Jóhann Berg: Erum ekkert saddir þótt við höfum farið á EM Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. október 2016 21:00 Jóhann Berg lék einn sinn besta landsleik í kvöld. vísir/andri marinó Jóhann Berg Guðmundsson átti skínandi góðan leik þegar Ísland lagði Tyrkland að velli með tveimur mörkum gegn engu í kvöld. Ísland er nú komið með sjö stig í I-riðli undankeppni HM 2018. „Það er gríðarlega mikilvægt að taka sex stig í þessum tveimur heimaleikjum. Við erum nokkuð góðir á heimavelli og höfum ekki tapað í 13 leikjum hér,“ sagði Jóhann Berg í samtali við Vísi eftir leik. Íslenska liðið byrjaði leikinn af miklum krafti og hefði getað skorað tvö mörk á fyrstu fimm mínútum leiksins. „Við vissum að ef við myndum vinna baráttuna myndum við vinna þennan leik. Við hefðum átt að skora fleiri mörk í fyrri hálfleik og gjörsamlega klára þetta. Þeir sköpuðu sér ekki mörg færi og mér fannst við vera með þetta allan tímann,“ sagði Jóhann Berg sem kvaðst nokkuð sáttur með eigin frammistöðu í leiknum. „Ætli ég hafi ekki verið ágætur í dag. Hver einn og einasti maður í liðinu átti frábæran leik og það er það sem þarf í liði eins og okkar.“ Jóhann Berg og félagar fara ekki leynt með hvert markmið þeirra er: að komast til Rússlands þar sem HM fer fram eftir tvö ár. „Okkar markmið er að komast á HM, hvernig svo sem við gerum það. Við erum ekkert saddir þótt við höfum farið á EM eins og ég held að allir sjái. Við viljum meira og þannig er metnaðurinn í þessum hópi. Það hlýtur að vera draumur allra leikmanna að fara á HM,“ sagði Jóhann Berg. „Við höfum sýnt að við eigum séns í hvern sem er. Við sýndum það á EM og í þessari undankeppni. Við erum óhræddir.“ Kantmaðurinn öflugi átti sem fyrr sagði frábæran leik. En hefði hann viljað fullkomna frammistöðuna með marki? „Jú, það hefði verið gaman. Ég man ekki hvenær ég skoraði síðast með landsliðinu. En mér er alveg sama svo framarlega sem við vinnum leiki,“ sagði Jóhann Berg að lokum. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Króatía marði Finnland | Sjáðu mörkin Króatía marði Finnlandi í Finnlandi 1-0 í riðli Íslands í undankeppni Heimsmeistarmótsins í fótbolta í Rússlandi 2018. 9. október 2016 17:45 Úkraína lagði Kósóvó | Sjáðu mörkin Úkraína lagði Kósóvó 3-0 í riðli Íslands í undankeppni Heimsmeistarakeppninnar í fótbolta í Rússlandi 2018. 9. október 2016 17:45 Myndasyrpa frá dásámlegum fyrri hálfleik í Laugardalnum Nú er nýhafinn seinni hálfleikur í leik Íslands og Tyrklands í undankeppni HM 2018. 9. október 2016 19:54 Hugulsamir leikmenn Tyrkja | Pössuðu að krökkunum yrði ekki kalt Leikur Íslands og Tyrklands í undankeppni HM 2018 er nýhafinn. 9. október 2016 18:53 Einkunnir Íslands gegn Tyrklandi: Kári bestur Ísland er komið með sjö stig í I-riðli undankeppni HM 2018 eftir öruggan 2-0 sigur á Tyrklandi á Laugardalsvellinum í kvöld. 9. október 2016 20:37 Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Sport Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Fótbolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Fleiri fréttir Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Sjá meira
Jóhann Berg Guðmundsson átti skínandi góðan leik þegar Ísland lagði Tyrkland að velli með tveimur mörkum gegn engu í kvöld. Ísland er nú komið með sjö stig í I-riðli undankeppni HM 2018. „Það er gríðarlega mikilvægt að taka sex stig í þessum tveimur heimaleikjum. Við erum nokkuð góðir á heimavelli og höfum ekki tapað í 13 leikjum hér,“ sagði Jóhann Berg í samtali við Vísi eftir leik. Íslenska liðið byrjaði leikinn af miklum krafti og hefði getað skorað tvö mörk á fyrstu fimm mínútum leiksins. „Við vissum að ef við myndum vinna baráttuna myndum við vinna þennan leik. Við hefðum átt að skora fleiri mörk í fyrri hálfleik og gjörsamlega klára þetta. Þeir sköpuðu sér ekki mörg færi og mér fannst við vera með þetta allan tímann,“ sagði Jóhann Berg sem kvaðst nokkuð sáttur með eigin frammistöðu í leiknum. „Ætli ég hafi ekki verið ágætur í dag. Hver einn og einasti maður í liðinu átti frábæran leik og það er það sem þarf í liði eins og okkar.“ Jóhann Berg og félagar fara ekki leynt með hvert markmið þeirra er: að komast til Rússlands þar sem HM fer fram eftir tvö ár. „Okkar markmið er að komast á HM, hvernig svo sem við gerum það. Við erum ekkert saddir þótt við höfum farið á EM eins og ég held að allir sjái. Við viljum meira og þannig er metnaðurinn í þessum hópi. Það hlýtur að vera draumur allra leikmanna að fara á HM,“ sagði Jóhann Berg. „Við höfum sýnt að við eigum séns í hvern sem er. Við sýndum það á EM og í þessari undankeppni. Við erum óhræddir.“ Kantmaðurinn öflugi átti sem fyrr sagði frábæran leik. En hefði hann viljað fullkomna frammistöðuna með marki? „Jú, það hefði verið gaman. Ég man ekki hvenær ég skoraði síðast með landsliðinu. En mér er alveg sama svo framarlega sem við vinnum leiki,“ sagði Jóhann Berg að lokum.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Króatía marði Finnland | Sjáðu mörkin Króatía marði Finnlandi í Finnlandi 1-0 í riðli Íslands í undankeppni Heimsmeistarmótsins í fótbolta í Rússlandi 2018. 9. október 2016 17:45 Úkraína lagði Kósóvó | Sjáðu mörkin Úkraína lagði Kósóvó 3-0 í riðli Íslands í undankeppni Heimsmeistarakeppninnar í fótbolta í Rússlandi 2018. 9. október 2016 17:45 Myndasyrpa frá dásámlegum fyrri hálfleik í Laugardalnum Nú er nýhafinn seinni hálfleikur í leik Íslands og Tyrklands í undankeppni HM 2018. 9. október 2016 19:54 Hugulsamir leikmenn Tyrkja | Pössuðu að krökkunum yrði ekki kalt Leikur Íslands og Tyrklands í undankeppni HM 2018 er nýhafinn. 9. október 2016 18:53 Einkunnir Íslands gegn Tyrklandi: Kári bestur Ísland er komið með sjö stig í I-riðli undankeppni HM 2018 eftir öruggan 2-0 sigur á Tyrklandi á Laugardalsvellinum í kvöld. 9. október 2016 20:37 Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Sport Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Fótbolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Fleiri fréttir Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Sjá meira
Króatía marði Finnland | Sjáðu mörkin Króatía marði Finnlandi í Finnlandi 1-0 í riðli Íslands í undankeppni Heimsmeistarmótsins í fótbolta í Rússlandi 2018. 9. október 2016 17:45
Úkraína lagði Kósóvó | Sjáðu mörkin Úkraína lagði Kósóvó 3-0 í riðli Íslands í undankeppni Heimsmeistarakeppninnar í fótbolta í Rússlandi 2018. 9. október 2016 17:45
Myndasyrpa frá dásámlegum fyrri hálfleik í Laugardalnum Nú er nýhafinn seinni hálfleikur í leik Íslands og Tyrklands í undankeppni HM 2018. 9. október 2016 19:54
Hugulsamir leikmenn Tyrkja | Pössuðu að krökkunum yrði ekki kalt Leikur Íslands og Tyrklands í undankeppni HM 2018 er nýhafinn. 9. október 2016 18:53
Einkunnir Íslands gegn Tyrklandi: Kári bestur Ísland er komið með sjö stig í I-riðli undankeppni HM 2018 eftir öruggan 2-0 sigur á Tyrklandi á Laugardalsvellinum í kvöld. 9. október 2016 20:37