PES bauð hærra en EA Sports: „Það er ekkert verið að tala um neina tugi milljóna“ Birgir Olgeirsson skrifar 20. september 2016 14:45 Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Vísir/Vilhelm Knattspyrnusamband Íslands gerði samning við japanska tölvuleikjaframleiðandann Konami um réttindin að íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu fyrir fótboltaleikinn Pro Evolution Soccer 2016 (PES). Í apríl síðastliðnum var gerð uppfærsla á leiknum vegna Evrópumótsins í Frakklandi síðastliðið sumar. Íslenska liðið keppti á því móti en Konami gerði þá samkomulag við evrópska knattspyrnusambandið UEFA um að fá að hafa mótið í sínum leik og þurfti þá einnig að gera samning við knattspyrnusamböndin sem áttu lið á mótinu.Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður karlalandsliðsins frá upphafi, deildi tíðindum dagsins með fylgjendum sínum á Twitter.EA sports @footballiceland is not in the game...#FIFA17— Eidur Gudjohnsen (@Eidur22Official) September 20, 2016 Þar á meðal var íslenska landsliðið en Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir Konami hafa boðið betur en EA Sports en fréttir hafa verið sagðar af því í dag að KSÍ hefði hafnað tilboði EA Sports um að vera í FIFA 17 sem er væntanlegur í verslanir á næstu vikum.Sjá einnig: KSÍ sagði nei takk við FIFA 17: Tilboð EA Sports nam um einni milljón krónaGeir Þorsteinsson sagði við Vísi fyrr í dag að aðilar frá EA Sports hefðu haft samband við KSÍ í ágúst síðastliðnum að verið væri að leggja lokahönd á FIFA 17 leikinn en þeir vildu ná íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu inn í leikinn á lokametrunum. Geir sagði tilboð EA Sports hafa verið of lágt, í fyrstu sagði Geir við Vísi að tilboðið hefði numið um einni milljón króna en í samtali við RÚV síðar í dag sagði hann tilboðið hafa numið á aðra milljón króna. Viðræður KSÍ við EA Sports hefðu siglt í strand og því verður liðið ekki í FIFA 17. En eins og áður segir náðust samningar á milli KSÍ og Konami um réttindin að liðinu í PES. Aðspurður hvað Konami greiddi fyrir réttindin segir Geir það hafa verið hærra en það sem EA Sports bauð.Er verið að tala um nokkrar milljónir eða tugi milljóna?„Það er ekkert verið að tala um neinar tugi milljóna,“ svarar Geir. KSÍ Leikjavísir Tengdar fréttir KSÍ sagði nei takk við FIFA 17: Tilboð EA Sports nam um einni milljón króna „Þetta var mjög lág upphæð frá fyrirtæki sem græðir á tá og fingri er mér sagt.“ 20. september 2016 11:41 Sýður upp úr vegna ákvörðunar KSÍ: „Ekkert annað en ævintýralegt markaðsklúður“ KSÍ hafnaði einnar milljón krónu tilboði tölvuleikjarisans EA Sports. 20. september 2016 12:09 GameTíví: Íslenska landsliðið í PES Þeir Óli og Sverrir skoða hvernig strákarnir okkar líta út eftir uppfærslu Pro Evolution Soccer. 11. apríl 2016 15:06 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands gerði samning við japanska tölvuleikjaframleiðandann Konami um réttindin að íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu fyrir fótboltaleikinn Pro Evolution Soccer 2016 (PES). Í apríl síðastliðnum var gerð uppfærsla á leiknum vegna Evrópumótsins í Frakklandi síðastliðið sumar. Íslenska liðið keppti á því móti en Konami gerði þá samkomulag við evrópska knattspyrnusambandið UEFA um að fá að hafa mótið í sínum leik og þurfti þá einnig að gera samning við knattspyrnusamböndin sem áttu lið á mótinu.Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður karlalandsliðsins frá upphafi, deildi tíðindum dagsins með fylgjendum sínum á Twitter.EA sports @footballiceland is not in the game...#FIFA17— Eidur Gudjohnsen (@Eidur22Official) September 20, 2016 Þar á meðal var íslenska landsliðið en Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir Konami hafa boðið betur en EA Sports en fréttir hafa verið sagðar af því í dag að KSÍ hefði hafnað tilboði EA Sports um að vera í FIFA 17 sem er væntanlegur í verslanir á næstu vikum.Sjá einnig: KSÍ sagði nei takk við FIFA 17: Tilboð EA Sports nam um einni milljón krónaGeir Þorsteinsson sagði við Vísi fyrr í dag að aðilar frá EA Sports hefðu haft samband við KSÍ í ágúst síðastliðnum að verið væri að leggja lokahönd á FIFA 17 leikinn en þeir vildu ná íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu inn í leikinn á lokametrunum. Geir sagði tilboð EA Sports hafa verið of lágt, í fyrstu sagði Geir við Vísi að tilboðið hefði numið um einni milljón króna en í samtali við RÚV síðar í dag sagði hann tilboðið hafa numið á aðra milljón króna. Viðræður KSÍ við EA Sports hefðu siglt í strand og því verður liðið ekki í FIFA 17. En eins og áður segir náðust samningar á milli KSÍ og Konami um réttindin að liðinu í PES. Aðspurður hvað Konami greiddi fyrir réttindin segir Geir það hafa verið hærra en það sem EA Sports bauð.Er verið að tala um nokkrar milljónir eða tugi milljóna?„Það er ekkert verið að tala um neinar tugi milljóna,“ svarar Geir.
KSÍ Leikjavísir Tengdar fréttir KSÍ sagði nei takk við FIFA 17: Tilboð EA Sports nam um einni milljón króna „Þetta var mjög lág upphæð frá fyrirtæki sem græðir á tá og fingri er mér sagt.“ 20. september 2016 11:41 Sýður upp úr vegna ákvörðunar KSÍ: „Ekkert annað en ævintýralegt markaðsklúður“ KSÍ hafnaði einnar milljón krónu tilboði tölvuleikjarisans EA Sports. 20. september 2016 12:09 GameTíví: Íslenska landsliðið í PES Þeir Óli og Sverrir skoða hvernig strákarnir okkar líta út eftir uppfærslu Pro Evolution Soccer. 11. apríl 2016 15:06 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Sjá meira
KSÍ sagði nei takk við FIFA 17: Tilboð EA Sports nam um einni milljón króna „Þetta var mjög lág upphæð frá fyrirtæki sem græðir á tá og fingri er mér sagt.“ 20. september 2016 11:41
Sýður upp úr vegna ákvörðunar KSÍ: „Ekkert annað en ævintýralegt markaðsklúður“ KSÍ hafnaði einnar milljón krónu tilboði tölvuleikjarisans EA Sports. 20. september 2016 12:09
GameTíví: Íslenska landsliðið í PES Þeir Óli og Sverrir skoða hvernig strákarnir okkar líta út eftir uppfærslu Pro Evolution Soccer. 11. apríl 2016 15:06