gerð Galaxy Note 7 en lýstu því yfir í kjölfar atviksins í flugvél Southwest Airlines að fyrirtækið hefði hafið rannsókn á atvikinu. Tengdar fréttir Sex ára drengur slasaðist eftir að Samsung Galaxy Note 7 sprakk Vandræði Samsung vegna símans fara vaxandi. 12. september 2016 16:14 Hlutabréfahrun hjá Samsung Í nótt lækkaði gengi hlutabréfa í Samsung um tæplega sjö prósent. 12. september 2016 09:53 Fleiri vörur Samsung virðast springa Fyrirtækið er til rannsóknar í Bandaríkjunum vegna vandræða með þvottavélar þeirra. 29. september 2016 11:31 Samsung Galaxy Note 7 gereyðilagði jeppa Var í hleðslu inní bílnum og brann ásamt bílnum. 12. september 2016 11:12 Samsung stöðvar sölu á Galaxy Note 7 Fréttir hafi borist bæði frá Bandaríkjunum og Suður-Kóreu um að síminn hafi sprungið á meðan á hleðslu stendur eða að henni lokinni. 2. september 2016 08:36 Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Sjá meira
Nokkur alvarleg atvik áttu sér stað á undanförnum dögum þar sem símar af nýrri gerð Samsung Galaxy Note 7 ofhitnuðu með þeim afleiðingum að eldur kviknaði. Samkvæmt frétt BBC kviknaði í Galaxy Note 7 síma um borð í farþegaflugvél Southwest Airlines á miðvikudaginn var en flugvélin var stödd á flugvellinum í Louisville í Kentucky. Til allrar mildi var flugvélin enn á jörðu niðri þegar kviknaði í símanum en vélin var rýmd eftir að farþegar urðu varir við reykinn. Galaxy Note 7 er nýjasti sími Samsung en fyrirtækið þurfti að stöðva sölu á símanum fyrr í haust vegna vegna galla í honum sem gerði það að verkum að síminn gat ofhitnað og jafnvel bráðnað eða sprungið. Fyrirtækið innkallaði fyrstu gerð Galaxy Note 7 í þeim löndum þar sem sala var hafin á símanum og setti í kjölfarið nýja gerð símans á markað. Nýja gerðin, átti samkvæmt talsmönnum Samsung, að vera fullkomlega örugg. Sjá einnig: Galaxy Note 7 varaðir við því að nota símann í hálfoftunum. Hins vegar hafa nú þegar komið upp nokkur tilvik þar símar af nýrri gerð Galaxy Note 7 hafa ofhitnað, líkt og átti sér stað í flugvél Southwest Airlines á miðvikudaginn. Annað atvik átti sér stað í Kentucky á þriðjudaginn var en varð eldsvoði í íbúðarhúsi sem rekja má til ofhitnunar Galaxy Note 7 síma. Eigandi símans, Michael Klering var fluttur á gjörgæslu en er ekki í lífshættu. Hann fullyrti að síminn hefði ekki verið í hleðslu þegar eldur kviknaði í honum.Samsung varaði notendur ekki við Samsung hefur sætt talsverðri gagnrýni fyrir að hafa ekki brugðist við atvikinu á þriðjudaginn var með því að vara notendur við. Þrátt fyrir að Samsung hafi fengið fregnir eldsvoðanum ákvað fyrirtækið að bíða með að upplýsa notendur um að nýja gerð símans væri mögulega gölluð, líkt og fyrri gerð hans. Síðan á þriðjudaginn hafa orðið að minnsta kosti tvö atvik sem rekja má til gallans, áðurnefnt atvik um borð í flugvél Southwest Airlines og atvik þar sem Galaxy Note 7 sími bráðnaði í höndum þrettán ára gamallar stúlku. Samsung hefur enn ekki gefið út að þeir hyggist innkalla nýju gerð Galaxy Note 7 en lýstu því yfir í kjölfar atviksins í flugvél Southwest Airlines að fyrirtækið hefði hafið rannsókn á atvikinu.
Tengdar fréttir Sex ára drengur slasaðist eftir að Samsung Galaxy Note 7 sprakk Vandræði Samsung vegna símans fara vaxandi. 12. september 2016 16:14 Hlutabréfahrun hjá Samsung Í nótt lækkaði gengi hlutabréfa í Samsung um tæplega sjö prósent. 12. september 2016 09:53 Fleiri vörur Samsung virðast springa Fyrirtækið er til rannsóknar í Bandaríkjunum vegna vandræða með þvottavélar þeirra. 29. september 2016 11:31 Samsung Galaxy Note 7 gereyðilagði jeppa Var í hleðslu inní bílnum og brann ásamt bílnum. 12. september 2016 11:12 Samsung stöðvar sölu á Galaxy Note 7 Fréttir hafi borist bæði frá Bandaríkjunum og Suður-Kóreu um að síminn hafi sprungið á meðan á hleðslu stendur eða að henni lokinni. 2. september 2016 08:36 Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Sjá meira
Sex ára drengur slasaðist eftir að Samsung Galaxy Note 7 sprakk Vandræði Samsung vegna símans fara vaxandi. 12. september 2016 16:14
Hlutabréfahrun hjá Samsung Í nótt lækkaði gengi hlutabréfa í Samsung um tæplega sjö prósent. 12. september 2016 09:53
Fleiri vörur Samsung virðast springa Fyrirtækið er til rannsóknar í Bandaríkjunum vegna vandræða með þvottavélar þeirra. 29. september 2016 11:31
Samsung Galaxy Note 7 gereyðilagði jeppa Var í hleðslu inní bílnum og brann ásamt bílnum. 12. september 2016 11:12
Samsung stöðvar sölu á Galaxy Note 7 Fréttir hafi borist bæði frá Bandaríkjunum og Suður-Kóreu um að síminn hafi sprungið á meðan á hleðslu stendur eða að henni lokinni. 2. september 2016 08:36