Gylfi: Vorum frábærir í fyrri hálfleik Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 9. október 2016 21:06 Gylfi Þór Sigurðsson átti frábæran leik. vísir/ernir Gylfi Þór Sigurðsson átti að vanda góðan leik á miðjunni fyrir Ísland í kvöld gegn Tyrklandi en nú með nýjan samherja á miðri miðjunni. Aron Einar Gunnarsson fyrirliði var í leikbanni og því lék Birkir Bjarnason með Gylfa á miðri miðjunni og gekk samvinna þeirra mjög vel. „Það var mjög fínt að spila með Birki,“ sagði Gylfi rétt að leiknum loknum. „Við Aron þekkjum hvorn annan gríðarlega vel. Ég reikna með að Aron komi aftur inn í næsta leik og við förum að spila aftur saman en það sýnir breiddina í hópnum að þegar við missum tvo, þrjá leikmenn að þá koma nýir leikmenn inn og þeir standa sig mjög vel.“ Í fyrsta sinn frá því að uppgangur landsliðsins hófst hefur liðið átt í meiðsla vandræðum en þeir leikmenn sem komu inn sýndu að þó nokkur breidd er í íslenska liðinu. „Það er erfitt fyrir þjálfarann að breyta þegar gengur vel og við höfum verið með mjög góða blöndu síðustu ár. Það hafa kannski ekki verið tækifæri til að breyta því við höfum verið að spila vel, bæta okkur og vinna leiki. „Það hefur verið erfitt fyrir strákana á bekknum að bíða en þeir hafa verið mjög þolinmóðir og þegar þeir fá sénsinn í dag eru þeir meira en nógu góðir til að byrja þessa leiki,“ sagði Gylfi. Gylfi var að vonum ánægðu með sigurinn og ekki síst spilamennskuna en Ísland yfirspilaði Tyrkland á löngum köflum í leiknum. „Frábær sigur. Við vorum mikið betri en á móti Finnum, það er á hreinu. „Við vorum frábærir í fyrri hálfleik. Mér fannst við vinna alla bolta, bæði fyrstu boltana og seinni boltana. Við hefðum getað skorað fleiri mörk í fyrri hálfleik en tvö eru nóg og að halda hreinu er frábært,“ sagði Gylfi sem vildi ekki gera lítið úr fyrri leikjum Íslands í keppninni þó þessi hafi verið sá besti til þessa. „Við spiluðum vel í fyrri hálfleik í Úkraínu og sköpuðum fullt af færum en náðum ekki að nýta þau. Það var kannski smá einbeitingarleysi í þeim leik, að klára ekki þann leik. „Við gerðum það sem við þurftum á móti Finnum og vorum frábærir í kvöld. Vonandi heldur það áfram,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir West Ham - Newcastle | Hamrarnir berjast við botninn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson átti að vanda góðan leik á miðjunni fyrir Ísland í kvöld gegn Tyrklandi en nú með nýjan samherja á miðri miðjunni. Aron Einar Gunnarsson fyrirliði var í leikbanni og því lék Birkir Bjarnason með Gylfa á miðri miðjunni og gekk samvinna þeirra mjög vel. „Það var mjög fínt að spila með Birki,“ sagði Gylfi rétt að leiknum loknum. „Við Aron þekkjum hvorn annan gríðarlega vel. Ég reikna með að Aron komi aftur inn í næsta leik og við förum að spila aftur saman en það sýnir breiddina í hópnum að þegar við missum tvo, þrjá leikmenn að þá koma nýir leikmenn inn og þeir standa sig mjög vel.“ Í fyrsta sinn frá því að uppgangur landsliðsins hófst hefur liðið átt í meiðsla vandræðum en þeir leikmenn sem komu inn sýndu að þó nokkur breidd er í íslenska liðinu. „Það er erfitt fyrir þjálfarann að breyta þegar gengur vel og við höfum verið með mjög góða blöndu síðustu ár. Það hafa kannski ekki verið tækifæri til að breyta því við höfum verið að spila vel, bæta okkur og vinna leiki. „Það hefur verið erfitt fyrir strákana á bekknum að bíða en þeir hafa verið mjög þolinmóðir og þegar þeir fá sénsinn í dag eru þeir meira en nógu góðir til að byrja þessa leiki,“ sagði Gylfi. Gylfi var að vonum ánægðu með sigurinn og ekki síst spilamennskuna en Ísland yfirspilaði Tyrkland á löngum köflum í leiknum. „Frábær sigur. Við vorum mikið betri en á móti Finnum, það er á hreinu. „Við vorum frábærir í fyrri hálfleik. Mér fannst við vinna alla bolta, bæði fyrstu boltana og seinni boltana. Við hefðum getað skorað fleiri mörk í fyrri hálfleik en tvö eru nóg og að halda hreinu er frábært,“ sagði Gylfi sem vildi ekki gera lítið úr fyrri leikjum Íslands í keppninni þó þessi hafi verið sá besti til þessa. „Við spiluðum vel í fyrri hálfleik í Úkraínu og sköpuðum fullt af færum en náðum ekki að nýta þau. Það var kannski smá einbeitingarleysi í þeim leik, að klára ekki þann leik. „Við gerðum það sem við þurftum á móti Finnum og vorum frábærir í kvöld. Vonandi heldur það áfram,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir West Ham - Newcastle | Hamrarnir berjast við botninn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Sjá meira